Ekkert að krónunni. Brúin bara tóm.

Held að það sem kominn tími til að hætta þessu einelti á hendur krónunni. Það var ekkert að henni fyrir skellinn og er ekkert að henni núna. Vandamálið var að það var enginn í brúnni þegar krónan varð fyrir árás, kafteinninn var bara í koju og lét dallinn reka. Það eru þrjú atriði sem hefði þurft að gera til að halda öllu í góðu.

  1. Gjaldeyrisforðinn átti að vera um +20% af þjóðarframleiðslunni.
  2. Setja átti viðmiðunargengi á krónuna sem væri það sem eðlilegt gæti talist. Með þessu viðmiðunargengi væri svo gert ráð fyrir vikmörkum fyrir krónuna að sveiflast innan, einhver ákveðin prósent. Svo átti Seðlabankinn að vera með teymi miðlara sem fylgdust með verslun með krónuna og þegar hún færi upp fyrir vikmörkin eða niður, þá áttu þessir miðlarar að taka stöðu gegn markaðnum. Við það hefðu þeir sem ætluðu sér að keyra krónuna út í öfgar tapað pening á þessu og fljótlega hætt. Þessir menn vilja græða ekki tapa. Þá hefði krónan haldist í eðlilegum sveiflum. (þetta gekk fínt hjá þeim í Hong Kong)
  3. Bindiskyldu bankanna hefði átt að auka í stað þess að draga úr henni 2006. Svo átti Seðlabankinn að vera með virkt eftirlit á skýrslum sem sendar væru á viku fresti. Þá hefði verið hægt að grípa inn í þegar bankarnir væru að sýna tæpa lausafjárstöðu.

Euro umræðan er smjörklípa sem Samfylkingin og ESB sinnar skelltu á okkur þegar þeir sáu að það var enginn vilji til inngöngu í sambandið. Nú hafa þeir náð að rústa efnahaginum, meðal annars með óábyrgum fullyrðingum um "lélega" krónu. Með því að rýra gildi krónunnar var vonast eftir áfalli sem myndi leiða múginn til ESB aðildar í hugusunarleysi vegna hræðslu.

Höldum kúlinu og látum ekki draga okkur út í eitthvað sem við svo gætum séð eftir. Ákvarðanir teknar í panik eru aldrei góðar ákvarðanir. Við Íslendingar skulum bara hafa það í huga að okkur er allt mögulegt og eigum að líta á þetta ástand núna, fyrst og fremst sem tækifæri. Tækifæri til að móta þetta þjóðfélag til betri framtíðar.

Athugasemdakerfið er opið, en ég er ekki viss um að ég hafi mikinn tíma til að svara þeim sérstaklega. Samt gaman að heyra hvað fólki finnst.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekko ekko ekko ... ekko.......  ekko 

ekko 

Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband