Mjög áhugavert hjá VG

Þetta er mjög áhugavert þarna hjá VG. Nú eru félögin farin að tala um að standa við kosningaloforðin. Ég fagna því ef þeir samþykkja þessar ályktanir, en yrði ekki hissa þó það yrði ekki gert. Hugsanlega settar í nefnd.

En hvað sem því líður, þá verður forvitnilegt að heyra rökin verði þetta ekki samþykkt.


mbl.is Vilja hvorki ESB né AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Hvað gerðist merkilegt 15. janúar 1963?

Ursus, 15.1.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

deGaulle beitti neitunarvaldi gegn inngöngu Breta í EBE?

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Ursus

Gerði hann það?

Ursus, 15.1.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jamm.  Hvað varst þú að hugsa um?

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Ursus

Svo sem ekkert!

Ursus, 15.1.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!

Flokksformennirnir semja og semja hver við annan!  Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu.  Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig.  Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um.  Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt.  En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!

„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.

AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:

„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008). 

Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (16. nóvember 2008).

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 19:29

7 Smámynd: Jón Lárusson

Ekki ætla ég að standa vörð um BB, enda hann á þingi til gæta hagsmuna annarra en almennings.

Varðandi tilkynningu ÁM og DO, þá er talað um að standa við skilyrðin á grundvelli innistæðutryggingakerfisins, en þar er um að ræða sjálfstæðan sjóð sem á að sjá um að tryggja þetta, ekkert sem segir að ríkið sé ábyrgt. Einhverjar túlkanir eru svo eitthvað sem hægt er að rífast um.

Varðandi viðmiðin um samning við ESB, þá er vísað í reglugerð94/19/EB og þar er ekkert minnst á ríkisábyrgð, heldur þvert á móti.

Það er skilningur minn að við eigum ekki að bera ábyrgð á þessum innistæðum, þ.e. sem þjóð. Hótanir og ofbeldi gagnvart okkur ásamt yfirlýsingum vanhæfra ráðamanna um hitt og þetta er að mínu mati ekki eitthvað sem breytir því.

Við stöndum frammi fyrir því að alþjóðlegir áhættufjárfestar og fyrrum nýlenduríki eru að hóta okkur til að greiða eitthvað sem okkur ber ekki að greiða. AGS/IMF er síðan að vinna sem handrukkari þessara hópa og mun ekki gæta hagsmuna Íslendinga í þessu ferli öllu. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri eignarupptöku og verðum að spyrna við fótum. Við getum ekki dæmt okkur til örbyrgðar í framtíðinni bara til að þóknast hótandi alþjóðastofnunum og fyrrum nýlendukúgurum.

Ef það á að ganga af mér dauðum, þá ætla ég alla veganna að reyna að berjast á móti.

Jón Lárusson, 17.1.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband