Þetta hefði ekki átt að koma á óvart

Þetta ætti ekki að koma á óvart, enda er ESB ekki sveigjanlegt batterý, heldur gildir þar reglan um að allt skuli staðlað. Auðvitað erum við ekki að fá flýtimeðferð, en hins vegar er ljóst að við uppfyllum fjöldann allan af skilyrðum og þurfum því ekki að bíða þann tíma sem tekur okkur að breyta þjóðfélaginu. En sérmeðferð verður engin og því síður undantekningar frá ríkjandi reglum. Það hefur verið logið að þjóðinni til að koma þessu ferli í gang, allt tal um sérmeðferð er bull.

Meðferðin okkar núna er ekki ósvipuð meðferðinni sem Fídji búar fengu á 19. öldinni. Þeir féllu úr því að vera þjóðfélag hagsældar í að lifa við örbirgð og aumingjaskap í framhaldinu. Þeir einu sem græddu voru Englendingar og nokkrir bankamenn!!! Kannast einhver við þetta.

Enn og aftur vil ég benda á orð Bismark þegar hann sagði ríki ekki eiga vini heldur hagsmuni. Við verðum að átta okkur á því að hagsmunir okkar hafa stundum legið með þessum þjóðum, en oft er það nú svo að okkar hagsmunir eru þvert á þeirra. Ætlum við að festa okkur inni í netinu hjá þeim og geta aldrei varið okkar hagsmuni sökum smæðar innan kerfisins, eða standa fyrir utan og geta valið okkur félaga með breittum hagsmunum.

Sem ríki verðum við að búa við sveigjanleika. Innan ESB hverfur þessi sveigjanleiki.


mbl.is Ísland fær enga sérmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband