Framtíðarsýn

Það er í einhverri kaldhæðni tungumálsins, að það skuli vera sama orð fyrir þrælabindingu skuldarans og góðrar lukku. Það liggur í því að lán er ekki endilega lán, heldur ólán.

Íslensk framtíð liggur ekki í lánum, heldur liggur hún í verðmætasköpun samfélagsins. Þar liggur lánið, svo að segja. Þjóðin stendur á krossgötum og það þarf að taka ákvörðun um það hvert á að stefna. Stærsti vandinn við þetta er sú staðreynd að ríkistjórnina og reyndar alla á þingi, skortir sýn á það hvert skal stefna. Það er þó annað sem vantar og skiptir meiru um það, en það er hugrekkið til að taka ákvörðun um það hvert skal stefnt. Það skortir sýn og hugrekki.

Það sem Íslendinga vantar er einstaklingur sem stendur upp og segir, hingað eigum við að fara og leggja svo af stað. Í rauninni er þetta ekki flókið, það þarf bara hugrekkið til þess og það er það grátlega við þetta allt saman, við stöndum uppi með huglausa ráðamenn. Þeir standa eins og sauðir án forystu og líta til slátrarans um leiðbeiningar. Þetta ástand minnir mig óþægilega á réttir, þegar smalað er inn í almenning, en sú ferð endar bara á einum stað.

Rollurnar eiga lítið val þar sem þær eru innigirtar og ekki með mikla rökhugsun. Við eigum hins vegar að heita verur með rökhugsun og því ber okkur að standa upp og mótmæla smöluninni. Við eigum að vita hvaða afleiðingar fylgja því að rollast inn í almenning.

Ég sé fyrir mér Ísland sem býr við hagsæld. Hagsæld sem ekki leiðir af sér skuldsetningu eins og núverandi kerfi og það kerfi sem "vinir" okkar vilja festa okkur í. Heldur hagsæld sem leiðir af sér aukna eign með aukinni hagsæld.

Lausnin er til staðar. Við eigum að standa upp og framkvæma það sem þarf. Við höfum hugrekkið, við þurfum bara að fara að nota það.


mbl.is Neikvæðar horfur Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband