Heimskra manna ráð

Ekki veit ég hvaðan ríkistjórnin fær ráð, en að mínu mati þá eru það heimskra manna ráð. Verið er að gefa bankana til aðila sem ekki munu hafa neitt annað að leiðarljósi en gróða og eignarupptöku. Vinna með smáfólki mun ekki sitja ofarlega á lista þeirra.

Þjóðfélagið þarf að vinna úr ýmsum hlutum. Þeir eru flestir tilkomnir vegna skuldsetningar sem ekki er hægt að standa undir í dag. Hvað gerir þá ríkistjórnin? Fyrst segist hún þurfa að byggja upp bankana svo hægt sé að koma atvinnulífinu á stað og bjarga almenningi. En hvernig geta bankarnir "bjargað" fyrirtækjum og almenningi. Einfallt, eins og alltaf, með aukinni skuldsetningu.

Það er nefnilega þannig að leið ríkistjórnarinnar til "bjargar" í krafti bankanna, leiðir bara af sér aukna skuldsetningu og það er ekki leið. Við verðum að horfa út fyrir gamla kassan og finna nýja leið. Þjóðfélagið þarf ekki lausnir sem byggja á aukinni skuldsetningu, er ríkistjórnin ekki að átta sig á því.

Vandinn í dag liggur í kerfinu, ekki skuldunum sem slíkum. Því verðum við að breyta kerfinu og þá mun hitt lagast í kjölfarið. Höggvum að rótunum, en látum afleiðingarnar ekki villa okkur sýn. Lausnin sem við þurfum að taka upp hefur verið kynnt hér á blogginu mínu og ráðlegg ég öllum að lesa fyrri færslur (fjórar færslur) sem ég kalla nýtt Ísland.

Rísum upp og byggjum betra Ísland, almenningur á rétt á því.


mbl.is Þingmenn framsóknar áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það hlutverk ríkisins að bjarga þeim sem eru í vandræðum vegna ofmikillar skuldsetningar? "Ríkið" er nefnilega ekki einhver óljós aðili í þessu tilviki, heldur skattgreiðendur -- þ.e. meirihlutinn sem á fyrir sínum skuldum. Þannig að þegar verið er að segja að ríkið eigi að bjarga ofskuldsettu fólki, er raunverulega verið að segja að þeir sem geta greitt skuldir sínar eigi líka að greiða fyrir hina. Sé ekki alveg réttlætið í því. Það er eðlilegt og í samræmi við reglur velferðarkerfisins að þeim er rétt hjálparhönd sem misst hafa vinnu eða búa við örorku, en þeir sem geta ekki greitt skuldir sínar, þótt þeir séu með vinnu, eru gjaldþrota, svo talað sé mannamál.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Gunnar, hvað ertu gamall? Langar bara að vita hvort þú sért líka orðinn elliær, eða lætur þér duga að láta heimskuna ráða hugsunum þínum. 

Arnmundur Kristinn Jónasson, 21.7.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Jón Lárusson

Er eðlilegt að nýtt fjármagn sem þarf í þjóðfélagið sé "úthlutað" af bönkunum í formi skulda með vöxtum, eða er eðlilegra að ríkið skapi fjármagnið og deili því jafnt út. Það er ekki spurningin um að taka frá einum til að gefa öðrum. Til dæmis ef við færum vísitöluna aftur og lækkum þar með höfuðstól allra verðtryggðra lána, fá hverjum er verið að taka hvað. Hvaðan fengu bankarnir peninginn upphaflega?

Jón Lárusson, 21.7.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband