Tími komin fyrir nýja hugsun

Heildartekjur hins opinbera, sem námu 152,7 milljörðum króna á 1. ársfjórðungi 2009 samanborið við 164,4 milljarða króna á sama tíma 2008, lækkuðu um ríflega 7% milli ára. Þessi mikla tekjulækkun skýrist fyrst og fremst af verulega minni tekjum af vöru- og þjónustusköttum, en tekjuskattar skiluðu hins vegar svipaðri fjárhæð í krónum talið milli ára

Það ætti ekki að koma á óvart að tekjur ríkissins af neyslusköttum og gjöldum hafi dregist saman. Það er líka eðlilegt að tekjurnar séu enn þá svipaðar þegar litið er til tekjuskatts. Hins vegar má búast við því að tekjur vegna tekjuskatts komi til með að minnka þar sem ríkið er að ætlast til þess að fólk lækki við sig laun, svo ekki sé minnst á þá sem eru hreinlega að missa launin sína alfarið. Auðvitað kemur skattahækkun til að laga það eitthvað, en á móti kemur að tekjur vegna neysluskatta og gjalda mun dragast enn frekar saman með minnkandi ráðstöfunartekjum einstaklinga. Þessi vinnubrögð geta bara farið á einn veg. Það er nefnilega þannig að þegar skrúfað er fyrir súrefni til einstaklinga, þá endar það bara með því að þeir deyja.

Það er kominn tími á nýja hugsun hins opinbera þegar kemur að ráðstöfun fjármagns, framleiðslu þess og nýtingu. Eini tilgangur fjármagns er að auðvelda eignatilfærslu á verðmætum. Til þess að það geti gengið þá þarf að vera til fjármagn sem samsvarar þeim verðmætum sem eru til staðar í þjóðfélaginu. Það eru til verðmæti, en fjármagnið vantar. Það er því hlutverk ríkisins að sjá til þess að þetta fjármagn komist til einstaklinganna í landinu svo hægt sé að skiptast á þeim verðmætum sem til staðar eru. Þá mun þjóðfélagið fara að taka við sér og þetta efnahagsástand leysast.

Þetta er ekki flókið og tekur ekki langan tíma. Það þarf bara að hefja verkið.


mbl.is Mikill halli á rekstri hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband