18.5.2007 | 08:47
Gæti gengið, en með nokkrum fyrirvörum og smá efasemdum.
Nú þegar Famsóknarflokkurinn ætlar að draga sig út stjórnarsamstarfinu, þá er ekki óeðlilegt að stæðsti þingflokkurinn ræði við þann næst stæðsta. Þarna yrði vissulega um að ræða sterka stjórn reiknað í þingmannafjölda, en spurningin er hvort hún haldi hugmyndafræðilega.
Það er samt áhugavert að sjá hvernig Steingrímur J. og Guðjón A. bregðast við í Fréttablaðinu í dag. Steingrímur er svekktur, en það að stjórnarumboð til handa Geir sé "ótímabært" er náttúrulega bull. Það er augljóst að Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að taka þátt í stjórn, heldur vinna að sínum innri málum. Án þeirra er fyrirséð um að hægt sé að mynda stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins og því eðlilegt að hann, sem stæðsti flokkurinn á þingi, fái stjórnarmyndunarumboðið fyrst. Annað er bara veruleikafirring hjá steingrími. Guðjón A. er líka ekki alveg búinn að jafna sig á því að komast ekki í stjórn, en að halda því fram að þetta sé eitthvað plott um að ganga á bak Framsóknarflokknum er náttúrlega ekki alveg eins og virst hefur hingað til. Það virðist ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að gefa Framsókn tækifæri, enda ræddu flokkarnir saman og það var Framsóknarflokkurinn sem sagði skilið við stjórnarsamstarfið. Það að Geir segi að tæp stjórn sé ekki fýsileg er auðvitað rétt. Stjórn með tæpum meirihluta hlýtur alltaf að vera veik, en er samt ekki ómöguleg.
Það er ekkert óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ræði fyrist við næst stæðsta þingflokkinn varðandi stjórnarsamstarf. Það að það hefur gengið fljótt eftir, þegar litið er til fyrstu frétta, er ekki óeðlilegt. Sjálfstæðisflokkurinn býður samstarf og það er ISG pólistískt lífsnauðsynlegt að fara í stjórn. Verði Samfylkingin ekki í stjórn næstu árin er að mínu mati pólitísk framtíð ISG í mikilli tvísýnu.
Stjórn þessara flokka gæti gengið, en maður hlýtur að spyrja sig nokkurra spurninga um afstöðu Samfylkingarinnar. Sú lang mikilvægasta er. Ætlar Samfylkingin að halda áfram að eyðileggja krónuna með blaðri og er flokkurinn tilbúinn að setja ESB aðild á ís? Sé flokkurinn tilbúinn að halda þessum málum sínum til baka, þá er möguleiki á samstarfi. Annað er ekki til heilla fyrir Ísland. Innan Samfylkingarinnar eru enn gamlir Alþýðuflokksmenn sem geta vel hugsað sér samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en spurninginn er með vinstrisinnuðu flokksmennina. Hvar standa þeir? Samfylkingin er enn mörkuð af formannsátökunum og verður forvitnilegt að sjá hvort saminn verður friður, eða hvort þau muni opinberast í umræðuni um stjórnarsamstarfið og þau völd sem þar koma til útdeilingar.
Svo er það spurningin um ISG, er hyggilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að framlengja pólitískt líf ISG. Það mun líklegast koma í bakið á flokknum síðar. Þetta er stjórn sem mun geta gengið, en ég mun samt alltaf hafa vara á Samfylkingunni meðan núverandi einstaklingar fara fyrir henni.
Pólitík er undarleg tík, en mun þessi tík sem nú virðist vera að fæðast verða bitvargur?
Guðjón A: Hraðinn kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.