Hvenær er skattlagning sanngjörn?

Það er kannski skiljanlegt þegar fólk lítur til skattlagningar sem einhverja lausn, en þá aðeins vegna þess að það veit ekki betur. Skattlagning er ekki lausn á einu né neinu og getur heldur aldrei talist sanngjörn.

Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, er að fólkið sem á að sjá um þetta fyrir okkur, hefur bara ekki hugmynd um það hvernig á að gæta hagsmuna almennings og hvernig hægt er að stuðla að réttlátu samfélagi.

Það er ekkert mál að fjármagna ríkiskassann, það þarf bara viljan til verksins og ekki síst viljan til að sjá lausnirnar. Til handa þeim sem vilja sjá lausnirnar, þá bendi ég á www.umbot.org .


mbl.is Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Er það ekki bara gamala sagan, mikið að borga og lítið að fá?

Þessi linkur þinn virkar ekki, ekki er það nú góð lausn....heheh...djók

Einhver Ágúst, 10.11.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Jón Lárusson

Auðvitað ekki nógu gott ef linkurinn virkar ekki, en búið að laga þannig að nú virkar hann

Jón Lárusson, 10.11.2009 kl. 13:41

3 identicon

"Það veit ekki betur"  - einmitt - en ÞÚ veist? 

Það væri gott að fá svar við hvernig "þeir kláru" hafa hugsað sér að borga fyrir samfélgsþjónustu svo eitthvað sé nefnt úr því að skattar eru svona ósanngjarnir. 

Þú getur kannski svarað því úr því þú er svona "klár"?

Margrét Þ. Johnson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Jón Lárusson

Margrét, bendi þér á að fara á www.umbot.org og lesa auk þess það sem ég hef verið að blogga síðustu mánuði. Að ætla að setja það allt hér í svari til þín væri bara allt of mikill texti.

Jón Lárusson, 10.11.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband