Og eru menn hissa?

Ef núverandi ríkistjórn nær fram markmiðum sínum, þá verðum við þjóð sem þarf að greiða meira í vexti, af einhverju láni sem við tókum aldrei, en sem nemur þeim umfram gjaldeyri sem við höfum hingað til haft til ráðstöfunar. Svo eru "lánadrottnarnir" með eignarupptöku ákvæði (sem þeir gera svo sem ekki ráð fyrir að nýta sér, nokkuð sem við höfum nú heyrt áður þegar bankar taka eignir að veði) ef við gætum ekki borgað. Svo til að kóróna vitleysuna, þá er keyrt á fullu inn í bandalag sem hefur það að markmiði að verða ríkjasamband í anda BNA. Þannig að við komum til með að "skulda" tveimur aðilum innan ríkjasabandsins alla okkar framleiðslu og vera svo undir stjórn bjúrokrata sem taka málstað stóru aðilanna, en við erum ekki einn þeirra.

Þetta er ósköp augljós framtíðarmynd sem ríkistjórnin er að teikna og því skiljanlegt að fólk vilji út. Þetta gerir svo ástandið enn verra hér heima þar sem það verða sífellt færri sem þurfa að bera klafann.

Það er ekki spurning að það þarf að hafna ESB og Icesave frumvörpunum, þjóðinni til heilla. Það að blanda kosningunum um þessi mál saman við einhverjar væntingar um fall ríkistjórnarinnar er mjög óábyrgt tal og engöngu til þess fallið að þingmenn innan ríkistjórnarflokkanna, sem hafa þá sannfæringu að fella frumvörpin, samþykki þau til að bjarga ríkistjórninni. Þetta eru þannig mál að það verður að kjósa um þau út frá framtíðarmöguleikum þjóðarinnar, ekki einhverjum væntingum um stjórnarslit eða áframhaldandi setu.

Íslendingar búa yfir auðlindum sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Að ganga að þessum samningum, mun útiloka okkur frá því að njóta arðs af þeim, þær verða ekki okkar. Gefum okkur að það finnist ekki olía á landsvæðum sem við höfum til umráða, heldur lítum til þess sem við þegar höfum. Við erum með fiskimið sem enn er að gefa okkur afla og t.d. Bretar og Spánverjar hafa litið til. Svo erum við með orku sem hægt er að framleiða ódýrt og með aukinni tækni verður sífellt auðveldara að flytja hana yfir til Evrópu. Svo er það drykkjarvatnið, en nú þegar er farið að bera á miklum skorti á vatni í Evrópu og sá skortur mun aukast töluvert í framtíðinni.

Þá er spurningin þessi. Ætlum við að afsala okkur framtíð okkar, eða ætlum við að halda haus og selja svo ESB fisk, orku og vatn á verði sem við ákveðum. Ekki láta glepjast af hótunum, við eigum möguleika á framtíð sem er önnur en að verða hráefnanýlenda í stíl við Svalbarða. Það að ríkistjórnin sjái ekki aðra lausn, plan B, þýðir ekki að lausnin sé ekki til staðar. Það er nefnilega svo að okkur hættir til að yfirsjást einföldustu lausnirnar þar sem við trúum því ekki að þær gætu komið að gagni.


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband