13.10.2009 | 10:14
Af læmingjum og rollum
Verði Íslandsbanki og Kaupþing að stærstum hluta í eigu kröfuhafa, í gegnum skilanefndir gömlu bankanna, verður endurreisnin í takt við björtustu vonir að mati Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra
Ég er glaður fyrir hönd Gylfa og annarra Kamakasi stjórnenda íslenska ríkisins. Í kjölfar EES samningsins var mikið talað um hvað nú yrði allt miklu betra á Íslandi þar sem hingað myndu sækja erlendar bankastofnanir og þar með betri þjónusta til almennings. En öll þessi ár sem liðin eru frá innleiðingu EES, þá hefur bara enginn banki haft áhuga á því að koma hingað. Jafnvel þegar ríkisbankarnir voru seldir, sýndi enginn banki áhuga, nema einn sem var í raun bara frontur fyrir S-hópinn og Kaupþing. En nú vilja þessi bankar koma til landsins, taka yfir Íslensku fallít bankana. Þeir vilja núna koma, þegar Íslendingar eru komnir með upp í kok á skuldsetningu og bankaviðskiptum, reyndar ofurskuldsettir og því ólíklegir til frekari stórvirkja. Samt vilja þessir bankar taka við gömlu og nýju bönkunum.
Eins og segir í Hamlet, þá er eitthvað rotið í ríki Íslendinga, það er eitthvað sem almenningi er ekki kunnugt um. Hvað gæti það verið? Hvers vegna þessi áhugi núna?
Lánadrottnarnir, sem í þessu tilfelli eru ekki fátækar breskar húsmæður með Icesave heldur áhættufjárfestar og erlendar bankastofnanir, eru að sækja í verðmæti. Þeir eru ekki að sækja í fjármagn, það er alveg á hreinu. Í fyrsta lagi er það heimska að halda það að þeir muni taka yfir bankana á matsverði. Það verða afföll á verðmætinu, nokkuð klárlega. Þeir munu því fá bankana á einhverju mati sem gæti verið í besta falli um 50%. En eftir hverju er verið að slægjast. Það eru ekki feitir sjóðir í kjöllurunu, heldur er verið að sækja í veðin. Kaupþing sérstaklega, ásamt Glitni, eiga gífulegar eignir og veð erlendis. Þetta eru verðmæti sem hinir erlendu kröfuhafar munu sækja í og leysa til sín strax og þeim verða afhentir lyklarnir. Síðan munu þeir setja bankana á sölu til almennings (allt í nafni góðvildar og sameignar), en það sem verður boðið til sölu verða beinin ber. Þannig gerist það að öll verðmæti sem við eigum í gegnum þessa banka, sem í dag eru ríkiseign, munu hverfa úr okkar höndum, en okkur verður svo selt líkið. Það að halda því fram að þessi gjöf á bönkunum muni færa okkur erlendar fjármálastofnanir til viðskipta og aukinna farsældar fyrir almenning er bara bull sem byggir á rökhyggju heimskunnar. Þessar fjármálastofnanir eru ekkert áhugasamari um að koma hingað til viðskipta nú, frekar en áður. Það sem áhuginn liggur til, er að hirða verðmætin, ekkert annað. Fyrir þá sem ætla svo að koma með siðferðislegar varnir fyrir þessar erlendu fjármálastofnanir og benda á það að þetta séu ekki íslenskir útrásarbankar, þá langar mig að kasta til þeirra spurningunni, hvar haldiði að íslensku guttarnir hafi lært bisnessinn.
Þessi ríkistjórn er einhver sú brjálaðasta sem ég get hugsað til. Hún er alveg hreint ótrúleg. Við eigum í efnahagsstríði við Breta og Hollendinga (Bretar eru í yfirlýstu stríði við hryðjuverkamenn og þeir hafa skilgreint okkur sem hryðjuverkamenn með lögum, ekki flókinn rökfræði þar á ferðinni) og þeir beita fyrir sig ESB og IMF/AGS. Ríkisstjórnin gerir svo allt sem árásaraðilarnir krefjast, án þess að svara nokkuð fyrir sig. Þetta er svona eins og ef Quisling hefði verið varnarmálaráðherra Noregs 1940.
Ég hef bent á það hvað þarf að gera og ítreka enn fyrir lesendum að lesa bloggið mitt, en þar eru svörin sem allir eru að leita að. Auðvitað hljómar þetta svolítið eins og maður sé einhver besservisser, en þetta er bara svona. Í upphafi alls þessa rugls fór ég að leita lausna, ég nefnilega vinn þannig, í stað þess að falla í sjálfsásökun og hefndarleit. Eftir að vera búinn að líta til ýmissa hluta síðastliðið ár, þá hef ég lært ýmislegt sem hefur styrkt mig í þeirri trú að það sem ég legg fram sé í raun það sem við leitum eftir sem lausn á okkar málum.
Vandinn sem við horfum til í dag, liggur ekki í þeim afleiðingum sem við horfum á alla daga og ríkisstjórnin er allt of upptekin af. Orsökin sem við eigum að horfa til liggur í kerfinu sjálfu. Kerfið er þannig uppbyggt að við getum aldrei unnið og það mun alltaf með reglulegu millibili setja okkur á hausinn. Það er hins vegar með þetta eins og svo margt annað að lausnin liggur ekki í flóknum hlutum, heldur er einfaldleikinn það sem mun leysa okkur úr þessari ánauð.
Þetta er einfalt verk, en það krefst hugrekkis að framkvæma það. Þetta hugrekki er ekki til hjá núverandi stjórnmálamönnum og treysti ég ekki nokkrum flokki á Alþingi til þessa verks. Það þarf að koma til alveg nýtt framkvæmdavald sem ekki er bundið hagsmunafjötrum og því með getu til að takast á við verkefnið. Hins vegar þá verður þetta ekki gert nema almenningur rísi upp og standi saman í því að leiða þessa þjóð áfram til farsældar.
Ég skil vel að fólk skuli vera dofið fyrir öllum aðgerðum, en manni finnst stundum eins og maður sé staddur í rútu þar sem rútubílstjórinn er á fljúgandiferð fram af bjargbrún eins og læmingjaforingi og við hin fylgjum eftir eins og rollur á leið til slátrunar. Ég, eins og margir höfum verið að hrópa yfir hópinn í formi bloggskrifa, en það virðist sem farþegarnir séu ekkert að hlusta. Þeir eru bara í óða önn að stramma sig í sætin og velta fyrir sér hvernig þeir komi til með að geta lifað af fallið sem virðist óumflýjanlegt með þessa bílstjóra í framsætinu. Þessi sjálfhverfa hugsun er skiljanleg, fólkið er ekki að sjá lausnina og þegar svo allir bloggararnir eru hrópandi hver ofan í annan, þá hverfa allar góðar hugmyndir í hítina. Það þarf að stoppa rútuna, en það þarf að fá farþegana til þess. Aðgerðirnar verða að vera markvissari en hróp og köll og aðrar aðferðir þarf til. Hver stund sem ekkert er gert er glötuð stund til framkvæmda. Spurningin er bara hvernig á að fá almenning til að átta sig á því að það eru til lausnir, það þarf ekki að falla fram af hamrinum.
Íslendingar verða að taka upp nýja hugsun til framtíðar, hugsun sem byggir á jákvæðni og réttlæti til allra. Við verðum að sameinast í því sem þarf að gera og líta framhjá þeim sundrungum sem ýtt er að okkur, til þess eins að gæta hagsmuna fárra.
Íslendingar verða að rísa upp í verki, ekki bara orði.
Ríkið leggi til mun minna fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Jón.
Þú ert of skynsamur til að vera lesinn. Og greinilega ótengdur flokkaklíkum, því er rödd þín eins og hrópandans í eyðimörkinni.
