Tækifærin út um allt

Það er ánægjulegt til þess að vita að erlendir fagfjárfestar eru ánægðir með aðstæðurnar á Íslandi. Það er ekki furða að menn séu ánægðir, enda er IMF/AGS að ná sýnu fram í björgunaraðgerðum erlendra áhættufjárfesta. Svo á að gefa vogunarsjóðum bankakerfið svo þeir geti hirt eignir bankanna. En við komum til með að sitja uppi með milljarða skuldir, engar eignir og blússandi vaxtagreiðslur. Þetta er náttúrulega ekki í lagi.

Það verður aldrei nein lausn fólgin í því að endurbyggja núverandi kerfi. Við verðum að taka upp nýtt fjármagnskerfi til þess að eiga von til þess að ná okkur út úr þessum vítahring fjármagnsbóla og samdrátta. Það er til val sem leiðir okkur til eignar en ekki skuldar eins og núverandi kerfi. Ég mæli með því að fólk skoði hugmyndirnar sem koma fram hjá www.umbot.org en þær eru valkostur við það kerfi sem við búum við í dag.

Ef þú ert búinn að fá nóg, þá skaltu skoða www.umbot.org .


mbl.is SEB spáir styrkingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband