"Stóru" málin enn í forgangi sé ég

Mér væri svo sem alveg sama þó gos yrði skattlagt, enda búinn að vera að draga úr drykkjunni núna undanfarið. Hins vegar tókst mér það án þess að einhver hækkunarpakki væri í gangi.

Það sem menn verða að gæta að, er að núna þarf að gæta að öllu sem hækkað getur vöruverð og þar af leiðandi verðbólgu og verðbætur lána. Ef skattleggja á sykur, þá verður Ögmundur að átta sig á því að sykur er stór hluti af fjöldanum öllum af matvörum, svo sem mjólkurvörum og tilbúnum réttum. Smá skattahækkun á sykur gæti því haft veruleg áhrif á aðra þætti sem kannski virka ekki nálægir svona í fljótu bragði.

Varðandi lýðheilsu, þá held ég að meira skipti góður áróður gegn drykkjunni heldur en hækkandi verðlag. Ofurskattar á áfengi er gott dæmi um það að háar álögur minnka ekki sérstaklega drykkjuna. Reykingar á hinn bóginn sýna vel hvað áróður getur skipt miklu máli í því að breyta um hegðunarmynstur fólks.

Svo er það annað, drykkir eins og appelsínusafi eru líka hættulegir tönnunum og kemur þar til annað en sykurinn. Þess utan er sykur stórt hráefni í appelsínudrykkjum líka.

Það er að mörgu að gæta varðandi svona hækkanir og verður að stíga varlega niður. Hins vegar hélt ég að það væru önnur og viðameiri mál sem lægju fyrir?


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband