Gengi krónunnar að ná jafnvægi

Í kjölfar októberkrísunnar myndaðist verulegur munur á gengi krónunnar þar sem t.d. euro var nær 300 krónum á meðan hér heima var hún sett í um 160. Nú er farið að draga saman með þessum skráningum og því að komast á jafnvægi á milli krónunnar og erlendra gjaldmiðla.

Þetta jafnvægi er nauðsynlegt til þess að krónan geti farið að styrkjast, en hún mun gera það. Það sem mun spila sterkt inn í þetta er fyrirsjáanleg veiking annarra mynta eins og til dæmis euro. Sumir hluti þurfa að fá sinn tíma til að jafna sig. Krónan er einn þessara hluta, en hún mun jafna sig og ég geri mér vonir um að það verði fyrr en síðar. Ég geri ráð fyrir að í lok sumars verði komið jafnvægi á og styrking krónunnar hafin, svo fremi sem ríkistjórnin klúðri þessu ekki. Því fyrr sem þetta jafnvægi kemur, því fyrr fer krónan að styrkja sig. Hins vegar verðum við að leyfa þessu ferli að hafa sinn gang, því allar þvínganir koma til með að veikja það.

Ástandið á Íslandi er slæmt, en það er ekki svo slæmt að við getum ekki bætt það. Það tekur tíma og vinnu, en við getum komið okkur á lygnari sjó. Við þurfum bara að vinna markvisst að því. Núna er tíminn til að vinna verkið, ekki á morgun eða hinn. Því fyrr sem við förum að vinna að alvöru málum, því fyrr getum við slakað á. Við höfum kraftinn, getuna og segluna, við þurfum bara að endurvekja trúnna á okkur sjálf og hefja verkið.


mbl.is Krónan styrkist mikið í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband