Er EU eitthvað til að sækja í

Samfylkingin hefur mikið spilað út Evrópu spilinu sínu og alveg ótrúlegt að horfa uppá frambjóðendur þar á bæ ýta undir aðild með þeim hætti sem þar er gert. Það undarlega er að aðild er aldrei talin kostur sem slík, heldur er alltaf rætt um það sem neikvætt er hér heima og hvað það gæti verið betra í Evrópunni.

En er þetta eitthvað til að sækja í? Ég var staddur í Evrópu þegar kosið var um þessa svokölluðu stjórnarskrá og var forvitnilegt að sjá hvernig stjórnmálamenn lofuðu hana í hástert, á meðan almenningur virtist almennt vera á móti henni. Reyndin var líka sú að þegar kosið var um hana í Frakklandi, þá var hún felld. Það sama átti sér stað í Hollandi. Bretar brugðu á það ráð að "fresta" kosningunum óákveðið. En í Þýsklandi var hún samþykkt, ekki af almenningi, heldur þjóðþinginu. Þjóðverjarnir þorðu ekki að bera hana undir íbúana, en margt benti til þess að andstaðan við hana væri enn meiri þar en í Frakklandi. Reyndar var því hótað að ef stjórnarskráin yrði felld í einu landi, þá væri hún búin að vera. Eftir kosningarnar í Frakklandi var hins vegar farið að tala um að þetta væri ekki búið heldur væri bara þörf á smá breitingum.

Niðurstaðan í stjórnarskrármálinu sýndi svo ekki var um að villast, að báknið hefur tekið ákvörðun um það hvert það vill stefna, en sú stefna virðist ekki vera í samræmi við vilja almennings. Tilgangur samvinnunnar getur hafa verið í upphafi sá að vinna að bættum hag almennings í Evrópu. Báknið virðist hins vegar verið farið að haga sér út frá hagsmunum þess sjálfs, óháð vilja almennings.

Einnig gerðist nokkuð annað um þetta leiti, en það var yfirlýsing tvíburanna í Póllandi að hækka virðisaukaskattinn þar í landi. Þessi ákvörðun hefði þýtt að hækka hefði þurft skattinn í öllum aðildarríkjunum. Það virðist nefnilega vera þannig að ríki geta hækkað skatta og þurfa þá hin ríkin að fylgja með, en ekki er hægt að lækka skatta nema með samþykki allra. Þær kjarabætur sem fylgt hafa skattalækkunum hér heima yrðu því að engu í Evrópu. Bræðurnir ákváðu hins vegar að fresta hækkuninni þar sem samkomulag náðist við önnur ríki um að draga þetta til baka. Samkomulagið var einfaldlega það að Pólland fékk stórar greiðslur til að fara ekki þessa leið. Pólland hafði því tekið öll hin löndin í gíslingu með þessari ákvörðun.

Það virðist vera svipað með Evrópusamrunann og ormana sem settir voru  á gull. Ormurinn sá um að gullið jókst hægt og bítandi, en um leið stækkaði ormurinn þangað til hann var farinn að halda gullinu frá eiganda þess. Eina leiðin til að stöðva hann var að stinga hann í hjartastað.

Er þetta það eftirsóknarvert umhverfi að öllu sé fórnandi fyrir það. Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband