5.8.2010 | 08:13
Er ekki kominn tími til að tengja
Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fyrirbæri sem við köllum pening, er að valda miklum vandræðum. Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt þegar litið er til þess að peningarnir sjálfir eru í eðli sínu verðlausir, eða alla vega verð litlir.
Peningar eru og munu alltaf vera, ávísun á verðmæti. En í samfélög manna, því þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri þetta fjármálakerfi, hafa afsalað sér framleiðslu fjármagns til einstaklinga sem keyrðir eru áfram af græðgi. Það er ekkert að því að fólk auðgist í viðskiptum, en spurningin er hvort lotterý sem spilar með líf fólks eigi rétt á sér.
Það er alveg ótrúleg heimska samfélaganna að hafa afsalað sér þessum rétti til handa einstaklinum, í stað þess að samfélagið sjái sjálft um fjármagnsframleiðsluna samfélaginu til hagsbóta. Það er einu sinni þannig að við höfum sett upp samfélagið þannig að peningar eru notaðir til að skiptast á verðmætum og því nauðsynlegir samfélaginu. Að samfélagið afsali sér svo framleiðslunni er þá bara rugl.
Peningar eru nauðsynlegir fyrir samfélagið og samfélag sem hefur afsalað sér peningaframleiðslunni til einstaklinganna mun því alltaf verða háð þeim einstaklingum. Þetta verður til þess að þeir aðilar sem fara með stjórn samfélaganna munu ávallt taka hagsmuni peningaframleiðandanna framyfir hagsmuni samfélagsins sjálfs.
Sífellt kemur betur og betur í ljós að við vorum ekki ábyrg varðandi Icesave, en hangið er á einhverju sem kallast jafnræðisregla og við þvinguð með henni til að borga. Vísað er til ákvörðunar sem tekin var í upplausnarástandi þegar bankarnir voru að falla og eftir að Bretar höfðu tekið okkur í gíslingu með hryðjuverkalögnum og ekki hjálpar að þetta var allt gert eftir ráðleggingar frá útlendingum, eftir því sem manni skilst.
Ef þessi ábyrgð er tilkominn vegna yfirlýsingar sem meðal annars er afleiðing ákvörðunar breskra ráðamanna, þá er eðlilegt að þessir hlutir séu ræddir í samhengi og afleiðingar ákvörðunar Breta tekin með í reikninginn. Það er ekki eðlilegt að sú ákvörðun sé fjarlægð úr formúlunni samkvæmt kröfu Breta.
Svo er líka áhugavert að hugsa til þessarar jafnræðisreglu þegar litið er til deilna íbúa á eyjunni Mön við breska stjórnkerfið, þar sem Bretar hafa ábyrgst innistæður breskra íbúa í skoskum banka, en íbúar Mön fá ekkert. Skýringin, íbúarnir á Mön hafa ekki borgað skatta til Bretlands. Hvað borguðu margi Icesave reikningseigendur skatt til Íslands?
Það er ósköp einfaldlega verið að koma okkur í fjárhagslega vandræði til að auðvelda ásókn í auðlindir okkar. Þetta er aðferð sem notuð hefur verið út um allan heim og virkað vel, enda segir enginn neitt.
Mæli til þess að fólk horfi á þennan fyrirlestur um fjármálakerfið.
Það er kominn tími til að stjórnendur þessa lands fari að átta sig á eðli peninga og taki STRAX yfir peningaframleiðsluna á samfélagslegum forsendum, en láti hana ekki liggja hjá erlendum einkaaðilum. Þetta er einfaldlega spurningin um það hvort við ætlum að búa við mannsæmandi kjör á þessu landi eða ekki.
Icesave er skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.