25.1.2010 | 11:20
Og hverjum kom það á óvart?
Þessi skýrsla kom til tals milli mín og félaga míns fyrir stuttu síðan, en ég sagði hana ekki muni koma út í bráð. Mín skoðun er einfaldlega þessi. Það er í fyrsta lagi ómögulegt að gefa þetta út án þess að almenningur verði reiður. Það er því lag að fresta þessu svo oft, eða þangað til enginn hefur lengur áhuga á þessu. Svo er þessi skýrsla líka ein smjörklípan hjá ráðamönnum, alltaf verið að vitna í að þar liggji svörin.
Hins vegar tel ég að almenningur verði að fara að átta sig á því hvar hollustan liggur. Það er mjög áhugvert að hugsa til þess að það eru í raun aðeins tveir málaflokkar sem hafa náð að sameina alþingismenn nú síðustu árin. Það eru lög um auknar greiðslur til þeirra og flokkanna þeirra (t.d. er skorið niður um 50.000.000 hjá öldruðum, en flokkarnir fá 300.000.000) og svo síðast en ekki síst möguleikinn á að fólkið fái að segja sitt um vinnubrögðin á þingi.
Það var alveg hreint ótrúlegt hvernig fjórflokkarnir runnu saman í einn samhljóm þegar Ólafur Ragnar gerði það sem enginn átti von á og hafnaði Icesave frumvarpinu. Allt í einu var kominn grundvöllur til samninga og samvinnu. Það eina sem varð að gæta að, var að almenningur fengi ekki að kjósa.
Af hverju má almenningur ekki kjósa, fyrir utan að þetta "er svo umfangsmikill og flókinn alþjóðasamningur", nokkuð sem fær mann til að velta fyrir sér vilja ráðamanna til að leyfa okkur að kjósa um ESB samninginn, hann er jú mun stærri og flóknari alþjóðasamingur.
Svarið er einfallt. Valdablokkirnar vilja ekki leyfa fólki að kjósa, því það dregur úr völdum þeirra sjálfra. Með því að leyfa einar kosningar, hefur skapast fordæmi og það fordæmi má ekki setja. Til dæmis er áhugavert að hugsa til þess að Jóhanna mun hafa sagst hafa staðið að 10 tillögum um þjóðaratkvæði, en samt getur stjórn hennar ekki tekið eina af þessum tíu tillögum og sett fram sem lagafrumvarp, heldur þarf að búa til einnota frumvarp, ef vera kynni að almenningur "neyddist" til að fá að kjósa.
Skýrslan frestast enn lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þessi skýrsla kemur seint og illa, og mun þá verða illa löskuð í besta falli. Taktu eftir að það er mismunandi milli manna hver langur andmælaréttur þeirra er.
Reyndar eru það lög hjá ESB að þjóðir verða að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu, en annars ætla ég ekki að lofa ESB frekar.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 12:07
Eins og talað úr mínum munni. Dásamlegt hvað stjórnmálaöflin geta verið sammála um eigið ágæti og einnig sammála um það hvað við almenningur erum heimsk og illa upplýst.
Einnig er snilld þegar Alþingismenn taka upp á því að vera sammála um það að vera ósammála, allt einhver þykjustuleikur og búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram...
Fjórflokkarnir eru búnir að skipta þessu og raða fólki í störf og stöður og munu aldrei sleppa tökunum á þessu. Til þess þarf algjöra hugarhreinsun almennings eða byltingu.
GAZZI11, 25.1.2010 kl. 12:26
Því miður rétt hjá GAZZA, leiðindar staðreynd sem er ofin inní kerfið. Enda nútíma lýðræði arfur frá konungsríkjum Evrópu.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 12:40
Reyndar virðist vera í tísku að slá málum á frest og kalla það lausn.
Hrannar Baldursson, 25.1.2010 kl. 12:59
Heyrði einhvern tíman að 70% mála leystust af sjálfum sér og 70% árangur er ekki svo slæmur :)
Ég held að við séum komin á þann punkt í okkar samfélagsþróun að við verðum að taka ákvörðun um það hvernig samfélag við yfir höfuð viljum sjá í framtíðinni, það er að segja til lengri tíma en næstu fjögurra ára. Þetta ástand er eitthvað sem verður að taka á með nýjum lausnum. Það hefur sýnt sig að endurvinnsla gamla kerfisins er ekki að skila okkur neinu.
Jón Lárusson, 25.1.2010 kl. 13:26
Það þarf að brjóta niður stoðirnar í kringum stjórnmálaflokkanna sem eru núna við völd. Sennilega þarf að færa valdið meira ínn á sveitastjórnarsviðið þar sem lýðræðið er nær fólkinu. Sjálftökupólítik er vonandi að liða undir lok.
Það er ótrúlegt hvernig flokkarnir haga sé á Alþingi og raða síðan sínu fólki inn í stjórnkerfið og í lykilstöður. Það eru öll trixin notuð og ekkert gefið eftir og farið á svig við reglur þegar þeim hentar.
GAZZI11, 25.1.2010 kl. 13:47
Vandinn liggur í "kerfinu" og hvernig við höfum leyft "kerfinu" að taka til sín sífellt meira vald. Almenningur virðist dofinn fyrir umhverfi sínu og ekki átta sig á því hvar raunverulegt vald liggur.
Jón Lárusson, 25.1.2010 kl. 14:02
Vel orðað Jón....kerfið er vandinn, við getum lítið brugðist við því innafrá, það verður aðeins kroppað í stoðirnar utanfrá.
Mennirnir eru nú þannig að ef manni tekst með harðfygli að berjast þarna inn þá sest maður niður lætur róa sig með gjöfum og fé og hættir þessum æsing.
Og þá er nú ekki talað um þann pening sem kostaði að koma manni inn til að byrja með, það er alltaf einhver sem vill fá hann tilbaka. Málefnin verða hagsmunir ræddir málefnalega og málefnalega má níða almenning(einstaklinginn) en einstaklingana má ekki níða ómálefnalega ef þeir eru komnir inn fyrir virkisveggina.
Við þurfum að finna Akkilesarhæl kerfisins sem drottnar yfir okkar litla samfélagi, því mun fylgja allt að því andleg vakning fyrir heimsbyggðina.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 14:21
Þannig trúi ég að öfga frjálshyggjumenn og öfga kommúnistar sem ekki eiga brautargegni í flokkunum í dag geti unnið saman að góðum lausnum.
Þannig lítur draumur minn út Frjálshyggjuríki undir heilbrigðu eftirliti og með gott ókeypis mennta- og heilbrigðiskerfi.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 14:24
Það stakk mig um daginn að heyra Valgerði Bjarna tala um að það þyrfti að notast við gamla ónýta stólinn í stað þess að finna upp nýjar leiðir, hvaða þvæla er það?
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 14:25
Auðvitað vill Valgerður ekki skipta um húsgögn. Hún er hluti af "kerfinu" og því vill hún ekki sjá lausnir.
Stundum hefur verið sagt að öfga hægri menn og öfga vinstri menn nái saman þar sem allt fer í hringi. Ég veit ekki með það, en ég veit það eitt að þessi hugmyndafræði okkar, að við verðum að velja annað hvort hægri, vinstri eða miðju, er einn af þeim þáttum sem hefur haldið okkur niðri.
Það er talað um að 10% stjórni 90%. Hvernig getur það verið. Hvernig getur 100 manna her sigrað 900 manna her. Lítið mál. 100 manna herinn byrjar á því að senda inn flugumenn sem sjá til þess að 900 manna herinn skiptir sér upp í 20 einingar. Þá er lítið mál fyrir 100 manna herinn að stjórna 45 manna hópum. Þessir 900 verða að átta sig á hvernig landið liggur og að þessi 10% eru ekki að vinna fyrir fjöldann.
Eitt af því fyrsta sem við þurfum að gera, er að hafna hægri, vinstri hugmyndafræðinni því þá getum við farið að vinna saman.
Jón Lárusson, 25.1.2010 kl. 15:33
Skál fyrir því Jón, í kóki sko.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 23:27
Skál á móti :)
Jón Lárusson, 26.1.2010 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.