En hvernig?

Misrétti hefur aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Á sama tíma og margir hafa auðgast verulega og enn aðrir búa við góð lífskjör er vaxandi hópur settur hjá. Fátækt á ekki að líða í íslensku samfélagi og leggur Vinstrihreyfingin grænt framboð höfuðáherslu á að bæta og jafna kjörin og útrýma fátækt.

Svona byrjar áætlunin. Falleg fyrirheit þar sem talað er um hvað á að gefa mikið til almennings, en ekki mikið talað um það hvernig á að finna peninginn til þess. Þar kemur þó þetta fram í áframhaldinu:

VG áformar ekki að auka almennar skattaálögur frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Hins vegar er nauðsynlegt að endurskoða dreifingu skattbyrðarinnar. Endurskoða þarf hvernig sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar er  ráðstafað. VG vill sýna ráðdeild og forgangsraða í þágu velferðar fyrir alla.

Hvað eiga þeir við með að "endurskoða dreifingu skattbyrðarinnar", en ætla ekki að auka almennar skattaálögur? Í upphafi tala þeir um að á "sama tíma og margir hafa auðgast verulega og enn aðrir búa við góð lífskjör er vaxandi hópur settur hjá". Vilja þeir þá ekki bara ganga á eigur þeirra sem hafa "auðgast", heldur mega þeir sem "búa við góð lífskjör" líka reikna með að gengið verði á þeirra hlut.

Allt kostar pening og einhver verður að borga. Er ekki eðlilegast að þeir sem njóta hlutanna greiði fyrir þá. Sósíalinn á ekki að vera fyrir alla, hann á að vera fyrir þá sem þurfa á honum að halda. Fullt af fólki hefur efni á að greiða fyrir þjónustuna. Og svo er það formúan sem verið er að greiða, heil 17,5 % af heildar kostnaði árið 2005 á móti 11,8 % árið 1980. Þetta þýðir að ríkið greiðir 82,5 % í staðin fyrir 88,2 %. Á tuttugu árum hefur framlag ríkisins minnkað um 5,7 %, það er allt og sumt. Miðað við umræðuna, þá mætti halda að það hefði verið skorið mun meira niður.

Varðandi tannlæknaþjónustuna sem þeir tala um, ókeypis fyrir börn og unglinga fram til 20. TUTTUGU ára, hvenær ætla menn að hætta að hækka barnastigið. þetta er farið að verða svolítið fáránlegt. Ég ólst upp við "ókeypis" tannlæknaþjónustu og er samt með ónýtar tennur. Það hefur nefnilega ekkert með aðgengi að "ókeypis" tannlæknaþjónustu að gera, það er bara persónubundið hversu góðar tennur fólk hefur.

Fátækt á ekki að líðast, en það er ekki það sama að vera fátækur og að vera blankur. Við þurfum að fara gera þar upp á milli og þá getum við útrýmt einhverju. Við verðum hins vegar að varast þá hugmyndafræði að þjófnaður sé réttlætanlegur.


mbl.is VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband