7.9.2007 | 08:51
Eins og þegar menn lemja konurnar sínar.
Jæja, þá hefur ísraelskur ráðherra tjáð sig um brot Ísraela á lofthelgi Sýrlands, og það enginn annar en menningar og íþróttamálaráðherran. En skýringar ráðherrans eru eins og skýringar manna sem níðast á konunum sínum, "skil ekki hvað er verið að gera mikið veður úr þessu, þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og er reyndar bara mjög algengt".
Það að níðast á öðrum er ekki réttlætanlegt, bara að því að það er gert svo oft. Brotið verður ekkert minna fyrir það.
Ástandið á þessu svæði er mjög viðkvæmt og þessi hegðun ísraelsku stjórnarinnar ein stór ástæða þess að ástandið er eins og það er. Ef þessi yfirgangur þeirra væri ekki til staðar, þá væri ekki bara friðsælla í þessum heimshluta, heldur heiminum öllum. Við líðum fyrir þennan yfirgang þeirra þar sem stuðningur vesturlanda, þá sérstaklega hinn óhaggandi stuðningur Bandaríkjanna, við ísraelsk stjórnvöld hefur gert það að verkum að múslimar telja okkur samseka. Svona eins og þegar litið er framhjá heimilisofbeldi, þögn er sama og samþykki.
Það er þekkt að lítil samfélög blandaðra hópa hafa gengið vel, þótt hver hópur hafi hangið á sínum sérkennum (sjá til dæmis myndina "sumar í La Goulette"). Það virðist hins vegar vera ómögulegt þegar kemur stærri einingum. Það er orðið bráðnauðsynlegt að setjast niður og tala saman.
Við verðum að bera virðingu fyrir hefðum og siðum annarra einstaklinga og á ég þá líka við að múslimar og gyðingar verða að viðurkenna okkar hefðir og siði, eins og þeir gera kröfum um að við virðum þeirra.
Það er nú einu sinni þannig að við neyðumst til að búa saman á þessari jarðkringlu. Reynum að gera það í friði.
Ísraelskar herþotur fara reglulega inn í lofthelgi Sýrlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sumar hefðir og siðir eru þó þannig að ekki er hægt að virða þau, t.d þann sið að umskera stúlkubörn, svo dæmi sé tekið.
halkatla, 7.9.2007 kl. 10:28
Mér finnst nú samt flestir Íslendingar ekki reyna að setja sig í spor Ísraelsmanna... flestir vilja bara hafa þá sem vonda kallinn og taka hlið arabaþjóðanna. Sýrlendingar voru meðal þeirra þjóða sem af fyrra bragði fóru í stríð gegn Ísrael í þeim tilgangi að útrýma því strax eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Síðan hefur þessi þjóð áfram haft þessa skoðun að best sé að útrýma ríkinu, ásamt hatursfélögum sínum í Íran.
Ég er ekki heldur að segja að Ísraelsmenn séu bara góði kallinn, en ég reyni samt að skilja stöðuna þeirra. Þetta er bara 7 milljóna manna þjóð sem er umkringt óvinum sem vilja eyða ríkinu þeirra, skiljanlegt að þeir séu smá paranoid og njósni um þessar þjóðir. En já ástandið er slæmt og ég hef heyrt að þessi þrjú ríki (Ísrael, Íran og Sýrland) séu búin að hafa herlið sín í viðbragðsstöðu seinustu árin, því miður virðist stefna í nokkra ríkja styrjöld á þessu svæði á næstunni ef ástandið batnar ekki.
Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:39
Það er þvæla að arabaþjóðirnar hafi farið í stríð við Ísraela af fyrra bragði. Þegar Ísrel var stofnað höfðu stofnendur ríkisins hernumið helming þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað af Sameinuðu þjóðunum og hrakið um 800 þúsund þeirra á flótta með fjöldamorðum og hryðjuverkum. Aðgerðir arabaþjóðanna voru meðal annars tilraun til að rétta hlut þessa fólks og hrekja Ísrela á brott af ólöglega hernumdu landi. Þarna var því verið að reyna að enda stríð, sem stofnendur Ísraels höfðu hafið áður en þeir stofnuðu ríki sitt. Þetta var því í raun tilraun til svipaðrar aðgerðar eins og þegar nokkrar þjóðir hröktu Íraka frá ólöglega hernumdu Kuweit.
Það eru Ísraelar, sem eru hernámrsíkið á þessum slóðum. Það eru því þeir, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru þeir, sem hafa verið að hernema (ræna) landi nágranna sinna til að öðlast meira "lebensraum" fyrir sitt fólk.
Sigurður M Grétarsson, 7.9.2007 kl. 14:48
Anna Karen - alveg sammála þér að sumt getur maður ekki samþykkt. Hins vegar er þetta spurning um hugarfar og því verður að breyta með umræðu. Ekki er hægt að þröngva þessum breytingum upp á fólk. Það sem mér finnst samt undarlegast og hvað ill skiljanlegast, er að það eru konur sem standa að þessum athöfnum. Heyrði skilgreiningu múslima á því hvers vegna þetta væri "nauðsynlegt", en sú skýring gerði hugsunarganginn bara en sjúkari, án þess að ég sé að lista þetta upp hér nú.
Sigurður og Geiri - það er með þessar deilur eins og svo margar aðrar, að það þarf tvo til. Hins vegar er það rétt að Ísraelsríki varð til sem hugmyndafræði Zionista einhverntíma á 19. öld að mig minnir, en þá höfðu gyðingar, sérstaklega af hálfu Rússa, orðið fyrir miklum ofsóknum. Bretar voru með vörslu á þessu svæði í kjölfar fyrr heimstyrjaldar og þar voru þeir í stökustu vandræðum með hryðjuverkamenn, Zionista. Það er til dæmis áhugavert að þegar Tinnabókin "Svarta gullið" kom fyrst út, þá voru það hryðjuverkahópar Zionista sem þar voru á ferðinni, en þessu var breytt þegar bókin var gefin út í Bretlandi að mig minnir, til að ýta undir pólitíska réttskoðun.
Það er rétt að Ísraelsríki er nýtt á þessu svæði, þ.e. sem sérstakt ríki gyðinga. Á hitt ber að líta að þessi ríki öll voru hluti af Ottoman veldi Tyrkja og þar á undan hluti af muslimsku stórveldi og voru ekki sérstök ríki sem slík. Þessi ríki hafa í raun ekki verið sérstök frá því að þau voru tekin yfir af muslimum og því spurning hvort þau séu mikið eldri en ríki gyðinga sem stjórnað var meðal annars af Herodes í umboði Rómverja. Þetta eru annars sögulegar pælingar og vangaveltur um réttindi þjóða og í raun hugtakið þjóð og ríki, nokkuð sem þarf góða umræðu um.
Jón Lárusson, 7.9.2007 kl. 15:49
Ofbeldisverk voru í báðar áttir á þessu svæði áður en það kom til formlegs stríðs og sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraelsmanna, hinsvegar er ekki vitað með vissu hvort það voru gyðingar eða arabar sem hófu þau. Hinsvegar er enginn vafi á því að arabaþjóðirnar (ásamt Íran) hófu fyrsta stríðið og ætlunin var ekkert minna en að útrýma Ísrael, sem betur fer mistókst þeim.
Nokkrir punktar sem mikilvægt er að hafa í huga...
* Gyðingar hafa 3700 ára ættartré á svæðinu. Þeir yfirgáfu það aldrei þó þeir hafi verið kúgaðir niður í lítinn minnihluta.
* Upprunalega land gyðinga var helmingi stærra en Ísrael er í dag, landinu var stolið af þeim. Palestína er ekki einu sinni arabískt orð, Philistines herlið Rómverja endurnefndu landið til þess að niðurlægja gyðinga.
* Palestína hefur aldrei verið sjálfstætt ríki, hugtakið "Palestínska þjóðin" var ekki viðurkennt fyrr en á seinustu öld.
* Stærsta gyðingabyggð heimsins var innan Ottóman-veldisins þegar það sundraðist fyrir 90 árum. Gyðingar voru þá meirihluti íbúa í Jerúsalem og nágreni.
* Helstu arabaleiðtogar viðurkenndu Palestínu sem heimaland gyðinga og voru fylgjandi innflutningi þeirra...
Emir Faisal (Konungur Íraka og Sýrlendinga) árið 1919...
The Arabs, especially the educated among us, look with deepest sympathy on the Zionist movement....We will wish the Jews a hearty welcome home....We are working together for a reformed and revised Near East and our two movements complete one another. The Jewish movement is nationalist and not imperialist. And there is room in Syria for us both. Indeed, I think that neither can be a real success without the other.
Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:51
Geiri, þú talar um 3.700 ára ættartré gyðinga. Veit ekki hvort hægt er að aldursgreina ættartré, en tel að þú sért að vísa til þess að "sannur" gyðingur geti rakið ættir sínar aftur um 3.700 ár og þá til búsetu áa sinna á svæðinu fyrir um 1.600 árum.
Spurningin er hins vegar gyðingdómur sé trúarbrögð, þjóðerni eða ætterni. Ef kaþólikki skráir sig í þjóðkirkjuna, er hann þá enn þá kaþólikki? Að sama skapi ef gyðingurinn Abraham skiptir um trú og tekur upp trú á Islam og kallar sig Ibrahim, er hann þá enn þá gyðingur?
Varðandi 3.700 ára ættartréssögu, þá er það nú einu sinni þannig að "arabarnir" á svæðinu voru einu sinni gyðingar, eða þar til um 600 eftir krist. Með vísan í síðustu málsgrein, eru þeir þá ekki enn þá gyðingar?
Stundum eru spurningarnar bara of stórar fyrir okkur að svara.
Jón Lárusson, 10.9.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.