Ég taldi að umræðan kæmist á vitrænt plan eftir mjög góða heimsókn Michael Hudsons til Íslands, þar kom virtur erlendur hagfræðingur sem varaði okkur við frekari skuldahít og við ættum að semja á meðan við hefðum eitthvað til að semja um, ekki láta hirða af okkur eigurnar upp í tilbúna skuldahít, og láta síðan sjálfstæðið á eftir.
Hudson hafði rétt fyrir sér, kannski ekki réttast, en út frá hans sjónarmiðum mátti móta aðgerðir sem hefðu hjálpað, í stað þess að leiða þjóðina fram af bjargbrún heimskunnar eins og núverandi stefna er að gera. En kallinn var of skynsamur, og var afgreiddur sem einhver sérvitringur (hann á fleiri tilvísanir á Google en allir íslenskir hagfræðingar samanlagt). Þá sá ég að hrópendur missa aðeins röddina þegar vit þeirra fyllast af sandi. Það er ekki eftirspurn eftir þeim.
Starf þeirra er köllun. Sem vonandi einhver sinnir og vonandi verður hlustað á, einhvern tímann. En sá tími er ekki núna.
Þú fellir til dæmis ekki ICEsave með rödd skynseminnar, þú fellir ófétið með því að skapa óeiningu og glundroða í hópi stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. Og það er aðeins hægt vegna þess að hluti stuðningsmanna hennar er í hjarta sínu á móti svona gjörningum vegna hugsjóna sinna og lífsskoðana, það þarf tilfinningarök til að kveikja í þeim, en vissulega færa þeim upp í hendurnar skynsemisrök til að réttlæta andstöðu sína.
Og það er til lítils að fella ICEsave, ef hægri menn síðan samþykkja vitleysuna ef þeir kæmust í stjórn. Það var hin raunverulega hætta málsins fram eftir öllu sumri, en núna er sú hætta að mestu úr sögunni. Kannski þar hefur rödd skynseminnar sigrað, því fólk vill oft hlusta þegar flokkstryggðin bannar því ekki hlustunina.
Þannig að kannski hefur þú ekki hrópað til einskis í rútunni, bílstjóraskipti liggja í loftinu. Og svo má ekki gleyma því að nokkra áratuga fresti þá er líka hlustað, kannski er sú stund nær en okkur grunar.
Þess vegna máttu ekki gefast upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 10:39
Það er orð að sönnu, að þjóðin verður að rísa upp aftur og gera sér grein fyrir því, að lög sett af mönnum má afnema og setja ný.
Grundvöllur sjálfsbjargar liggur í því, að menn sjái eitthvað eftir stritið.
Nú þer því svo háttað, að bara á mínu æviskeiði, (fæddur 1951) hefur í tvígang verið tekið allt eigið fé af skuldurum sem höfðu barist við að eignast hlut í sínum íbúðum. Fysrt vorum við að greiða barreikninga vinstri Skuttogara fyllerísins og nú Bankafyllirísins og útrásar.
Verðtrygginguna verður að afnema svo óprúttnir menn í formi lánadrottna, geti ekki spilað á gegni og vísitölur allt til að stækka hjá sér efnahagsreikninginn.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 13.10.2009 kl. 11:10
Þakka ykkur innlitið Ómar og Bjarni. Ég er sammála þér Ómar, við höfum verið að henda út mikið af góðum hugmyndum, en hugmyndir Michaels Hudson eru hluti af þeim pakka, en hugmyndirnar sem ég hef verið að setja fram eru á svipuðum nótum og hjá honum og byggja í raun á sambærilegri hugmyndafræði. Ég er líka sammála þér að maður má ekki gefast upp, hins vegar veltir maður því fyrir sér hvaða aðferðafræði á að nota til að koma breytingunum í gegn. Ég hef reynt að lifa með ákveðinni lífsspeki sem leitast við að sjá lausnir en ekki dvelja í myrkviðum neikvæðninnar, hef reyndar haldið út vef um hugmyndirnar og kem til með að vinna meira með hann í framtíðinni. Við þurfum að fara í gegnum miklar breytingar, ekki síst gagnvart okkur sjálfum, eins og gagnvart umhverfinu. Við verðum að átta okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Ekki það að ég ætli í djúpar pælingar hérna í kommentinu núna, en breytingar þurfa að koma til.
Ég nefnilega trúi því að það sé hægt að skapa hér á Íslandi þjóðfélag sem yrði fyrirmynd annarra. Þjóðfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum verkefnum, en er ekki fast í sjálfhverfri hugsun sem leiðir aðeins til sundrungar og vesældar, eins og við erum svolítið að upplifa núna. Til þess að við getum orðið sátt við okkur sjálf, þá þurfum við að fara að gera hlutina á okkar forsendum, ekki alltaf vera að elltast við einhverjar kröfur sem við höldum að aðrir séu að gera okkur.
Bjarni hittir naglan á höfuðið þegar hann segir að lög sett af mönnum megi afnema. Lög samfélagsins hljóta alltaf að eiga þann tilgang að vera samfélaginu til hagsbóta, ekki öfugt. Nú þarf að afnema þau lög sem sett hafa verið samfélaginu til óleiks og koma í veg fyrir að önnur slík verði sett.
Almenningur á rétt á því að eignir hans verði ekki teknar af honum með reglulegu millibili eins og Bjarni bendir réttilega á. Almenniningur verður hins vegar að átta sig á því að valdið til breytinganna liggur hjá honum. Hann hefur aldrei afsalað sér því valdi og það er aldrei hægt að taka það af honum.
Jón Lárusson, 13.10.2009 kl. 11:45
Blessaður Jón,
takk fyrir vefinn og mikið sammála þér um vonina um betri heim. Sjálfur hef ég fært rök fyrir því í einhverjum næturinnslögum mínum þegar ég spjalla við bloggvin minn Arinbjörn, sem kemur mér oft á flug, að við sem samfélag, eigum ekki annan valkost en að vinna saman að betri og sjálfbærari heim.
Og siðlegri heim, í þeirri merkingu að spáum aðeins í gjörðir okkar gagnvart öðrum, þó í fjarlægum löndum búa, því eins og mætur meistari sagði einu sinni, að menn ættu ekki að gera öðrum annað en það sem þeir vildu að þeim sjálfum væri gert, þá má líka spinna aðeins útfrá því og benda á að menn eiga líka að gera það sem þeir vildu að aðrir gerðu, viljir þú til dæmis miskunn, þá sýnir þú miskunn. Út frá þessari hugmyndafræði hef ég spunnið uppgjörsaðferð í anda Tutu og Mandela handa Hrunamönnum, og fært fyrir henni bæði siðleg, praktísk og skynsemisrök. Og hingað til hef ég ekki fundið neinn í Andstöðunni sem hefur viljað fresta því að reisa gálgana og hlusta eitt lítið augnablik.
Eins notaði ég þessa hugmyndafræði í bloggbálkinum mínum "Guð Blessi Ísland", þar sem ég sagði að við ættum sem þjóð að setja okkur það markmið að enginn myndi farast vegna þessarar kreppu. Fólk ætti að halda húsum sínum og heimilum, og atvinnu meðan hægt væri. Því við lentum öll í þessu, og ef tekjurnar dragast saman um 20% hjá þjóðarbúinu, þá eigum við öll að draga saman um 20%, ekki láta suma þjást meira en aðra út af atvinnumissi.
Praktíkin er er svo önnur en ef þú átt þér ekki lífssýn, þá ertu ekki hæfur að takast á við vandann. Og sú lífssýn að telja okkur eina stóra fjölskyldu sem tekst sameignlega á við erfiðleikana, það er hún sem skilar okkur mestum árangri. Fæstum harmleikjum, og minnstri tekjuskerðingunni.
En eins og þú bendir réttilega á, þá er ekki eftirspurn eftir slíku. En það er ekki það sama að maður hafi rangt fyrir sér fyrir það. Og örugglega hafa margir réttara fyrir sér, en það er þá í praktíkinni, því aðeins hinn siðaði maður mun bjargast úr komandi ólgusjó sem við blasir ef ekkert verðu að gert. Gamla sérhyggjan er gjaldþrota, og hún mun eyða öllu nema mannkynið spyrni við fótum og tekur næsta skref í siðmenningunni, ekki minna en það skref að hætta að borða hvort annað, og það er að sjá skynsemina í að tortíma ekki sjálfu sér.
Þetta rak mig að tölvunni upphaflega, en svo tók ICEsave við. Það voru alltof margir sem skyldu ekki að Nei, þýðir nei. Og sjálfstæð þjóð borgar ekki ólöglegar fjárkröfur, og hún borgar ekki siðlausar fjárkröfur. En í vetur var umræðan öll út og suður þar sem flestir ræddu um gálga, Davíð og Seðlabankann, og svo íhaldið og vonsku þess. Á meðan var reistur gálgi til að hengja þjóðina upp í, öðrum smáþjóðum til viðvörunar. Og Davíð history, og íhaldið í stjórnarandstöðu.
En núna er ögurstund ICEsave og mínu hlutverki lokið. En mig langar að byrja aftur og þá dálítið eftir minni sérvisku sem ég hef alltaf passað upp á í ólgurótinu sem hér hefur grasserað. Ég finn samhljóman í mörgu að því sem þú skrifar, og kannski liggja spjallleiðir okkar saman í framtíðinni.
Og það sem skiptir máli, skiptir alltaf máli.
Gangi þér vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 14:17
Margir góðir punktar í þessari færslu.
Angi af þessum vanda sem þú nefnir (að vera svo uppteknir af afleiðingum að það gleymist að horfa til framtíðar) er hvernig menn umgangast fasteignalánin. Auðvitað þarf að leiðrétta mál þeirra sem eru saklaus fórnarlömb forsendubrestsins, en það þarf líka að hugsa til framtíðar. Nýjar hugmyndir sem koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Menn bölsótast yfir verðtryggingu og ríkisstjórnin veigrar sér við því að hækka óbeina skatta af því að þeir "fara beint út í verðlagið og hækka vísitöluna". Í staðinn koma beinir skattar og mikill niðurskurður. Fyrsta skrefið ætti að vera að hætta að verðtryggja lán til fjárfestingar með vísitölu sem mælir neyslu. Taka upp vísitölu húsnæðiskostnaðar og búa svo um hnútana að allir verði að sýna af sér ábyrgð; lánveitendur, lántakendur og fasteignasalar. Óverðtryggð lán með breytilegum nafnvöxtum standi svo líka til boða.
Þessi redding frá 1979, Ólafslögin, er orðin okkur að fótakefli. Það þarf ekki mikið til að laga það ef vilji og kjarkur er til staðar.
Haraldur Hansson, 13.10.2009 kl. 18:10
Sæll Haraldur, Ólafslögin frá '79 voru í raun dauðadæmd strax í upphafi. Það er nefnilega ekki hægt að ýta undir sparnað í kerfi sem leitast við að auka skuldsetningu. Það er nefnilega þannig að ef allir hefðu "lært rétt" af Ólafslögunum og byrjað að spara í stað þess að skuldsetja sig, þá hefði fylgt gríðulegt samdráttarsekið í kjölfarið.
Ég hef bent á það hvað þarf að gera til að bæta núverandi vanda þeirra sem eru að fara yfirum vegna ástandsins. Það þarf bara að færa vísitöluna aftur til þess sem hún var í kringum febrúar/mars 2008 og svo frysta hana þar. Við stöndum frammi fyrir því að hækkanir eru ekki síður verk ríkisstjórnarinnar, en annarra "ytri þátta". Það að ríkisstjórnin skuli hafa skuldsett almenning svona upp fyrir skorstein er náttúrulega alveg út í hött og ótrúlegt að slík ríkisstjórn skuli enn sitja. Vístala býr til hækkanir eins og við þekkum af hlutabréfamörkuðum. Hækanirnar eru á pappír, ekki í raungildi. Það er því auðvelt að lækka þetta með því að breyta vísitölunni, það mun ekki kosta neinn neitt. Pappírsgróði er eins og pappírstap, ekki raunverulegt.
Við verðum að hætta að horfa til peninganna eins og við gerum í dag og fara að horfa til þess sem þeir raunverulega eru, skiptimiðar fyrir verðmæti. Við getum gleymt peningunum, en við megum ekki gleyma verðmætunum og hvar þau liggja.
Ólafur, þú hefur með þessum skrifum þínum hér í athugasemdakerfinu, staðfest það sem ég í raun vissi. Það eru engar tilviljanir. Ég var farin að halda að það væri varal nokkur maður þarna úti sem virkilega vildi sjá breytingar sem virkilega skipta máli. Sú breyting hugarfarsins sem er nauðsynleg og þú kemur inná, er það sem ég hef verið að benda á nú í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar verið erfitt að ná til fólks þar sem það hefur einhvern vegin tapað allri trú. Þá er ég ekki að líta til færri einstaklinga í kirkjum landsins, því sú trú er ekki það sem skiptir mestu máli, þó hún skipti vissulega marga miklu máli. Heldur er ég að tala um trúnna á sig sjálfan, þá trú sem allir verða að hafa til þess að geta þroskast og sótt til framfara.
Það er nauðsynlegt að byggja upp þessa trú þar sem hún er það eina sem getur fært okkur fram á við. Við þurfum að horfa til þess sem við erum, samfélag einstaklinga sem aldrei verður sterkara en veikasti hlekkurinn. 2007 sýndi okkur hvernig hin sjálfhverfa hugsun leiðir til eyðingar samfélagsins. Við verðum að líta til þess að við erum öll hluti af þessu samfélagi og að við verðum að byggja upp sérhvern einstakling svo samfélagið geti orðið sterkt. Við erum í þessu saman, þó sumum þyki erfitt að sætta sig við það.
Ég trúi því að Íslendingar geti orðið fremstir meðal þjóða þegar kemur að lífsgæðum og almennri velmegun. Hins vegar veltir maður því fyrir sér afhverju við þurfum að vera bestir í hinu og þessu. Af hverju er alltaf þessi pressa að sýna sig betri en aðrir, alltaf þetta kapphlaup. Ég vil í raun hætta að horfa á alla þessa tölfræði, númer x í lífsgæðum, y í fjölda bifreiða á mann og t í fjölda hjólabretta á barn, eða hvað nú allar þessar tölfræðikannanir eru að kanna. Af hverju að horfa til þess hvar við stöndum í samanburði við aðra. Er ekki réttara að horfa til okkar sjálfra og hugsa fyrir alvöru um það hvað við viljum fyrir okkur sjálf, á okkar eigin forsendum. Okkur mun farnast lang best með því hugarfarinu að við séum að vinna að okkar hag á okkar eigin forsendum. Þannig náum við bestum árangri og munum sjálfkrafa verða framarlega á þeim sviðum sem við komum að. Það skiptir ekki máli hvar við erum í röðinni, svo lengi sem við erum sátt við það hvað við höfum. Það eitt skiptir máli.
Jón Lárusson, 13.10.2009 kl. 20:34
Í mars febrúar síðastliðin sagði þáverandi formaður skilanefndar Landsbankans að 75 milljarðar myndu falla á ríkið vegna fall Landsbankans svo ekki eru fréttirnar neitt nýjar
Maður bara skilur ekki hvað þessi blessaða ríkisstjórn er sein til verka . Allt er að gerast á næstu vikum og missurum.
Vanhæf ríkisstjórn
Ingvar
Ingvar, 13.10.2009 kl. 23:14
Sammála Jón.
En ég heiti reyndar Ómar.
Og gott gengi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.10.2009 kl. 11:28
Afsakaður misritunina Ómar, en mér lágu Ólafslög augljóslega of ofarlega í huga
Jón Lárusson, 14.10.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.