14.2.2007 | 13:39
Stórveldi eru klikk
Hvað er að gerast í sálartetri þjóðar sem stendur frammi fyrir almennu taugaáfalli þegar ein af þessum frægu fyrir ekki neitt persónum deyr, að því er virðist vegna eftirmála af brjóstastækkun. Eftirfarandi klausa úr fréttinni sýnir bara að þetta er ekki í lagi.
fréttastofurnar virtust ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill áhugi væri á málinu og hversu mikil áhrif dauði Önnu Nicole hefði haft á þjóðina. Í stað þess að segja stöðugar fréttir af málinu gerðu fréttastofurnar stundum hlé á umfjöllun sinni sekúndum saman til að segja fréttir frá Írak, sagði hún. Fyrir þjóð sem var að takast á við missi var þetta eins og að snúa hnífnum í sárinu.
Steinríkur sagði alltaf að rómverjar væru klikk. Heimfært upp á stórveldi samtímans, mætti segja að kaninn sé klikk.
Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fór reyndar á stúfana að skoða þessa frétt, og svo virðist sem hana sé bara að finna á einum stað.
http://www.jewishworldreview.com/0207/borowitz021407.php3
En greinarnar þar virðast allar vera eitthvað djók bara, held að einhver á mbl.is hafi gert mistök og haldið að þetta væri alvöru frétt.
Andrés (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.