12.10.2007 | 12:40
Bara eins og ekkert hafi verið að gera áður
Það er bara allt að verða vitlaust. Það er eins og ekkert hafi verið að gera þar til nú, að Bingi fór með síðasta hluta Framsóknarflokksins heim. Það er nefnilega svo að Framsóknarflokkurinn er sósíalistaflokkur og á því frekar heima með öðrum sósíalískum smáflokkum, en hægriflokk.
Nú skal ég skýra út hvað ég á við. Grunn hugsjón Framsóknarflokksins er Samvinnuhugsjónin. Þessi hugsun er ekkert annað en sósíalísk hugsun sem byggir á því að þú leggur allt þitt í púkk, en færð ekkert meira en sá sem minnst lagði inn. Svo er mynduð stjórn um allt batterýið sem hefur það eitt að markmiði að hygla sér og sýnum á kostnað þeirra sem byggja samfélagið.
Hvort þetta kallast Samvinnu eða Samyrkju, þá er þetta allt af sama grunni. Velkominn heim Bingi.
Víða fundahöld um nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.