Synt á móti strauminum

Það er ótrúlegt hvernig ríkistjórnin hefur gert allt vitlaust undanfarið. Það er dælt fjármagni í bankana svo þeir geti "hjálpað" almenningi og fyrirtækjum. Menn virðast hins vegar ekki átta sig á því að bankarnir geta ekki "hjálpað" neinum ef vandinn er yfirskuldsetning. Það er nefnilega þannig að bankarnir geta ekkert gert nema lánað pening og þegar vandinn er skuldsetning, þá er ekki verið að "hjálpa" neinum. Einu "lausnirnar" sem bankarnir hafa boðið uppá er frestun afborgana og lengin lánstíma. Þetta hjálpar ekki neitt, heldur frestar bara vandanum, en hvað bankan áhrærir, þá er þetta fyrirtaks "lausn" því hún felur í sér að þeir fá allt sitt til baka og meira til þar sem vaxtatekjur aukast með lengri greiðslutíma. Niðurfellingar skulda eru í raun eina leiðin til að hjálpa, en slíkar lausnir hafa stoppað hjá fyrirtækjum.

Það eina sem kemur til með að leysa ástandið í þjóðfélaginu er að sjá til þess að almenningur geti farið að nota launin sín í eitthvað annað en skatta og skuldagreiðslur. Við það fer fjármagnið að streyma til fyrirtækjanna, sem geta stækkað við sig og ráðið fólk. Fjármagnið kemur alltaf til með að enda í bönkunum og þá hafa þeir fengið "innspýtinguna" sem þeir þurfa, en á eðlilegum forsendum.

Það er nefnilega þannig að eðlilegt flæði fjármagnsins er frá einstaklingu til fyrirtækja til banka, en ekki frá banka til fyrirtækja og þaðan til einstaklinga. Svo lengi sem ríkistjórnin skilur þetta ekki, þá mun hún ekki vera neitt annað en hluti af vandanum.


mbl.is Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hafa vinstrimenn aldrei skilið og munu aldrei skilja

þvi í þeirra augum er fjármagn eitthvað sem vekur öfund og adúð, jafnvel hatur.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Akkúrat. Þetta er ótrúlega erfitt að skilja fyrir þessa stjórn. Hagfræði 101 er greinilega ekki þeirra uppáhald.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 5.9.2009 kl. 08:32

3 Smámynd: Jón Lárusson

Vandamálið er að stjórnmálamenn og reyndar flestir, eru ekki að skilja tilgang fjármagnsins. Það er búið að búa til einhverja mystik í kringum þetta og meðan svo er, þá er ekki hægt að ætlast til þess að einhver geri nokkuð af viti.

Adda, Hagfræði 101 er hluti af vandanum. Það er nefnilega þar sem fólk lærir vitleysuna. Það sem verið er að gera núna er nákvæmlega eftir handriti þeirrar hagfræðihugmyndafræði sem vinsælust er. Hagfræðin er, andstætt því sem margir halda, ekki stærðfræði fag í sjálfu sér. Auðvitað eru allar upplýsingar um hagkerfið í töluformi, þjóðarframleiðsla, verg þetta og verg hitt. Hins vegar er hagkerfið ekki tölfræðilegt, heldur huglægt. Það sem stýrir hagkerfinu eru ekki tölur, heldur geðsveiflur einstaklinga og reyna að setja það í formúlur er bara út í hött. Þess vegna er allur þessi heilagleiki í kringum hagfræðina. Hann er til þess að fólk sjái ekki að keisarinn valsar um á náttúrurklæðunum.

Jón Lárusson, 7.9.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Vissulega var það sem fór aflaga í vestrænum heimi mikið til komið vegna þeirrar trúar hagfræðinga að til væri hinn fullkomni markaður. Fullkomni markaðurinn er hins vegar ekki til og verður aldrei því mennirnir eru ekki fullkomnir né hafa þeir fullkomnar markaðsupplýsingar. Mér finnst þessi ríkisstjórn engan vegin fara eftir hagfræði 101, þeir gera sér enga grein fyrir því hversu mikilvægt er að velta haldi áfram, að flæði peninga verði ótruflað til þess að nýting fjármagns verði sem bestur. Þvert á móti er allt sem þeir gera á þann veg að bremsa og hægja á. Bara er hugsað um niðurskurð og auknar skattalegar byrgðar en ekkert um að auka tekjur. Tökum sem dæmi heilbrigðiskerfið. Það er bara stimplað sem kostnaður sem verði að lækka en ekki horft á möguleika hans til sköpunar tekna sem eru miklar í þessu árferði. Akkúrat nú þegar hið opinbera þarf að draga saman og hætta er á að tapa miklum mannauði úr landi. Mannauði sem má ekki selja öðrum en ríkinu þjónustu sem það er að draga saman innkaup á.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.9.2009 kl. 10:00

5 Smámynd: Jón Lárusson

Vandamálið liggur í því að fólk horfir til gamla kerfisins í leit að lausnum, þegar gamla kerfið er í raun orsökin að vandanum. Lausnin liggur í nýrri hugsun og hana verður að taka upp sem fyrst. Hagfræðin eins og hún er keyrð í dag, er ekki að fara með okkur rétta leið og er aðeins hugsuð sem rökfræði fyrir núverandi kerfi sem leiðir til þess að allur hagvöxtur í samfélaginu kemur til almennings í formi skuldar en ekki eignar.

Jón Lárusson, 7.9.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband