Frábær smjörklípa

Maður getur ekki annað en dáðst að þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema sjómannaafsláttinn. Það tók ekki langan tíma fyrir viðbrögðin að koma fram og nú má búast við því að umræðan í þjóðfélaginu fari á hliðina vegna þessarar ákvörðunar, eins og alltaf þegar hún hefur komið upp. Í kjölfarið mun svo auðlindaskatturinn smjúga í gegn án þess að fá neina sérstaka umfjöllun.

Davíð Oddsson á nafnið smjörklípa, en hann er ekki höfundur aðferðarinnar, eða með einkarétt á því að framkvæma hana. Núverandi ríkisstjórn hefur verið mjög virk í að beita þessri aðferð og þetta mál núna gott dæmi um það.

Alveg óháð því hvaða afstöðu fólk hefur til sjómannaafsláttarins, þá er þetta mál sem hefur alltaf verið mjög viðkvæmt í samfélaginu. Ég yrði ekki hissa þó að fallið yrði frá þessari ákvörðun eftir einhverja daga eða vikur, en aðrar skattabreytingar látnar halda sér.

Ég legg til að við látum ekki villa okkur sín og draga athyglina frá því sem skiptir ekki síður máli, auðlindaskattinum. Þessi skattlagning kemur til með að fara öll út í þjóðfélagið og verður enn einn bagginn sem almenningur þarf að bera. Fyrirtækin koma ekki til með að bera hann. Þessu til viðbótar mun svo vísitalan taka annað flug og við vitum hvað það þýðir.

Við þurfum að taka upp nýtt fjármálakerfi og við verðum að standa að því saman. Ég mæli til þess að fólk lesi www.umbot.org og kynni sér þær hugmyndir sem þar eru settar fram, en þær byggja á því að finna varanlega lausn, ekki einhverja þynnku reddingu.


mbl.is Afþakka boð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Aðferðafræðin sem notuð er á vitleysingahælinu fer að minna á vafasama aðferðafræði sjálftökustjórnvalda sem enginn vill láta líkja sér við. Nú er hent inn handsprengju til þess að umræðan fari að snúast um að stöðva hana í stað þess að einbeita sér að því að aftengja kjarnorkusprengjuna í kjallaranum: Icesave.

Ef handsprengjan springur nú þá springur hún og skatturinn er kominn á án vandræða. Ef púðrið fer í að stoppa hana þá sleppur hitt í gegn.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.11.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón fyrir þarfa aðvörun.

En eina leiðin til að losna við svona Barbabrellur, er að losna við núverandi stjórn.

Og það gerist ekki að sjálfu sér.

Félagi Jón Valur hefur verið duglegur að hvetja fólk til andófs.

Og ég held að okkar tími sé kominn til að gera slíkt sama.

Þegar ný stjórnskipan kemst á, þá skapast forsendur fyrir þína skynsemi.

En sá sem ætlar ganga upp stiga á efstu hæð, hann byrjar ekki í þrepi númer 33, fyrsta þrepið þarf að stíga, áður en fleiri koma á eftir. 

Og þá þurfum við að styðja Jón Val í andófsstemmingu sinni.

Kveðja til ykkar í rödd skynseminnar hjá umbótasinnum (ég var einu sinni félagi í Umbótasinnum, en kannski ekki þeim sömu og þú).

Bið að heilsa suður.

Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Jón Lárusson

Alveg sammála þér Sindri, það er nauðsynlegt að viðhalda athyglinni á stóru sprengjunum og láta þær minni ekki trufla sig. Þessi ríkisstjórn er ekkert öðruvísi en þær sem áður hafa komið, enda forsvarsmenn hennar þeir þingmenn sem tórað hafa hvað lengst á þingi. Þetta er allt af sama fræinu sprottið, illgresið batnar ekkert þó það hafi skipt um lit.

Þakka kveðjuna Ómar og sendi aðra austur. Jón Valur hefur vissulega verið duglegur til að hvetja til andófs og færi ég honum þakkir fyrir það ásamt þeim fjölda sem staðið hefur í þessu með honum. Ég er einnig sammála þér að maður getur ekki hafið ferð í 33 skrefi, þau verða að koma í réttri röð. Spurningin er bara hvaða leið er best til að hefja förina. Nú hefur margt verið ritað og varnaðarorðin eru mörg, en þau virðast falla af núverandi landsstjórum sem vatn af gæs. Ég er hræddur um að fólk sé orðið dofið fyrir orðum á riti og það þurfi að leita annarra leiða til að koma upplýsingunum til þeirra.

Það er kallað eftir lausnum, en svo þegar þær birtast, þá eru þær kæfðar af ráðandi öflum, enda ekki þeim þóknanlegar.

Ps. Er nýja Oslóartréð ekki örugglega teflonhúðað?

Jón Lárusson, 30.11.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband