20.4.2007 | 10:27
Vilji fólksins?
Alveg er þetta dæmalaust hvernig stjórnmálamenn geta "alltaf" farið að vilja fólksins. Stjórnarskráin svo kallaða fyrir ESB var ekki eins vinsæl og menn vildu halda. Frakkar og Hollendingar felldu hana í þjóðaratkvæði og þýska pólitíkin keyrði hana í gegnum þingið eftir að hafa hætt við kosningu vegna lélegrar niðurstöðu í könnunum. Breska stjórnin vildi ekki að hún yrði felld þannig að kosningunni var frestað. Sem sagt almenningur var almennt á móti, en stjórnmálamenn almennt með.
Svo núna er búið að vera að hringla í textanum og halda því fram að nú sé þetta annað plagg. En ekki á að treysta almenningi fyrir því að klúðra þessu núna, þannig að ekki á að kjósa um þetta. Þarna er rétta andlit ESB að sýna sig. Þetta er eins ólýðræðislegt og hægt er. Enda veltir maður því fyrir sér hvað maður hefur með að gera apparat sem hefur rúmlega 30.000 bjúrókrata í störfum.
Í kosningaslagnum í Frakklandi mátti heyra mikla óánægju með Brussel og jafnvel talað um að yfirgefa báknið, enda hafi Frakkar verið rændir með euro upptökunni.
ESB hefur ekkert með frelsi og lýðræði að gera. Þetta er sósíalismi sem laumar sér inn í nafni frelsis og lýðræðs.
Blair hættir við þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.