16.3.2007 | 12:41
En hvað með Sjálfstæðisflokkinn?
Þó svo að það sé ljóst að meirihluti þeirra sem svara vilja VG og Samfylkinguna í stjórn, þá er það líka ljóst að samkvæmt fréttinni, þá það er ekki nema 28 % svarenda sem gefa þetta upp, eða innan við 1/3 þeirra. Einnig má sjá að 24,2 % vill áframhaldandi stjórn og er því munur þeirra sem vilja VG/Sf og núverandi stjórn óverulegur, nokkuð sem er mjög áhugavert með tilliti til þess að núverandi stjórn hefur setið mjög lengi og ætla mætti að það hefði einhver áhrif.
Satt er það að VG kemur sterkt inn sem afl til stjórnarsetu, en það verður líka að líta til þess að þegar heildin er skoðuð, þá vildi fólk helst sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Það er því augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis til stjórnasetu af öllum flokkunum.
VG hafa verið að koma sterkir inn í könnunum og eru margar skoðanir á því hvers vegna það sé. Ég tel að ástæðan sé sú að VG eru, í hugum flestra, mjög stefnufastur flokkur, óháð því hvort fólk sé sammála stefnunni eða ekki. Þetta held ég að sé ástæðan fyrir því að vinstri sinnaðir einstaklingar leita í æ meira mæli til VG. Popularismi er ekki eins popular og menn virðast halda.
Ég hef áður sagt, og þessi könnun hefur styrkt mig í þeirri skoðun, að ef fólk vill afgerandi niðurstöðu í kosningunum í vor, þá stendur valið milli VG og Sjálfstæðisflokksins.
Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.