Hagsmunir einstaklinganna í samfélaginu

Einstaklingar búa í samfélögum vegna þess að þeir telja hag sínum betur borgið innan þeirra en utan. Komi hins vegar til þess að einstaklingarnir sjá ekki lengur hag sínum borgið innan samfélagsins, þá er óumflýjanlegt að samfélagið mun liðast í sundur og að einstaklingarnir leiti leiða til að skapa nýtt samfélag, eða aðlagast nýjum samfélögum þar sem þeir telja hag sínum betur borgið.

Ríkisstjórnir (stjórntæki samfélagsins) geta ekki verið án fjármagns. Vegna þessa, þá er sérhver ríkisstjórn háð þeim aðilum sem sjá um fjármagnsframleiðsluna. Ríkisstjórn getur því aldrei verið sjálfstæð eða án áhrifa frá þessum aðilum og munu allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leitast við að gæta hagsmuna þeirra, þvert á hagsmuni einstaklinganna innan samfélagsins. Frelsið nær því ekki lengra en aðgengið að fjármagnsframleiðslunni.

Það er því lífsnauðsynlegt öllum samfélögum að fjármagnsframleiðslan sé í höndum samfélagsins sjálfs, en ekki einstaklinga innan þess eða utan og sem bera ekki samfélagslega ábyrgð.

Hér er myndband af fyrirlestrir sem ég hélt 23. júní sl og allir hættu að horfa á og bendir á orsök ástandsins og leiðir til lausnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er mjög gott dæmi, sem þú bendir á hér að ofan, um ósjálfbærni ríkisins. Ríkisstjórnarkakan er alltof stór í okkar samfélagi og svo sannarlega dæmd til þess að eyða samfélaginu innan frá. Það þarf að sótthreinsa yfirvöld og sparka í rassinn á mörgum.
Ég er ekki að tala um lækna, kennara, slökkvuliðsmenn, lögreglumenn og þess háttar. Ég er að tala um fólkið sem á að vera að vinna 8 klukkutíma á dag en skilar bara einum klukkutíma frá sér og fær bílastyrk til þess að sækja barnið sitt í skóla. Það er hellingur af fólki sem veit ekki einu sinni af hverju eða til hvers það er í vinnu.

Sumarliði Einar Daðason, 19.7.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Frábærlega vel sett fram útskýring á peningamálakerfi Íslands og kerfisvillunum þess.

Er ekki hægt að setja videóið á YouTube, því spilarinn á linkinum er svo höktandi.

Jón Þór Ólafsson, 19.7.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Jón Lárusson

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Varðandi YouTube, þá skilst mér að það sé ekki hægt að hafa meira en 10 mín. myndband í hvert sinn og því nauðsynlegt að búta þetta niður. Hins vegar eru aðrir sem segja að þó reglan sé 10 mín, eða 100 mb, þá sé hægt að setja inn stærri skrár og er ég að reyna það. Best væri að hafa þetta líka á YouTube þar sem auðveldara er að koma þessu þannig í dreyfingu.

Jón Lárusson, 19.7.2010 kl. 16:46

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Flott framtak Jón, ég mun sáldra bandinu yfir alla sem á mínum vegi verða.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.7.2010 kl. 20:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábært framtak !

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband