27.6.2007 | 07:54
Það er ekki sumar allstaðar.
Óvænt snjókoma olli vandræðum í Jóhannesarborg og á fleiri stöðum í Suður-Afríku í dag. Loka varð mörgum þjóðvegum þegar snjó kyngdi niður í morgun í Jóhannesarborg og nágrenni. Mjög sjaldgæft er að það snjói á þessu svæði - jafnvel á veturna.
Það snjóar ekki oft í Afríku, en hefur þó gerst. Minnir að ég hafi heyrt af því fyrir mörgum árum. Maður spekúlerar hvort hlýnunin hafi ekki náð þangað niðureftir. Hins vegar var fréttin ekki alveg að meika sens, en eins og sjá má í klippinu hérna að ofan, þá er "mjög sjaldgæft að það snjói á þessu svæði - jafnvel á veturna." En það er nú einu sinni þannig að þegar sumar er á norðurhveli, þá er vetur á því syðra. Þannig að í raun er vetur í Suður Afríku í dag. Það væri virkilega ótrúlegt ef það færi að snjóa í desember, en þá er náttúrulega sumar í Suður Afríku.
Ákvað að klippa og pasta þennan hluta fréttarinnar inn þar sem ég geri ráð fyrir að henni verði breytt þegar á líður og þá yrði þetta blogg frekar marklaust og ill skiljanlegt.
Snjókoma í Jóhannesarborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.