Stundum getur minna þýtt meira.

Munið þið eftir skattlausa árinu, þegar farið var úr eftirá greiddum skatti í fyrirfram greiddan. Ég man eftir því, en ég man ekki eftir að ríkið hafi farið á hausinn við það að vera tekjuskattlaust í eitt ár.

Þegar fólk hefur meira á milli handanna, þá aukast tekjur ríkisins í veltusköttum. Einnig verður aukið fjármagn í höndum einstaklinga til þess að sparnaður og fjárfesting eykst, sem leiðir svo til meiri hagvaxtar og aukinna tekna ríkisins.

Einfalt skattakerfi er öllum til hagsbóta. Þannig á skattur af tekjum að vera 10% eða þar undir, skattur af veltu (vsk) á að vera um 10 - 15% og skattar á áður skattlagða hluti eiga ekki að vera til (erfðaskattur, eignaskattur osfrv.). Eftir því sem skattar eru lægri, færri og einfaldari, því mun meiri líkur eru á að þeir skili sér allir til ríkisins. Hvers vegna ætti verktaki að svindla undan vsk ef hann hann heldur eftir 90% af tekjunum sínum. Hvers vegna ætti svo verkkaupinn að kaupa verk án vsk ef það er ekki nema 10% af heildarkostnaðinum. Lágir skattar og háar sektir vegna undanskota verða til þess að það borgar sig ekki fyrir einstaklinga að standa í því að svíkja undan. Einfaldara skattkerfi verður svo líka til þess að auðveldara er að reikna skatta og fylgjast með innheimtu þeirra.

Ögmundur sagði fyrir síðustu kosningar að hann vildi ekki að Ísland yrði einhver skattaparadís. Ég spyr hins vegar á móti, af hverju má ég ekki búa í paradís?


mbl.is Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta er alveg rétt hjá þér og makalaust hvað Alþingi hefur verið þröngsýnt í þessum efnum. O g svo spurningin stóra afhverju megum við ekki búa í paradís? það mundu margir sterkefnaðir menn fjárfesta í fasteignum og hafahér Lögheimili, eins og svo margir frægir listamenn sem flýja heimaland sitt vegna SKATTPÍNINGAR, enn spyr ég afhverju ekki?

Jón Svavarsson, 20.4.2007 kl. 08:30

2 identicon

Þarna ert þú að misskilja svolítið hið svokallaða “skattlausa ár”. Þetta var árið 1987. Árið 1987 greiddu menn skatt af tekjum ársins 1986 enda þá enn í gildi kerfi eftirágreiddra skatta. Árið 1988 greiddu menn hins vegar skatt af tekjum ársins 1988 enda þá tekið upp staðgreiðslukerfi skatta. Ríkissjóður missti því ekki tekjuskatt þó tekjur ársins 1987 hafi aldrei komið til skattlagningar. Reyndar jukust í raun skatttekjurnar við þetta vegna þess að áður höfðu menn verið skattlausir fyrsta árið á vinnumarkaði en gátu fengið skatt síðasta árs á vinnumarkaði felldan niður samkvæmt skattalögum.

 

Ef tekjuskattur væri lækkaður í 10% og virðisaukaskattur í 10-15% yrði ríkissjóður af mjög miklum tekjkum jafnvel þó undanskot myndu minnka. Lækkun tekna yrði það muikil að ekki væri hægt að halda úti núverandi velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi eða menntakerfi. Við værum því klárlega að fara yfir í samfélag þar, sem menn þyrftu sjáflfir að greiða fyrir flesta læknisþjónustu, skólagjöld í framhaldsskóla og jafnvel grunnskóla ásamt því að aldrei væri hægt að hafa elli- og örorkulífeyri nógu háan til að duga til framfærslu. Er þetta “paradísin” sem þú vilt lifa í?

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Jón Lárusson

Er ekki betra að fá 10% af einhverju en 90% af engu?

Jón Lárusson, 20.4.2007 kl. 10:30

4 identicon

Sigurður:

Minna þýðir stundum meira eins og þessi færsla heitir. Ég er svo sem sammála því sem hér kemur fram þannig lagað en það er eitt sem alltaf gleymist þegar rætt er um þetta blessaða skattkerfi. Af hverju í ósköpunum er það tekjujöfnunarleið? Af hverju er skattkerfið ekki bara notað til þess að standa undir útgjöldum ríkisins. Annað er bara óþarfa flækja sem gerir kerfið ósanngjarnt það eykur einungis skattsvik. Svo er það hins vegar spurningin um að leggja á bara flatan skatt. Það hefur gefið vel í nokkrum ríkjum og ég tel að við ættum að kanna möguleikann á því að leggja á svona ca. 12-15% flatann skatt. Allavega, ég vil búa í skattaparadís enda tel ég orðið paradís ekki vera eitthvað skammaryrði eins og sumir í VG.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband