7.5.2007 | 08:59
Svona er bara lýðræðið.
Royal var reyndar búin að hóta þessu. En með slíkri þátttöku sem þarna var og niðurstöðunni sem varð, þá er ekki hægt að segja að Sarkozy hafi stolið sigrinum. Vinstrimenn hafa ekki verið sáttir við að vera í minnihluta og hafa stundað skæruhernað gegn ríkistjórninni alla tíð. Skýrasta dæmið er þegar vinstrisinnaðar verkalýðshreyfingar héldu úti löngum mótmælum og látum vegna laga sem sett voru árið 2005 til að auka möguleika fólks á að fá vinnu. Lögin voru felld úr gildi eftir að ljóst var að verkalýðshreyfingin myndi ekki láta undan.
Sjúklingar standa oft frammi fyrir því að þurfa að fara í erfiðar aðgerðir til að halda heilsu eða losna við sjúkdóma. Það sama á við um þjóðfélög sem ekki hafa fulla heilsu. Það að sleppa erfiðum aðgerðum og dæla bara í sig verkjastillandi læknar engann. Vinstrimenn hafa ekki viljað skilja það.
Versta martröð vinstrimanna er sú að allir hafi það gott, því þá kýs þá enginn.
Óeirðir í Frakklandi vegna kosningaúrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.