1.5.2009 | 17:24
Erfitt sem ætti að vera auðvelt
Miðað við að þessir flokkar hafa verið í stjórn einhverja 80 daga og helstu verkefnin framundan eru þau sömu og hafa verið síðan þeir tóku við, þá ætti þetta ekki að taka langan tíma. Nema það standi á einhverju stóru. VG og Samfylkingin voru einu flokkarnir með afgerandi afstöðu til ESB aðildar og því áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út. Þetta verður ekki leyst nema annar flokkurinn svíki kjósendur sína.
Ég heyrði áhugaverða pælingu fyrir kosningar. VG gefur eftir ESB andstöðuna og Samfylkingin Forsætisráðuneytið. Steingrímur J. forsætisráðherra í ríkistjórn sem hefur aðildaviðræður við ESB. Hvað myndu kjósendur VG segja um afsalið á ESB andstöðunni og hvað myndu þeir kjósendur Samfylkingarinnar sem kusu "heilaga Jóhönnu" til forsætisráðherra segja. Áhugverð pæling alveg óháð hvað verður, enda ódýrt keypt.
Það er hins vegar ljóst að til að ná saman, verður annar flokkurinn að kyngja stoltinu.
Hlé á viðræðum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.