Með svona vini, hver þarf þá óvini?

Enn og aftur sannast það, að í pólitík er enginn vinur í oddastöðu. Maðurinn sem kallaður hefur verið "góði innflytjandinn", "góði músliminn" og ýmislegt annað, er að sýna enn og aftur að enginn er vinur í pólitík, sérstaklega þegar hann kemmst í oddastöðu.

Alveg óháð því hver hann er, eða hvað hann ætlar sér, þá er þetta alveg "týpískt". Dásamar lýklegasta kandidatinn og svo þegar hann hefur unnið sér traust hans og leitað er eftir stuðningi, þá kemur sprengjan. Gerðu það sem ég vil, eða þú getur gleymt allri samvinnu.

Það eru svona uppákomur sem gera það að verkum að maður vill helst sjá tvær fylkingar sem berjast um hreinan meirihluta og þurfa ekki að stóla á einstaklinga í oddastöðu. Oddastaða er ekki góð fyrir framgang réttláts samfélags, hvort sem um er að ræða Danmörku eða Ísland.


mbl.is Khader hótar að hætta viðræðum um aðild að nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband