16.8.2009 | 23:59
Skýrir margt
Það að 90% treysti ekki íslensku fjármálaumhverfi skýrir það hvers vegna ekkert sem ríkistjórnin hefur sagt, hefur komið fram. Við áttum að sjá bætta gengisskráningu bara við það eitt að skila inn umsókn að ESB, en reyndin er sú að nú er gengið verra en það var þegar umsókninni var skilað inn. Svo er gífurleg skuldsetning til þess að byggja gjaldeyrisvaraforða, eins heimskt eins og það er, ekki til að auka traustið.
Það er augljóst á þessari könnun að við erum ekki á réttri leið með þessari undanlátssemi. Það er ekki spurning að við eigum núna að hætta að reyna að þýðast einhverja útlendinga sem hvort eð er kunna ekki að meta þann aumingjaskap sem slíkri hegðun fylgir.
Það er aðeins ein leið til að auka traust á íslensku efnahagslífi og það er með því að byggja það upp á eigin forsendum. Það er því kominn tími til að við hættum þessu bulli og byrjum að vinna verkið sem hefur beðið allt of lengi. Við þurfum að losa okkur undan núverandi kerfi sem heldur okkur í skuldafeni og taka upp nýtt kerfi sem byggir á eignamyndun.
Djúpt vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009 | 07:02
Hugrekki, dug og þor
Á ögurstundu birtist hið sanna eðli einstaklinganna, eru þeir tilbúnir til að sýna hugrekki, dug og þor, eða eru þeir lufsur sem láta undan álaginu og fórna heildinni með því fororði að þeir hafi staðið frammi fyrir hlutum sem voru öðrum að kenna og þeir hafi ekki getað annað en fórnað samfélaginu.
Við stöndum frammi fyrir því að þjóðfélagið er sagt skuldugt upp fyrir haus, án þess að nokkur verðmætasköpun virðist hafa komið á móti þessari skuldasöfnun og þrátt fyrir að ríkissjóður hafi verið nánast skuldlaus fyrir rétt rúmlega ári síðan. Stærsti hluti þessarar skuldsetningar virðist tilkominn vegna kröfu IMF um að við byggjum hér upp gjaldeyrisvaraforða til að styrkja gjaldmiðil okkar, krónuna. Einnig hafa hér komið fram kröfur Breta og Hollendinga um að við ábyrgjumst eitthvað sem álitamál er að við þurfum yfir höfuð að ábyrgjast.
Brjáluð peningastefna
Okkur er sagt að nauðsynlegt sé að byggja hér upp sterkt bankakerfi svo bankarnir geti byrjað að koma einstaklingum og fyrirtækjum til aðstoðar, smyrja hjól efnahagskerfisins. Í þessum tilgangi er milljörðum dælt í bankakerfið, milljörðum sem til að byrja með hafa farið í að fylla upp í skuldagryfjur óábyrgra stjórnenda. Hluti styrkingar bankanna hefur svo verið framkvæmd með óábyrgum skattlagningum og vörugjöldum sem hafa ekki bætt neitt í ríkisjóð, en hafa hins vegar leitt til hækkunar lánskjaravísitölunnar og þar með bætt eignarstöðu bankanna með hækkandi lánum og um leið aukinni greiðslubyrði einstaklinga.
Skoðum aðeins þessa stefnu. Því er haldið fram að styrkja þurfi bankana svo þeir geti stutt við einstaklinga og fyrirtæki. En hefur fólk velt því fyrir sér hvernig bankar geti staðið undir þessum væntingum, hvernig þeir yfir höfuð styrkja nokkurn hlut. Það eina sem bankarnir geta gert er að lána pening. Það er að segja, þeir lána þegar skuldsettum einstaklingum og fyrirtækjum meiri pening. Hvernig getur þetta verið lausn á vandamáli sem hefur rót sína í skuldsetningu. Hvernig er hægt að lækna skuldsetningu með aukinni skuldsetningu. Er þetta ekki svona svipað og að lækna þynnku með því að fá sér snafs? Sú fullyrðing að dæla þurfi peningum í bankana svo þeir geti búið til meiri pening og lánað okkur hann með vöxtum, er í eðli sínu byggða á heimsku. Það mun ALDREI vera lausn á ofskuldsetningu, að auka skuldirnar. Það er því eðlilegra að ríkið noti fjármagnið til að lagfæra skuldastöðu einstaklinga, því sterkur einstaklingur er grunnur að sterku samfélagi. Við þurfum ekki þrjá sterka banka. Einn miðlungsbanki er nóg.
En hvaðan kemur þessi snilldar hugmynd. Jú hún kemur úr smiðju alþjóðlegra peningamanna sem krafist hafa þessa af okkur í formi aðstoðar frá IMF. Þessi alþjóðastofnun er að auka vandann með þessum kröfum, ekki vinna gegn honum. Talandi um IMF, þá er vert að benda á hinn þáttinn í hugmyndafræði heimskunnar, uppbygging gjaldeyrisvaraforða með skuldsetningu.
Einfallt reiknidæmi. Til að auka tiltrú á gjaldmiðli, er gerð krafa til þess að á bak við hann sé eitthvað verðmæti, eign eða framleiðsla. Einhverra hluta vegna er landsframleiðsla Íslands ekki talin túskildings virði og því þarf að byggja verðmæti krónunnar á öðrum gjaldmiðli, gjaldeyrisvaraforða. Það á sem sagt að byggja upp eign í gjaldeyri. Það er hins vegar bara til ein leið að byggja upp eign í gjaldeyri og hún byggir ekki á ráðleggingum IMF. Skoðum betur hugmyndafræðina, eign með skuldsetningu. Ef við tökum lán upp á 100.000.000.000 og kaupum fyrir það gjaldeyri fyrir sömu upphæð, þá er bókhaldið okkar þannig. Gjaldeyrir 100.000.000.000 skuld 100.000.000.000 og eignin því 0. Það skiptir ekki máli hvort gjaldeyrisvaraforðinn er byggður upp með 100 krónu skuld eða 100 trilljón króna skuld, það myndast engin eign við þetta og því allt tal um að styrkja krónuna innantómt hjal. Þegar til þess er svo litið að vaxtakostnaðurinn við lántökuna, er hærri en vaxtatekjurnar vegna geymslunnar á varaforðanum þá verður þessi hugmyndafræði enn heimskari. Því þá er ekki um núll niðurstöðu í bókhaldinu, heldur verður neikvæð staða með hverjum deginum sem líður. Einfallt dæmi er þannig. 100 er lagt inn á reikning með 5% vöxtum og gefur það tekjur upp á 5, en skuld með 10% vöxtum kostar 10, þannig að á meðan tekjurnar eru 5 og kostnaðurinn er 10, þá myndast neikvæður munur uppá 5. Þannig getur ALDREI skapast eign með skuldsettum varaforða og því ALDREI myndast eign til stuðning gjaldmiðils. Sú hugmyndafræði að skuldsett gjaldeyriskaup styrki gjaldmiðil er því byggð á heimsku í besta falli.
Það má því reikna með að ráðleggingar IMF til ríkistjórnarinnar muni kosta þjóðfélagið gífurlegar upphæðir, án þess að séð verði að það hjálpi nokkru með styrkingu efnahagslífsins. Það væri því þjóðfélaginu til verulegra hagsbóta, ef IMF yrði þakkað fyrir ekki neitt og þeim vinsamlegast bent á að halda heim.
Gífurleg skuldsetning samfélagsins, eins og krafa er um nú, bæði með ráðleggingum IMF og vegna kröfu Breta og Hollendinga mun skerða verulega möguleika samfélagsins til að byggja upp lífvænlegt umhverfi í framtíðinni.
Vinnum á rót vandans
Allt sem við horfum til í dag eru afleiðingar og við leysum ekkert með því að horfa til afleiðinga. Að kenna einstaklingum um, ráðamönnum eða útrásarvíkingum er afskipti af afleiðingum. Að kenna vanhæfu eftirlitskerfi er afskipti af afleiðngum. Að álasa götóttum lagasetningum er afskipti af afleiðingum. Lausnin liggur ekki í því að hræra í afleiðingum. Lausnin liggur í því að horfa til rótar vandans. Rót vandans liggur í því fjármálakerfi sem við búum við í dag, þessu kerfi sem miðast við bindiskildu banka og gerir í raun ráð fyrir að bankar sjái um að fjármagna hagsæld hagkerfisins með skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja. Núverandi kerfi er þannig uppbyggt að bankar búa til peninga úr engu og lána þá einstaklingum og fyrirtækjum gegn greiðslu vaxta. Þetta leiðir til þess að bankar koma alltaf til með að heimta til baka mun meiri fjármagn í endurgreiðslu, en til staðar eru í þjóðfélaginu. Það er nefnilega þannig að þegar búin er til 1.000.000 og þess krafist að hún sé greidd til baka með 6% vöxtum, þá ætlast bankakerfið til þess að fá 60.000 krónur umfram það fjármagn sem búið var til. Þannig er algerlega ÓMÖGULEGT fyrir einstaklinga og ríki að greiða alla fjárhæðina til baka. En bankarnir, í góðsemd sinni, hafa lausn á þessu. Þeir lána bara fyrir vöxtunum. Þó allir tækju allt fjármagn í landinu og vildu með því greiða upp allar skuldir, þá væri það einfaldlega ekki hægt. Kerfið býður ekki upp á það. Kerfið leitar til skuldsetningar, ekki eignar.
Lausnin og sú eina sem leitt getur okkur úr þessum vanda, byggir á því að umturna alveg fjármálumhverfinu. Þetta er gífurleg breyting, en að sama skapi einföld í framkvæmd. Í stað þess að láta bankana um að skaffa það fjármagn sem hagkerfið þarfnast, í formi skulda, þá á ríkið að skaffa fjármagnið í formi eignar.
Peningar eru í eðli sínu verðlausir, þeirra eini tilgangur er að auðvelda skipti á þeim verðmætum sem samfélagið býr til. Það er því nauðsynlegt að samsvörun sé milli fjármagns í umferð og verðmæta samfélagsins. Ef of mikið er af fjármagni, þá myndast þennsla og verðbólga en sé skortur á fjármagni, þá verður samdráttur og kreppa í samfélaginu. Það er skýlaus krafa samfélagsins að fjármagnið sem þörf er á til að samfélagið fái notið þeirra verðmæta sem það skapar, sé sett í umferð af ríkinu í formi eignar, en ekki af bönkum í formi skuldar. Þetta er krafa sem gengur á skjön við ráðleggingar IMF, enda ekki þeim til hagsbóta að hér skapist samfélag eignar.
Hvað á að gera
Ríkið á STRAX að færa lánskjaravísitöluna aftur til þess sem hún var í febrúar, mars 2008. Við það lettir verulega á greiðslubyrði heimilanna. Hagnaður bankanna vegna þessa verðbólguskots sem varð, er engöngu bókhaldslegur, engin raunveruleg tilfærsla fjármuna átti sér stað og því munu bankarnir EKKI verða fyrir nokkru eignatjóni. Þessi eignaaukning varð til úr engu og því mun ekkert tapast við það að fella hana niður.
Ríkið á strax að gera úttekt á þeim verðmætum sem til staðar eru í samfélaginu og því fjármagni sem er í umferð. Það fjármagn sem vantar uppá til að jafnvægi sé þarna á milli skal skiptast þannig að helmingur fer til ríkisjóðs til að fjármagna samneysluna, en hinum helmingnum skal skipt jafnt á milli allra þegna samfélagsins. Ríkið á að gera það sem bankarnir hafa gert hingað til, nema nú verður það gert til eignar, en ekki skuldar.
Ríkið á endurgreiða öll erlend lán sem tekin voru til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða og sjá til þess að gjaldeyrisvaraforði verði byggður upp á hinn eina rétta hátt, með útflutningi meiri verðmæta en flutt eru inn til landsins.
Eins og áður kom fram, þá á ríkið að þakka IMF pent fyrir ekki neitt og óska þess að þeir yfirgefi landið strax. Við þurfum ekki vini sem setja snöru um háls okkar og bíða við gálgaopið.
Við þurfum að koma á nýju kerfi, kerfi sem leiðir til eignar en ekki skuldar. Við þurfum að koma á nýju kerfi sem gætir hagsmuna einstaklinganna, kerfi sem byggir upp, en brýtur ekki niður. Þetta eru ekki flóknar breytingar, en þær krefjast hugrekkis, dug og þors.
Ég kalla til alla Íslendinga, stöndum upp og sýnum hugrekki, dug og þor. Tími aumingjaskaparins er liðinn.
Telegraph: Ekkert venjulegt hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 07:08
Breið sátt?
Hversu breið verður sáttin ef þjóðin vill ekki? Fyrirvari sem byggir á því að hægt sé að taka málið upp aftur, komi það til með að verða okkur of þungt, er ekki fyrirvari, heldur heimska þeirra sem láta sér detta í hug að þetta gæti flokkast sem fyrirvari. Eins og ég hef áður sagt, þá er það þannig að sá sem gerir góðan samning, endurskoðar hann ekki neitt, hann bara brosir. Við getum óskað eftir endurskoðun samningsins eins oft og okkur langar til, en það hefur ekkert að segja ef Bretar eða Hollendingar vilja það ekki. Þannig fyrirvari er því marklaus og aðeins léleg afsökun fyrir aumingjaskap.
Allar "sáttir" sem runnar eru undan rifjum ríkistjórnarinnar eru þess líklegar að vera marklausar með öllu, enda ríkistjórninni í mun að ekki verði ögrað umsókn hennar í ESB. Það er nefnilega þannig að ríkistjórnin ber ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti, heldur er múlbundin alþjóðlegri sósíalistavæðingu í nafni ESB. Dýrt verður plássið við brusselsku kjötkatlana.
Eins og ég hef áður bent á, þá er trakteringin sem við erum að upplifa sambærileg þeirri sem Fidji búar urðu fyrir og Tolstoy greindi frá. Það verður að gera kröfu til alþingismanna að þeir hugsi um hag þjóðarinnar og láti ekki hótanir eða gylliboð villa sér sýn.
Því hefur verið haldið fram að við munum uppskera einangrun, komi til þess að við samþykkjum ekki þessa ábyrgð, eitthvað sem eingin rök hafa í raun vísað til. Hins vegar er alveg augljóst að komi Alþingi til með að samþykkja þessa ábyrgð, þá erum við búin að vera sem sjálfstæð þjóð og samfélag sem lifir við mannsæmandi kjör. Við vitum í raun ekki hvað gerist ef við segjum nei, en við vitum hvað gerist ef við segjum já.
Icesave mun gera að engu möguleika okkar til betra lífs. Við verðum að hafna Icesave og hefjast strax handa við að breyta kerfinu sem við búum við og taka upp nýtt kerfi sem byggir á eignarmyndun en ekki skuldsetningu. Hugmyndir mínar má meðal annars lesa hér og legg ég til að fólk kynni sér hið nýja kerfi sem við verðum að taka upp.
Nálægt breiðri sátt um Icesave-frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 07:09
Ábyrgð þingmanna
Nú sitja menn og ráðskast með fjöreggið og velta fyrir sér hvað sé fyrirvari og hvað ekki. Því hefur verið vellt upp að fyrirvarinn sé nægur, ef sett er inn endurupptökuákvæði. Það segir sig hins vegar sjálft að ekki er hægt að samþykkja þennan samning með slíku ákvæði. Það er einu sinni þannig að þeir sem gera góðan samning endurskoða hann ekki, þeir bara brosa.
Við höfum líka heyrt að, þó getið sé um "veð" í eignum ríkisins, þá hafi Bretar og Hollendingar sagt að þeir hefðu ekki áhuga á því að ganga eftir þessum "veðum". Þetta er nú einhvernvegin samhljóma því þegar bankastjórar biðja lántaka um að setja fasteign sína sem veð fyrir láni. Þá kemur oft "þetta er nú bara formsatriði, við höfum ekki áhuga á því að hirða af þér húsið, enda ekki í fasteignabransanum". Það hefur nefnilega aldrei komið upp að bankar gangi hart að veðum.
Ef samþykkja á þessa ábyrgð, þá þarf það að vera gert með þeim fororðum að ábyrgðin falli niður skilyrðislaust, standi íslenskt efnahagslíf ekki undir ákveðnum skilyrðum. Það segir sig reyndar sjálft að slíkt þýðir í raun takmarkaða ábyrgð ríkisins og óvíst hvort Bretar eða Hollendingar séu tilbúnir til að taka slíku.
Ábyrgð þingmanna er gífurleg vegna þessa máls og þeir geta ekki látið eftir sér einhvern "lúxus" eins og fylgisemi við úrelta hugmyndafræði sem byggir á gamaldags hægri vinstri skilgreiningum. Þeir verða að horfa út fyrir "boxið" og horfa til hagsmuna þjóðarinnar, alveg óháð flokkslínum.
Málið er einfalt. Við getum ekki samþykkt þennan samning. Það er ekki þar með sagt að við eigum ekki að standa skil skuldbindinga okkar og hlaupast undan ábyrgð. Þvert á móti, við eigum að standa okkar pligt, en við eigum ekki að gera það af því bara. Þetta mál er bara þannig að það þarf að fá alla óvissuþætti, og þeir eru fjölmargir, skilgreinda áður en ákvörðun getur legið fyrir. Þetta mál er bara ekki þannig sett að hægt sé að taka ákvörðun um það núna.
Engar greiðslur án hagvaxtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2009 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2009 | 19:15
Að pissa í skóinn sinn
Við höfum ekkert við þessi lán að gera. Það er svipað og að pissa í skóinn sinn, að sækja lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforðann. Lántaka getur verið í lagi, ef verið er að fjárfesta í einhverju sem er arðbærara en kostnaðurinn við lánið. Við erum hins vegar að taka lán til að geyma peninginn inn á bankareikning með lægri vöxtum en þeir sem við borgum fyrir lánið.
Reynið bara að taka 100.000.000 krónu yfirdráttarlán með 20% vöxtum og leggið það inn á bankareikning með 10% vöxtum. Hvað haldið þið að það líði langur tími þangað til ekkert verður eftir þar sem vextirnir éta upp höfuðstólinn og eftir stendur ekkert nema skuldin og vaxtagreiðslurnar.
Að auka verðmæti peninga með því að setja undir aðra peninga er eitthvað sem ekki gengur upp, sérstaklega þegar verðmat peninganna er byggt á huglægu mati.
Það er til lausn sem byggir ekki á skuldsetningu, en til þess að taka hana upp, þá þarfnast hugrekkis, dugs og þors. Ég legg til að þið lesið færslu mína http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/926292/ þar sem ég kem með tillögu að nýju kerfi sem myndi bæta samfélagið og byggja upp hagsæld í stað örbirgðar.
Ef "vinaþjóðir" okkar virkilega vilja hjálpa, þá gefa þær okkur svigrúm til að byggja upp hagsælt samfélag sem gerir okkur mögulegt að standa undir þeim skuldbindingum sem okkur ber að standa undir.
Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 14:53
Steingrímur og Chamberlain
Steingrímur telur ekki ástæðu til að fara í stríð við aðrar þjóðir. Þetta var það sama sem Chamberlain sagði þegar hann var spurður út í hugsanlegt stríð við Hitler. Hann fór svo til Munchen og samþykkti þar plagg sem gaf Hitler allt upp í hendurnar, en það forðaði honum ekki frá stríði. Ég tel Breta og Hollendinga ekki ætla í stríð við okkur, enda engin ástæða til þess eftir að þeir verða búnir að fá allt á silfurfati. Steingrímur verður bara að átta sig á því að stundum þarf maður að berjast fyrir sínu. Það er áhyggjuefni að hugsa til þess hvar við værum ef Steingrímur hefði farið með völdin í Þorskastríðunum.
Steingrímur segir satt þegar hann segir ekki allar þjóðir vondar við okkur og vilja okkur illt. Hins vegar á það ekki við um Breta, Hollendinga og ESB báknið, svo ekki sé talað um "vini" okkar Dani, Norðmenn og Svía. Við eigum að velja okkur félagsskap þjóða sem ekki níðast á okkur. Hvað með samvinnu við lönd eins og ríki Suður-Ameríku, Kína (sem reyndar vilja ólmir komast í samvinnu við okkur). Nei, ESB, og norðurlöndin eru ekki "vinir" okkar í dag, trakteringarnar sem við fáum frá þeim eru ekki eitthvað sem vinir gera hver öðrum.
Aumingjaskapurinn er alger og þessi árátta Steingríms J. til þess að segja alltaf VIÐ þegar hann talar um þá sem skulda Bretum og Hollendingum eitthvað er orðin óþolandi. VIÐ gerðum ekkert. Það veru íslenskir skúrkar, en ekki VIÐ. VIÐ berum því enga ábyrgð. Bendum Bretum vinsamlegast á það að hægt er að nálgast flesta þessara manna í Bretlandi í dag.
Þegar Steingrímur segist ekki sammála Joly um að við getum ekki staðið við skuldbindingarnar, þá hefur hann rétt fyrir sér að því leitinu til að í dag getum við það. Fái hann hins vegar ráðið, getum við það ekki.
Það er vert að hafa í huga að fyrir um 150 árum lentu Fiji búar í trakteringum eins og við. Var hótað sem þjóð vegna einhvers misklíðs milli bandarískra einstaklinga og einhverja íbúa Fidji. Afleiðing var hörmuleg fyrir Fidji, en þeir voru þvingaðir til að skuldsetja sig til greiðslu óheyrilegra upphæða án þess að einhver verðmæti kæmu í staðin. Þarna var bara nýlendukúgun upp á gamlamátan og það er það sama sem við erum að finna fyrir í dag, enda Hollendingar og Bretar engir nýgræðingar í þeim bransanum.
Þeir sem vilja kynna sér sögu Fiji geta lesið hana í viðhengi hér með og ég mæli endregið til þess að fólk sendi þetta viðhengi sem víðast. Ekki veitir af, sagan er nefnilega til að læra af henni.
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2009 kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
6.8.2009 | 09:42
Rétt leið
Það er ekki spurning að gjaldeyrishöftin hafa þarna nokkuð um að segja. Hins vegar er spurning hvort ekki sé í lagi að hafa þessi höft meðan unnið er að því að styrkja gjaldeyrisforðan. Það er alla vegana betra að byggja hann upp á þennan hátt heldur en að taka lán há IMF og öðrum útlendingum, lán sem svo er bara étið upp af vöxtunum.
Við stöndum á tímamótum og þurfum að nota þau til að skapa sem besta framtíð fyrir okkur sem þjóð. Við þurfum að breyta um hugsunargang og taka upp rótækar breytingar, en til þess þarf hugrekki, dug og þor. Ef við ekki tökum af skarið, þá erum við að horfa upp á margra áratuga langa göngu við strit og erfið lífsskilyrði. Sýnum hugrekki og tökum af skarið.
Legg til að fólk lesi þetta blogg mitt um leiðina sem ég sé til lausnar.
Vöruskipti áfram hagstæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2009 | 09:25
Tökum málin í eigin hendur
Það er augljóst að ríkistjórnin þarf að skipta um nafn, því hún augljósalega stjórnar ekki ríkinu. Samkvæmt direktívi landsstjórans, þá eigum við að byggja upp gjaldeyrisforða, en hvernig er það gert? Jú við eigum að fá lán (loksins þegar hann vill gefa okkur það) hjá IMF og öðrum útlendingum á háum vöxtum og geyma þau í bandarískum bönkum á lágum vöxtum. Meikar rosalegt sens. Hvaða hálviti sem er áttar sig á því að ef hann tekur yfirdráttarlán á 20% vöxtum og leggur það inn á bankareikning með 10% vöxtum, þá er hann í mínus um 10%. Ef hann svo gerir ekkert með þetta yfirdráttarlán þá éta vextirnir upp höfuðstólinn og ekkert stendur eftir nema skuldin ein. Allur "styrkur" í varaforðanum er fyrir bí. Það er ósköp einfallt, ráðleggingar IMF eru okkur til bölvunar og því á að hausa landstjórann og senda heim. Ef við förum að vilja IMF munum við verða háð erlendum ríkjum og stofnunum um aldur og ævi, en við það hverfa allir möguleikar okkar á sjálfstæðri tilveru. Það er bara einfaldlega þannig að ef við höfum ekki forsjá með fjármálum okkar, höfum við ekki forsjá okkar sjálfra. Það er aðeins ein leið til að byggja upp einhvern varaforða á gjaldeyri, en það er að selja til útlanda meira en við flytjum inn til eigin neyslu. Styrkjum innlendan iðnað og leyfum IMF og útlendingunum að eiga lánin sín.
Svo er það þessi síbylja um að bjarga bönkunum. Ég hélt að fólk væri farið að átta sig á því að þeir og kerfið sem þeir byggja á, er akkúrat rótin að vanda okkar í dag. Ef við ætlum að losa okkur úr þessum vandræðum, þá þurfum við að vinna á rótinni, ekki lagfæra afleiðingar. Að fá sér sjúss gegn þynnku er ekki lausn á þynnkunni, hún kemur alltaf um síðir aftur. Ef við viljum losna við þynnkuna, þá verðum við að breyta drykkjarvenjunum.
Ég hlustaði á Bjarna og Árna Þór í Kastljósinu í gær og kom þar mér ekkert á óvart. Ekkert kom neitt að viti frá þeim þar sem þeir voru ótrúlega sammála um að viðhalda því gamla undir fagurgala um aukið eftirlit. Árni Þór bullaði meira segja um breytt kerfi, gömlu bankarnir væru búnir að vera og nýju bankarnir myndu taka við og þá myndi allt lagast. Hann er bara ekki að átta sig á því að það er ekki verið að breyta neinu. Það eru bara að koma nýjir bankar til að taka við kyndlinum af þeim gömlu. Ekkert mun breytast nema kerfinu sjálfu verði breytt, en með því að stofna bara nýja banka mun kerfið ekki breytast. Við munum þurfa að horfa upp á annað efnhagsástand eftir einhver 10 - 15 ár. Það er mál að fólk vakni, sérstaklega þeir sem eiga að sjá um að reka sjoppuna fyrir okkur.
Öll þessi undanlátssemi við útlendinga mun ekki leiða okkur til farsældar, hún mun leiða okkur til glötunar.
Hvað er til ráða
Auðvitað getur maður gagnrýnt og gagnrýnt án þess að koma með neitt í staðinn. Ég hef hins vegar verið að reyna að opna augu fólks fyrir valkostinum sem ég tel að við stöndum frammi fyrir. Í mínum huga er það kerfið sjálft sem er rótin að þessum vanda. Við búum við kerfi þar sem öll hagsæld í þjóðfélaginu er afhent almenningi í formi lána sem við þurfum að borga bönkunum til baka með vöxtum. Þetta getur aldrei gengið upp til lengdar og mun óhjákvæmilega leiða til eignaupptöku hjá almenningi og fyrirtækjum. Í grunninn búum við við kerfi sem leitast við að skuldsetja einstaklinga, fyrirtæki og ríki, en þetta leiðir til þess að sífellt færri hafa möguleika á að lifa sómasamlegu lífi. Lausnin liggur í því að skipta um kerfi og taka upp kerfi sem leitast við að auka eignastöðu með aukinni hagsæld. Það kerfi er til og við þurfum bara að sýna hugrekki og taka það upp. Það mun vekja andúð og neikvæð viðbrögð frá landstjóranum, en það er eðlilegt vegna þess að ef við tökum þetta kerfi upp, þá mun hann ekki geta klárað verkið sem fellst í eignarupptökunni hjá okkur (efist einhver um vitleysuna í ráðleggingunum, þá mæli ég með því að viðkomandi fari á YouTube og fletti upp argentina 2001). Ótti IMF og félag þeirra verður náttúrulega enn meiri þegar umheimurinn áttar sig á því hvað við erum að gera, en það mun ekki líða langur tími áður en almenningur um allan heim mun átta sig á vitleysunni sem er líka í gangi hjá þeim. Okkar vandi er nefnilega alþjóðlegur.
"Gamla" kerfið
Peningar hafa bara einn tilgang og hann er að auðvelda skipti á verðmætum. Með aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu þarf að auka fjármagn í umferð. Ég nota orðið fjármagn vegna þess að peningar þ.e. seðlar og mynt, er ekki nema örlítið brot af því fjármagni sem er í umferð (uþb. 5 - 10%). Restin af fjármagninu sem er í umferð kemur til okkar frá bönkunum. Það er nefnilega þannig að bankar búa til pening, en það er þannig að með 10% bindiskyldu getur bankinn tekið 1.000 krónur í innlegg, en lánað 9.000 krónur. Bankar hreinlega búa til pening og það er til fjöldinn allur af vitnisburði erlendra bankamanna á netinu sem styður þetta. Margir halda það að með því að allir tækju upp sparnað og borguðu upp skuldir sínar, þá myndum við búa við hagsælla þjóðfélag. Þetta gæti ekki verið meira rangt. Kerfið sem við búum við, sér til þess að með auknum sparnaði fólks, dregur úr hagsæld þjóðfélagsins. Það er nefnilega þannig að ef ekki er til fjármagn til að hjálpa okkur til að skiptast á verðmætum sem samfélagið skapar, þá verður engin hagsæld heldur kreppa. Það er nefnilega þannig að ef of mikið af fjármagni er í umferð (2007 dæmi) þá verður þensla og verðbólga, en við það að of lítið af fjármagni er í umferð, þá verður samdráttur (2009 dæmi). Sparnaður í núverandi kerfi leiðir sjálfkrafa af sér minna fjármagn og þar af leiðandi samdrátt.
Lausnin - nýtt kerfi
Afhverju eiga bankarnir að búa til fjármagnið sem vantar uppá og lána almenningi, þ.e. þeim sem bönkunum eru þóknanlegir, með vöxtum? Væri ekki réttara að ríkið sæji um að búa til það fjármagn sem uppá vantar og skipta því jafnt á milli allra þegna samfélagsins.
"Þetta er bara kommúnismi", "Enn ein patentlausnin", "Bull og jútópíu lausn", "Það er ekki hægt að gefa fólki pening". Þetta er allt viðbrögð sem búast má við, en til að byrja með þá er þetta ekki kommúnismi, hann byggir á því að taka frá einum til að gefa öðrum sem kerfinu er þóknanlegir. Patentlausn er náttúrulega bara frasi sem notaður er til að reyna að lítillækka þá sem koma með eitthvað sem andstæðingarnir hafa ekki nein svör við. Svo kemur það sem mér finnst skemmtilegast, þetta með jútópíuna, afhverju er allt sem leiðir til betra lífs afskrifað sem bull og einhver fantasía? Er einhversstaðar meitlað í stein að lífið verði að vera erfitt og við misnotuð í tíma og ótíma? Það eru til fullt af góðum lausnum, við þurfum bara að hafa hugrekkið til að taka þær upp og hafna gömlum kreddum sem okkur hafa verið innrættar til þess eins að við fáum ekki það sem við eigum rétt á. Og það er hægt að gefa fólki pening, lánabók Kaupþings sýnir okkur það.
Ég vil sjá eftirfarandi kerfi sem sér um að stjórna fjármagni í umferð. Seðlabankinn (í breyttri mynd) sér um að halda utanum upplýsingar um þau verðmæti sem til eru í samfélaginu og þá verðmætaaukningu sem verður á hverjum tíma t.d. einu sinni á ári. Í eðlilegu umhverfi verður alltaf til aukning á verðmætum, jafnvel þó ekki sé hagvöxtur á milli ára. Ef árið 1 er verðmætaframleiðsla 100 og árið tvö aftur verðmætaframleiðsla að verðmæti 100, þá hefur ekki orðið hagvöxtur á milli ár, en verðmæti hafa samt aukist um 100 og því þarf nýtt fjármagn í umferð.
Í staðin fyrir að láta banka, sem stjórnast af græðgi, skaffa okkur þetta nýja fármagn í formi skuldar sem greiða þarf vexti af, þá sér ríkið um að reikna út nákvæmlega það magn fjármagns sem vantar. Þessu fjármagni er svo skipt þannig að ríkið tekur 50% af því til að borga fyrir samneysluna (sjúkrahús, skóla osfrv.), en hinum 50% er skipt jafnt á millir allra þegna samfélagsins. Ef einhver telur það ógerlegt, þá er það ekki svo. Við fáum á hverju ári endurgreiðslur frá ríkinu og ekki er neitt vesen að koma þeim til skila. Bankarnir framleiða fjármagn með einföldum bókhaldsfærslum og því er ekkert vandamál fyrir ríkið að gera slíkt hið sama.
Við getum hugsað okkur þennan pening sem arð af framleiðslu samfélagsins, svo kallaðan samfélagslegan arð. Það er talið eðliegt að hluthafar fái arð af rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir eru hluthafar í, alveg óháð því hvort þeir hafi lagt einhverja vinnu til rekstursins eða ekki. Þetta fjármagn sem yrði greitt út á rætur sínar að rekja til verðmætasköpunar í samfélaginu, verðmætasköpunar sem byggir á arfleið kynslóðanna og nýtingu sameiginlegra auðlinda. Það er í raun bara réttlætismál að allir fái arð af þeim auð.
Þetta kerfi myndi leiða til þess með tímanum að öll lán hyrfu þar sem fólk þyrfti ekki að fjármagn neyslu með lánum, auk þess sem þetta myndi leiða til sparnaðar fyrir þá einföldu ástæðu að bankarnir eru ekki að ýta pening að fólki í formi lána. Það tekur nokkurn tíma að laga þetta, en ég geri ráð fyrir að megnið að skuldum einstaklinga verði horfnar á 20 - 30 árum. Þetta kerfi er líka frábrugðið gamla kerfinu að því leitinu til að hér fylgist að aukin eignamyndun með aukinni hagsæld.
Við eigum möguleika á að byggja upp farsælt samfélag til framtíðar. Hættum að leita lausna sem ekki hafa virkað hingað til. Ekki láta aðra segja okkur hvað við eigum að skulda mikið þeim til ánægju. Vinnum að því að skapa þjóðfélag fyrir okkur á okkar forsendum.
Byggja þarf upp meiri gjaldeyrisforða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2009 kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
5.8.2009 | 15:32
Hagsmunir hverra?
Hagsmuni hverra er verið að gæta á Alþingi? Að samþykkja samning sem vitað er að mun ekki verða neitt annað en steinn um ökklann, þjóðinni til örbyrgðar, er bara einfaldlega ekki hagsmunagæsla fyrir Íslendinga. Ef ekki er verið að gæta hagsmuna Íslendinga, hverra þá?
Það er heimska að halda það að það sé í lagi að semja af sér bara ef maður setur inn litla klausu sem segir að það megi endurskoða samninginn seinna ef einhverjar forsendur breytast. Sá sem gerir góðan samning vill ekki breyta neinu. Samþykki Alþingi þennan samning munu Íslendingar verða að aðhlátursefni og auðfúsugestir á allar samkomur alþjóðasamfélagsins, enda alltaf nauðsynlegt að hafa skemmtiatriði á milli mála.
Að halda það að Bretar og Hollendingar séu tilbúnir til að falla frá kröfum um aðgang að auðlindum er barnaskapur í besta falli, líklegast bara heimska. Bretar hafa aldrei verið sáttir við lyktir þorskastríðanna og nú eru þeir að fá hefndina sína. Það mun ekki líða langur tími þangað til Bretar fara að gera kröfur um aðgang að fiskimiðum, ásamt reyndar öðrum, í krafti umsóknar í ESB. Ef fólk heldur svo að við getum kosið okkur undan þessari umsókn komi hún ekki til með að vera okkur í hag, þá er það bull. Icesave sér til þess að það verður enginn kostur.
Að samþykkja örbyrgð til framtíðar er ömurlegur titill til að hengja á vitnisburð sögunnar um verk sín. Menn deyja en orðspor lifir. Ætli þingheimur hafi gleymt því.
Allar ráðleggingar IMF og annarra erlendra "sérfræðinga" eru ekki tilkomnar okkur til hagsbóta, heldur til þess eins að gæta hagsmuna þeirra.
Segja samkomulag í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2009 | 11:16
Hvenær er nóg, nóg?
Ég hef einhvern vegin á tilfinningunni að þó kosið yrði um Iceave og 99.95% þjóðarinnar yrði honum andsnúinn, að Samfylkingin myndi keyra hann í gegn með sama fyrirkomulagi og ESB umsóknina. Það er nefnilega þannig að ESB umsóknin og Icesave eru samtvinnuð, enginn Icesave, enginn ESB aðild. Það verður beitt hótunum og andlegu ofbeldi til að koma þessu í gegn þjóðinni til skaða. Ég skil hins vegar ekki VG að láta undan hótunum Samfylkingarinnar um stjórnarslit. Það er aðeins einn flokkur sem getur skaðast af því og það er Samfylkingin. Ef stjórninni yrði slitið í dag, þá er eini kosturinn í stöðunni að hinir flokkarnir á þingi myndi þverpólitíska samstjórn til að vinna á málefnum landsins. VG fengi aðild að henni, en Samfylkingin væri mjög líklega úti. Þannig að þó sætunum myndi fækka væri VG enn í stjórn. Hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit eru innantómar þar sem hún ein mun líða fyrir. Ég spyr eginlega, hvenær er nóg, nóg? Hvenær þorir þingheimur að stíga niður fæti og segja hingað og ekki lengra?
Það er kominn tími til að Íslendingar hætti að láta misnota sig og fari að rísa upp til þess að vinna þau verk sem þarf að vinna.
Það þarf að bjarga heimilunum og sjá til þess að frekari upptaka eigna hætti. Það þarf að byrja á því að færa vísitöluna aftur til febrúar mars 2008 til að leiðrétta verðbólguskotið sem kom vegna hrunsins og heimskra ákvarðana ríkistjórnarinnar við völd, en hækkun verðbóta á þessum tíma átti sér enga raunverulega innistæðu. Sú leiðrétting sem yrði við það að færa vísitöluna til baka mun ekki hafa í för með sér neitt raunverulegt tap, en mun á móti létta gífurlega á greiðslubyrði almennings og fyrirtækja.
Næsta skrefið væri að hreinsa til í bókhaldinu og sjá til þess að jafnvægi sé milli verðmæta í þjóðfélaginu og fjármagns í umferð. En í kjölfarið verður að taka upp nýja hugsun í sambandi við fjármálaumhverfið.
Hætta verður að láta bankana sjá um að framleiða peninga og koma þeim í umferð í formi lána, heldur verður ríkið að taka að sér að viðhalda jafnvægi milli fjármagns í umferð og þeirra verðmæta sem eru til í landinu. Eins og reyndar lög gera ráð fyrir. Það fjármagn sem vantar uppá verðmætaeign verður svo deilt jafnt á milli allra landsmanna. En þannig öðlast allir jafnan skerf af þeirri hagsæld sem samfélagið skapar.
Það er mikilvægt að allir átti sig á því að tilgangur "peninga" er að auðvelda skipti á þeim verðmætum sem þjóðfélagið skapar. Þeir eru í sjálfu sér ekki verðmæti og eiga því ekki að ganga kaupum og sölu, enda myndast þá huglægt verðmætamat sem ekki á sér neina raunverulega stoð. Eini tilgangur krónunnar er að auðvelda skipti á verðmætum sem framleidd eru á Íslandi og því skiptir engu "trú" útlendinga á henni. Krónan á ekki að vera söluvara fyrir útlendinga. Þegar fyrirtæki selja vörur til útlanda, á taka þeir fyrir greiðslur í mynt hinna erlendu kaupenda. Þannig myndast gjaldeyrisvaraforði sem svo er nýttur til að kaupa þær nauðsynjar sem við þurfum erlendis frá. Þessi varaforði væri hins vegar eign, en ekki skuld þar sem við öflum hans með skiptum á verðmætum, en ekki heimskulegum lánum IMF.
Ef ríkistjórnin vill, þá getur hún tekið á málum hér innanlands þannig að við verðum farin að sjá verulegar breytingar til batnaðar á aðeins nokkrum mánuðum.
Það eina sem vantar er fólk sem hefur hugrekki til að vinna verkin þjóðinni til hagsbóta.
Meirihluti andvígur Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 20:10
Tími ákvarðanna er kominn.
Það kemur ekki á óvart að þessi skýrsla skuli koma verr út en skýrsla Seðlabankans, sérstaklega þegar litið er til þess að skýrsla Seðlabankans þurfti nokkrar tilraunir til að verða "rétt". Svo er maður alltaf ánægður að vita að Steingrímur J. skuli vera ánægður og að hann telji skýrslurnar ekki vera svo frábrugðnar. Meðvirknin er alger. Svo kemur félagsmálaráðherra og segir við þjóðina í sjónvarpi að það verði ekki hægt að afskrifa neinar skuldir, það sé ekkert mannlegt sem geti hjálpað fólkinu í landinu, enda slíkt ekki að skapi IMF. Þessi ríkistjórn vinnur ekki fyrir fólkið, það er deginum ljósara.
Við sem þjóð stöndum frammi fyrir ákvörðun. Hún er í sjálfu sér ekki sú hvort við eigum að borga eða ekki, heldur er þessi ákvörðun önnur og meiri. Þetta er ákvörðun sem kemur til með að móta okkur til framtíðar. Ákvörðunin er í eðli sínu ekki flókin og þarf ekki mörg gögn til að undirbyggja hana. Ákvörðunin er einfaldlega þessi:
Ætlum við að sýna hugrekki og verja það sem er okkar, eða eigum við að gefast og láta útlendinga dæma okkur til framtíðar í örbirgð.
Mín skoðun er einföld, en ég vil ekki gefast upp. Ég trúi því að til sé lausn sem feli ekki í sér uppgjöf og aumingjaskap til framtíðar. Ég veit að verði gefist upp, þá munum við sem þjóð búa við þá ákvörðun til framtíðar og þjóð sem lifir í uppgjöf uppsker aldrei neitt annað en aumingjaskap. Ég vil berjast, í versta falli tapast allt. En ég spyr mig, hverju hef ég að tapa hvort eð er. Ef ég samþykki Icesave, þá er ég að skapa ömurlega framtíð fyrir börnin mín. Ef allt fer til andskotans hér og ég þarf að flytja burt, þá vil ég geta gert það með reisn. Það er hægt að tapa með reisn og það er hægt að tapa með smán, ég veit hvað ég vel. Hvað velur þú?
Að neita því að til séu aðrar lausnir er uppgjöf. Það eru til lausnir, þær eru kannski ekki hefðbundnar, en þær byggja á hugmyndafræði sem er í andstöðu við það hugarfar sem ríkt hefur hingað til. Ég vil sjá bjarta framtíð á Íslandi og ég trúi því að hana sé hægt að skapa. Til þess þarf hugrekki, dug og þor. Ég veit að Íslendingar geta framkvæmt þær breitingar sem þarf. Íslendingar hafa verið eftirsóttir til hjálpræðisstarfa erlendis vegna þess að þeir hugsa í lausnum. Íslendingar bjarga sér alltaf, þeir redda sér. Afhverju erum við að hætta því núna?
Ég veit að hlutirnir eru erfiðir núna, en þeir batna ekki við eftirgjöf. Ríkistjórnin hefur sent okkur skýr skilaboð. Það á ekki að hjálpa fólkinu. Það á að hjálpa erlendum kröfuhöfum. Þjóðin skal blæða. Því hefur verið logið að okkur að bjarga þurfi bönkunum og borga útlendingum svo allt batni. En hvernig á þetta allt að batna. Jú við fáum lán ef við gefum eftir. Ég spyr mig hvort ég vilji meiri lán, auk þess sem ég velti því fyrir mér hvort einhver sé tilbúinn að lána þjóð sem, í besta falli, er á mörkunum með að geta borgað það sem hún þegar skuldar.
Því var logið að okkur að bara með því að afhenda umsókn um inngöngu í ESB myndi gengið batna, en ég er ekki að sjá neina breitingu þar. Svo segir ríkistjórnin að með því að, gefast upp og skuldsetja okkur upp fyrir haus, þá aukist tiltrú á okkur og lánatraust. Bullið er algert og tími til kominn að við hættum að hlusta á það.
Breytingar eru þannig að eitt hverfur og annað kemur í staðin. Þær eru í sjálfu sér ekki endalok alls. Við stöndum frammi fyrir því að velja hvað við viljum að taki við nú þegar það gamla er að hverfa og nýtt mun taka við.
Mesta hættan fólksflótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 09:08
Slæmt gæti versnað
HSBC er ekki bara stór banki, hann er RISA stór banki. Þegar horft er á slíkan samdrátt verður manni hugsað til þeirra sem ekki eru eins stórir og HSBC. Svo koma fréttir eins og þessi um samdrátt í þýsku efnahagslífi, en það vekur hjá manni grun um að ástandið sé ekki eins gott og gefið hefur verið í skin. Það hefur lengi verið skoðun mín að "bætta" ástandið sem fjallað hefur verið um undanfarið, sé í raun varhugavert og gæti sprungið í andlitið á mönnum.
Þessi "viðsnúningur" hefur byggst á væntingum manna til betri afkomu banka og minni samdráttar í samfélögum. Niðurstaðan er hins vegar ekki að standa undir þessum væntingum og því bara spurning hvenær markaðurinn, sem enn er á nálum eftir síðasta hrun, gugnar og hættir að taka áhættuna á því að ástandið sé í raun að batna. Komi til þess að markaðurinn gefi eftir, er veruleg hætta á því að niðursveiflan sem kæmi í kjölfarið, yrði slík að erfitt væri að ná sér upp úr henni án þess að gífurlegs átakst væri þörf.
Hagnaður HSBC dróst saman um 57% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 13:59
Sannleiksótti
Þessi viðbrögð Hrannars lykta af því að stjórninni sé ekki alveg sama um það sem sagt er við útlendinga, þ.e. ef það er ekki til að ýta undir þrælslund almennings og flýta ferlinu inn í ESB.
Það sem Eva er í raun að segja, er sannleikurinn, hversu illa sem það kann að koma við kauninn á ríkistjórninni. Núverandi ríkistjórn er í yfirgír að sleikja upp þá sem gætu hjálpað henni inn í ESB og þá skal allt selt. Sannleikurinn er því nokkuð sem ríkistjórnin hefur ekki mikinn áhuga á þessa stundina og því um að gera að gera sem minnst úr þeim sem vitna í hann. Það sem Hrannar hins vegar áttar sig ekki á, enda menn bent á að fólki er frjálst að tjá sig á Íslandi, er að frelsi getur leitt til skerðingar á frelsi. Það er þannig að við eigum óumdeilanlegan rétt til að tjá okkur. Hinsvegar höfum við líka frelsi til að velja okkur starf. Stundum veljum við okkur starf sem dregur úr réttindum okkar sem almennir einstaklingar og verðum við að sætta okkur við það, enda var okkur frjálst að velja starfið. Hrannar er aðstoðarmaður og pólitískur ráðgjafi forsætisráðherra og sem slíkur þá verður hann að gæta þess sem hann segir. Hans orð verða alltaf tengd forsætisráðherra óbeint meðan hann heldur þessu starfi. Vilji hann nýta sér frelsið til að tjá sig um allt og alla, þá þarf hann fyrst að nýta sér frelsið til að skipta um starf.
Eva er að benda heiminum á það sem ríkistjórnin átti að vera búin að gera fyrir löngu síðan. Það er verið að ráðast á okkur á ósanngjarnan hátt og níða af okkur skóinn án þess að okkar hlið á málunum komi fram. Þetta verður að heyrast og heyrast víða. Rót ástandsins hér liggur í gölluðum regluverkum sem við tókum upp frá ESB og verkum örfárra einstaklinga sem notfærðu sér ruglið í reglunum. Almenningur kom hér hvergi að máli og á því ekki að líða fyrir þetta. Það þarf að koma þessum upplýsingum á framfæri erlendis og Eva hefur vægið til þess að á sé hlustað og yfir höfuð birt það sem þarf að birta. Hún er þekkt í Frakklandi og ný kosin á ESB þingið. Við eigum að þakka henni fyrir, ekki hræta.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 10:30
Þögnin ríkir guðdómleg
Það sem vekur áhuga minn við þessa grein, er sú fullyrðing blaðsins, að ESB líti betur út að utan, en innan. Þetta er í takt við það sem ég hef heyrt frá fólki sem býr í þessum löndum, sérstaklega þeim sem hafa gengið lengst í sameiningarferlinu. Þetta er nefnilega ekki bandalag fólksins, heldur stjórnmálamanna og bjúrókrata.
Það er reyndar ótrúlegt að þessu skuli ekki hafa verið haldið meira fram en gert hefur verið, en það er líklegast vegna þess að fjölmiðlar á Íslandi eru almennt ESB sinnaðir. Þögnin þar á bæ ríkir guðdómleg þegar vankostir ríkjasambandsins ber á góma.
Ég sakna þess mjög að sjá ekki meiri umfjöllun í fjölmiðlum um almennt ástand í ESB ríkjunum og raunverulegan hug almennings til sambandsins. Til dæmis mætti vera meira fjallað um ástandið á Írlandi og Spáni auk þess sem vert væri að athuga þróun verðlags í ESB frá því euro var tekið upp sem gjaldmiðill. Það mætti líka skoða áhrif euro á efnahag ESB ríkjanna, sérstaklega nú eftir að efnahagsástandið versnaði.
Ég persónlega hef ekkert á móti ESB sem ríkjasambandi, sé bara enga ástæðu til að ganga í það.
Vilja meiri samhug Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009 | 17:04
Afhverju er euro ekki búið að lækka?
Er ég að missa af einhverju, en átti ekki allt að lagast, gengið að batna og allt. Bara við það eitt að sækja um inngöngu í ESB, hefja ferlið. Ég er ekki að sjá betur en að þetta hafi ekki haft nein áhrif á gengið.
Það var svo sem ekki við því að búast að nokkuð gerðist, enda getur hver sem raunverulega vill sjá það, séð að þessi innganga kemur ekki til með að gera neitt nema draga orku frá þeim verkefnum sem við ættum raunverulega að vinna að.
Þjóðin bíður eftir því að ríkistjórnin skakklappist í það að vinna vinnuna sem hún var kosin til að vinna.
Engin viðskipti á millibankamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |