Iðnaður og ESB

Helstu stuðningsmenn ESB aðildar hafa löngum komið frá samtökum iðnaðarins, enda eins og segir í fréttinni, þá er ESB aðild og upptaka euro gamalt baráttumál þeirra.

Hins vegar veltir maður fyrir sér íslenskum iðnaði í dag.

Þegar ég var yngri að árum, þá var heljarinnar fyrirtæki í nágrenninu sem hét Héðinn. Í dag er þetta fyrirtæki ekki lengur með starfstöð á sama stað, reyndar held ég að það sé ekki með neina starfstöð yfir höfuð. Svo vann ég eitt sinn hjá fyrirtæki sem hét Kassagerðin og var heljar framleiðandi á kössum. Ég ætla ekki að halda því fram að EFTA eða EES aðild hafi breytt einhverju um rekstur þessara félaga, en mér liggur forvitni að vita hvernig iðnaði sé háttað núna.

T.d. langar mig að vita hvað séu margir fataframleiðendur á Íslandi, þá á ég ekki við félögu sem eru skráð á Íslandi og framleiða föt t.d. í austur Evrópu. Ef við lítum á 66 norður, sem er stórt íslenskt fataframleiðslu fyrirtæki, hvað vinna margir við fatagerð á þeirra vegum á Íslandi og hvað er það stór hluti heildar framleiðslunnar?

Auðvitað getur minningin truflað mann og allt litið betur út í "den", en ég get ekki annað en hugsað til þess að það hafi verið meiri innlendur iðnaður og fjölbreyttari þá en nú.

Svo veltir maður fyrir sér hver verður framtíðin innan ESB.


mbl.is Fagna samþykkt ráðherraráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæstir fataframleiðendur framleiða fötin sín hér á Íslandi heldur fer sú framleiðsla fram í fyrrverandi austantjaldslöndum og Asíu. Þetta á einnig við um 66° Norður.

Unnin matvæli og fatnaður bera háa tolla inn í Evrópusambandið og því myndi aðild að sambandinu leiða til aukinnar atvinnu hér á Íslandi í matvælaframleiðslu og framleiðslu á fatnaði.

Ekki skrítið að SI fagni samþykktinni. Verkalýðurinn ætti líka að fagna (og horfa um leið framhjá stórfeldum eiginhagsmunaáróðri mbLíú.is og niðurgreiðslufíklunum hjá Bændasamtökunum).

Ég vil sjá Neytendasamtökin og fleiri slík samtök sem gera sig út fyrir að verja hag almennings stíga fram í þessu máli og greiða götuna fyrir upplýstari umræðu um ESB, enda er ESB ein öflugustu neytendahagsmunasamtök í heimi (ólíkt framleiðsluhagsmunakerfinu í Bandaríkjunum og á Íslandi).

Og auglýsi því hér með eftir upplýstri umræðu um ESB en ekki hræðsluáróðri sérhgasmunaseggja!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég tek undir með þér Jón. Hvað varð eiginlega um öll íslensku iðnaðarfyrirtækin?

Ef við aðeins miðum við smíðavinnuna, þá var fyrir 30+ árum varla þverfótað fyrir slíkum verkstæðum hér á landi. Vantaði t.d. eldhúsinnréttingu á heimilið þurfti að reiða sig á góða umsögn vina og vandamanna til þess að velja besta kostinn af svo mörgum í boði.

En eftir EES samninginn hurfu þessi innlendu fyrirtæki. Næstu árin á eftir var helsti valkosturinn IKEA "settu-það-saman-sjálfur" dót.

Í dag veit ég hins vegar hvar vandaðasta og ódýrasta eldhúsinnréttingin fæst. Þrátt fyrir tollana - þá kemur hún beinustu leið frá Kína.

Kolbrún Hilmars, 26.7.2010 kl. 17:22

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já Samtök Iðnaðarins eru bara laumu aðildarsinnar. Þau vita ekki hvað þeim er fyrir bestu: að allt sé einsog í endurminningunni. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað... er upphaf á frægu tregaljóði. Svo maður vitni nú ekki í Kardimommubæinn: Hvar málmsiðjan, hvar er Sambandið, hvar er Kolkrabbinn og Eimskipið?: Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2010 kl. 21:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í gær er réttnefni, bæði fyrir okkur sjálf og ESB.

Í dag eru varðskipin smíðuð í Chile, togararnir í Asíu. Skipaviðhaldið fer fram í Noregi. Hvaðan koma þyrlurnar annars?

Kolbrún Hilmars, 26.7.2010 kl. 21:33

5 Smámynd: Jón Lárusson

Þakka innlitið frá ykkur öllum og mikið er ég feginn að það séu aðrir en ég sem hafa velt fyrir sér afdrifum íslensks iðnaðar. Einnig er ég mjög ánægður með innlit nafna míns og þá sérstaklega þess að hann óskar eftir upplýstri umræðu um ESB, eða eins og hann segir sjálfur "... auglýsi því hér með eftir upplýstri umræðu um ESB en ekki hræðsluáróðri sérhgasmunaseggja".

Ég hef fylgst með þessari ESB umræðu í langan tíma og tel mig alltaf hafa komið með skýr rök fyrir afstöðu minni til þeirra mála og verið, að ég tel, með mjög upplýsta og rökfasta afstöðu og forðast hræðsluáróður. Allt það sem ég sé til andstöðu við aðild hef ég stutt rökum. Hins vegar hefur mér fundist slíkt vanta hjá þeim sem hrópa hæst um hræðslu áróður, en það eina sem kemur úr búðum ESB aðildarsinna er "þetta verður svo miklu betra hér heima", "hagur neytenda mun batna til muna", "allt atvinnulíf mun styrkjast" og svo toppurinn á allri vitleysunni "þetta kemur til með að styrkja fullveldið". Í raun hefur bara verið kastað fram frösum án þess að þeim hafi fylgt einhver rök og því óska ég eftir þeim hér með.

Það að halda því fram að fataframleiðslan muni flytjast aftur til Íslands komi til aðildar er algerlega óstutt fullyrðing, enda ekki líklegt að hún hefði verið sett fram hefði rökfærsla þurft að fylgja með. Það er ósköp einfaldlega þannig að framleiðslan leitar þangað sem hún er ódýrust, eða aðrir fjárhagslegir kostir koma til. Svo lengi sem laun komi ekki til með að lækka á Íslandi, þá mun framleiðslan ekki koma til baka, því ekkert mun breytast fjárhagslega séð með aðild, nema helst myntbreytingin og hún lagar okkar aðstöðu ekki neitt.

Fullyrðingin um bættan hag neitenda er oftast tengd upptöku euro og því að verðlag muni óumflýjanlega lækka. Þegar ég reyni að spá til framtíðar, þá skoða ég söguna og í þessu tilfelli skoðar maður afleiðingar upptöku euro í Evrópu. Verðlag hefur, eftir því sem ég best veit, hvergi lækkað við upptöku, heldur hefur það hækkað gríðarlega á sumum stöðum eins og Spánni, en reyndar minna eftir því sem verðsvæðin hafa verið dýrari. Verðlag er ekki það sama allstaðar og hefur tilhneigining verið sú að dýrari verðsvæðin hafa haldið sínu, en þau ódýrari hækkað til nálgunar við þau. Þannig er því ólíklegt að verðlag komi til með að hrynja hér heima við upptöku euro. Ef litið er til tolla á innfluttning til íslands og "rökin" um afnám tolla notuð til að réttlæta einhverjar heljarinnar hagsmunabætur fyrir neitendur, þá er það einfaldlega þannig að við þurfum ekki að ganga í ESB til að lækka eða fjarlægja tolla og innflutningsgjöld frá ESB löndum. Það þarf bara reglugerðarbreytingu til þess, eitthvað sem tekur í mestalagi daginn.

Sérhagsmunir hafa iðulega leitað til inngöngu í ESB, ekki anstöðu. Það er nefnilega þannig að allur almenningur hefur ekki hag af inngöngu, heldur er þetta hagsmunamál þröngs hóps sérhagsmunaaðila. Ekkert annað. Þeir einu sem hafa verulegan hag af ESB aðild eru þeir sem vinna í Brussel.

Það hefur stundum verið fleygt fram fullyrðingu eins og "ef evrópubúar vilja ekki vera í ESB, afhverju hafa þeir þá sótt inn og samþykkt alla sáttmálana". Þessi fullyrðing er ekki byggð á neinu nema vanþekkingu og getur aldrei orðið að rökum vegna þeirrar einföldu ástæðu að almenningur hefur aldrei fengið að koma að ákvörðunum nema að litlu leiti og þegar það er, þá er iðulega ekki hlustað á hann. Það er nefnilega þannig að stjórnmálmenn og stórathafnamenn hafa vilja inn, á meðan almenningur hefur venjulega ekki viljað sjá þetta. Skýrustu dæmin eru kosningarnar um stjórnarskrá ESB sem felld var í tveimur kosningum af þremur og svo Lissabon sáttmálinn (sem er stjórnarskráin, en bara ekki kölluð það í þeim eina tilgangi að forðast kosningar) sem felldur var í einu kosningunni sem fékk að fara fram. Þegar nei kom frá Írlandi, þá var ekki bara sagt ok, þeir vilja ekki með, heldur var þeim uppálagt að halda nýjar kosningar að ári og ESB lagði í heljar áróðurskostnað auk þess sem Írum var hreinlega hótað öllu illu ef þeir segðu ekki já.

Ég veit ekki, afsala fullveldinu til að koma einhverjum útvöldum á kjötkatlana í ríkjasambandi sem ekki byggir á lýðræði og virðir að engu vilja almennings. Þá vil ég heldur vitgranna íslenska stjórnmálamenn og möguleikann á breytingum.

Jón Lárusson, 27.7.2010 kl. 08:30

6 identicon

Ágæti Jón Lárusson

Vil gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið Héðinn hf er alls ekki dautt úr öllum æðum.  Héðinn hf er í fullu fjöri en hefur flutt starfsstöð sína að Gjáhellu í Hafnarfirði þar sem það rekur umfangsmikla starfsemi innan málmiðnaðar í um 6.000 m² nýtísku verkstæði með 100 manna frábæru starfsliði.  Verkefni eru mikil og góð, og reksturinn gengur með ágætum.  Þú ert sem fyrrum nágranni og áhugamaður um íslenskan iðnað ávallt velkominn í kaffi og kleinu.

Með bestu kveðju, Guðmundur S. Sveinsson framkvæmdastjóri.

Guðmundur S. Sveinsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 13:38

7 Smámynd: Jón Lárusson

Þakka þér Guðmundur fyrir þetta. Ég er glaður að heyra að Héðinn hafi bara flutt sig um set og kannski mæti ég í kaffi, hver veit.

Jón Lárusson, 27.7.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband