Ekki séð fyrir endann erlendis

Það hefur lengi verið skoðun mín að Evrópa og Bandaríkin væru ekki búin að taka út botninn í efnahagsmálum. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur verið gífurlegu fjármagni dælt inn í bankakerfið, án þess að þeir fjármunir hafi leitað út á markaðinn og auðveldað fyrirtækjum fjármögnun. Peningarnir hafa einkum farið í að fylla upp í tap þessara fyrirtækja og greiða laun til stjórnenda. Nær hefði verið að láta peningana renna til einstaklinga, sem kæmu þeim svo beint út í hagkerfið.

Íslendingar hafa verið illa leiknir af ástandinu, það hefur skollið hvað harðast á okkur þegar litið er til nágranna okkar. Hins vegar tel ég að ekki séu öll kurl komin til grafar og sé Bretland sérstaklega viðkvæmt fyrir, en þeir gætu hugsanlega komist nálægt okkur á næstu vikum og mánuðum. Einnig eru ríki eurosævðisins mjög illa stödd mörg hver og er ég þá ekki að tala um Írland og Spán, heldur hin stóru svo sem Frakkland og Ítalíu. Vandamál þessara ríkja allra er mjög sterkt euro sem dregið hefur úr útflutningi og gríðarleg skuldasöfnun undanfarna áratugi.

Það sem kemur okkur hins vegar til góða er að við erum mun minna hagkerfi og höfum alla möguleika á að vinna okkur úr þessu ástandi mög fljótlega, þar sem minni hagkerfi eru alla jafna mun svegjanlegri en þau stóru. Einnig eru Íslendingar þannig gerðir að þeir eru mjög fljótir að taka sig til og ganga í verkin sem þarf að vinna. Við höfum því möguleika á að ná okkur út úr þessu, svo lengi sem þingmenn okkar hætta að hafa áhyggjur af bindisnotkun og öðru smávægilegu. Þeir þurfa að fara að sinna því sem öllu skiptir, að bjarga fólkinu í landinu. Ætli þeir að halda áfram á braut annarra vestrænna þjóða, að bjarga bönkunum, þá kemur ekki til bata hér í þjóðfélaginu á næstunni.


mbl.is Vanmat á vanda veldur skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband