Er einræði endilega svo slæmt.

Það er ótrúlegt hvað fólki getur líkað vel í einræði. Held að fólk tali meira um það í Rússlandi dagsins í dag, að því líði vel, heldur en það gerði á dögum Jeltsins. Rússar hafa aldrei búið við neitt annað en einræði, að frátöldum nokkrum mánuðum árið 1917 og svo á tímum Jeltsín. Írakar eru svona svipað keis. Hafa aldrei búið við neitt annað en einræði þar til Bush ákvað annað. Og nú er allt í háalofti þarna og engin hefur stjórn á neinu, allra síst Bandaríkjamenn.

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort frelsi eða lýðræði, eins og við virðumst skilgreina það, sé eitthvað sem hægt sé að "flytja út". Við í Evrópu erum nokkuð stabíl í að nota þetta, þó svo að fyrir ekki lengra en rúmum 60 árum, virtumst við ekki alveg fatta hugtökin. Við höfum hins vegar haft þetta í kúltúrnum okkar frá því fyrir kristburð og því haft tímann til að taka þetta inn. Bandaríkjamenn hafa fengið þetta í arf frá okkur, en fjarlægðin frá Grikklandi virðist eitthvað hafa valdið þeim vandræðum með að túlka þetta.

Ég held að þessar hugmyndir, frelsi og lýðræði, séu svona svipaðar eins og framandi matur. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk svolgri honum í sig sí svona, heldur verður fólk að fá að venjast nýja bragðinu. Við getum reynt að kynna öðrum fyrir hugmyndum okkar um frelsi og lýðræði, en við getum ekki þvingað því upp á fólk.

Annað sem kemur þarna inn í, eru blessuð börnin. Er ekki sagt að börn þurfi aga, þeim líði hálf illa án hans. (NB: Agi er ekki endilega sama og harðræði).

En þar sem maður býr við allt annað umhverfi en Rússar og Írakar, þá er voðalega erfitt að koma með einhver búllettprúff svör.


mbl.is Pútín útilokar ekki framboð 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er einræði endilega svo slæmt?
Svarið er einfalt: Einræði er nákvæmlega jafn gott og sá einvaldur sem er við völd hverju sinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband