Eru ekki að átta sig á hlutunum

Það er alveg augljóst að almennt séð er ekki verið að átta sig á því hvað er að gerast hérna. Þegar menn segja hluti eins og ...

... að fólk eigi að vera ánægt með að stjórnmálamenn hafi bremsað kreppuna niður, áður en hún breiddi úr sér

... þá eru þeir ekki með hlutina á hreinu. Það að gefa að gefa manni með þynnku snafs, er ekki að laga neitt. Þynnkan bara frestast og kemur þeim mun stífar þegar hún svo óumflýjanlega kemur. Að eiga að vera ánægður með svona "reddingu" er í besta falli veruleikafyrring.

Þetta ástand er engöngu tilkomið vegna of mikillar skuldasöfnunar og að ætla sér að laga það með aukinni skuldasöfnun er bara heimska. Það skiptir engu máli hvað "sérfræðingar" segja, þetta er bara heimska og ekkert annað. Það er bara verið að fresta því óumflýjanlega.

Svo lengi sem ekki verður litið til raunverulegra orsaka þessa ástands, þá mun varanleg lausn ekki finnast.

Mæli svo með því að þeir sem ekki hafa séð fyrirlestur minn um fáránleika fjármálakerfisins og hvaða lausnir standi til boða, geri það núna.

 


mbl.is Danskir bankar tapað 2.200 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll nokkuð góð hugmynd um það sem við getum byggt upp þegar senna hrunið hefur orðið að staðreynd!

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 02:29

2 Smámynd: Jón Lárusson

Það er ósköp einfallt, við verðum að skipta út fjármálakerfinu og hætta að framleiða fjármagn með skuldsetningu. Fjármagnsframleiðslan á að vera í höndum samfélagsins og ekki formi skuldar, heldur eignar.

Svo lengi sem við höldum áfram með núverandi fjármálakerfi, þá mun ekkert breytast og aðrar uppsveiflur og niðursveiflur skella á okkur í framtíðinni.

Jón Lárusson, 10.8.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband