Dæmisaga, dæmi hver fyrir sig

Eftir áramótaskaupið árið 2009, héldu um 50.000 Íslendingar austur fyrir fjall og upp í uppsveitir Árnessýslu. Þessi Íslendingar höfðu fengið nóg af vitleysunni og dauðyflishættinum sem tröllreið öllu samfélaginu á Íslandi. Hópurinn lýsti sig úr lögum við það sem þau kölluðu hið gamla Ísland og stofnuðu samfélag sem þeir nefndu Nýja Ísland.

Nýja Ísland var ekki búið að vera starfandi mjög lengi, þegar íbúarnir tóku eftir því að það vantaði peninga til að auðvelda þeim að skiptast á þeim verðmætum sem þau voru að skapa sem samfélag. Þó hugmyndin um enga peninga og hrein vöruskipti hefði verið góð, þá var þetta bara erfiðara eftir því sem sérhæfingin var meiri og íbúarnir bara allt of margir til að þetta gengi upp. Það varð því að redda pening svo hægt væri að auðvelda íbúunum að skiptast á verðmætunum.

Sett var saman nefnd sem fór yfir öll verðmætin í samfélaginu og þau skilgreind. Íbúarnir vissu nefnilega að það þurfti að vera samræmi á milli verðmætanna í samfélaginu og þess fjármagns sem var í umferð. Þegar verðmtin höfðu verið skilgreind, þá vantaðið bara peninginn. En hvar átti hann að fást. Elli efasemdarmaður fór strax að tala um það að þau hefðu ekki átt að slíta sig í sundur frá gamla Íslandi, en fyrst svo hefði verið, þá væri réttast að við hefðum samband við alþjóðabankann og fengjum í gegnum hann og IMF/AGS lán sem samsvaraði þeim verðmætum sem þau höfðu skapað. Hann taldi meira að segja að við gætum fengið þetta með brilljant góðum vöxtum uppá 6%. Menn voru svo sem ekki mikið hrifnir af þessu, en höfðu samband við IMF/AGS og fengu svar mjög fljótlega. Þar sagði að það væri ekki neitt mál að fá lán. Þeir yrðu bara fyrst að stofna banka, seðlabanka, sem myndi fara fram á lánið. Til tryggingar væri sett skuldabréf útgefið á ríkissjóð uppá 100.000.000.000 dollara. Þetta yrði svo borgað til baka á næstu 150 árum. Þessum pening yrði svo dreift á þrjá stóra og sterka banka sem stofnaðir yrðu, með skuldabréfi frá ríkissjóðnum þeirra, en bankarnir myndu svo framlána íbúunum þennan pening svo þeir gætu byrjað að skiptast á þeim vörum sem þau framleiddu. Brilliant sagði Elli.

Gulli götusópari var hins vegar ekki eins hrifinn af þessari hugmynd og náði að fresta ákvörðuninni um nokkra daga. Þegar svo kom að ákvörðunardeginum, þá tók Gulli til máls.

"Við fórum hingað því við vorum búin að fá nóg af þessu bulli öllu saman. Við vildum ekki háa skatta og vitlausa stjórn, enda hafa ekki verið lagðir á neinir skattar og stjórnunin verið í lágmarki, aðeins til að höndla það allra nauðsynlegasta og sjá til þess að samfélagið gangi sem snuðrulausast fyrir sig". Gulli benti á að til þess að geta borgað þetta lán frá sjóðnum, þá þyrfti samfélagið að leggja á gífurlega skatta, bara til að standa undir endurgreiðslunni og vöxtunum. Þetta væri svo sem skárra heldur en að borga bara í sjóð sem svo var tæmdur af útlendingum sem voru að redda fjárfestingunum sínum, eins og gerðist á gamla Íslandi. Allir voru honum sammála. Þessi lántaka er náttúrulega bara bull, en þau væru þvinguð til hennar. Gætu ekki annað.

Gulli brosti og benti þeim á tuttugu og fjóra kassa sem hann hafði drösslað inn á fundinn. "Sjáiði til" sagði Gulli og benti Palla prentara að koma með kassana, "Palli prentaði hérna fyrir mig 100.000.000.000 skildinga í 1, 2, 5, 10, 50, 100 og 1000 skildinga seðlum". Allir horfðu á Gulla og Palla þar sem þeir opnuðu kassana. Enginn skildi nokkuð í þessu og enn síður hvernig Gulli hefði haft efni á öllum þessum skildingum. Gulli skírði það einfaldlega svona. "Peningar eru verðlaus pappír, þangað til að búið er að skilgreina verðmætin sem þeir eiga að auðvelda skiptin á, þ.e. hin undirliggjandi verðmæti skilgreina verðmæti peninganna. Þannig að það var ekkert mál, ég bara sópaði prentsmiðjuna hans Palla og fékk þessa peninga í staðinn". Fólkið var ekki alveg að fatta, en sá samt að þarna voru komnir peningar sem nægðu til að skiptast á þeim verðmætum sem til voru. Halli hagfræðingur rétti nú upp höndina og spurði skeptískur, "ég get séð að hérna eru peningar, verðlausir peningar reyndar, en samt. Við verðum að koma þeim fyrir í banka svo hægt sé að byrja að lána þá út í samfélagið, svo við getum byrjað að nota þá. Hver á stjórna bönkunum. Það verður að vera hagfræðingur geri ég ráð fyrir". Enn brosti Gulli og sagði svo ekki vera.

"Þú sérð til Halli, við þurfum ekki að lána peninginn. Þessi peningur er eign samfélagsins og við erum samfélagið". En það sem Gulli gerði næst vakti enn meiri undrun en það að hann skildi hafa komið með allan þennan pening. Hann einfaldlega tók helminginn og sagði það vera eign samfélagsins, ríkissjóð þeirra. Hinum helmingnum skipti hann svo jafnt á milli allra. "Þetta", sagði Gulli "er fjármagnið okkar. Við notum hvert okkar 1.000.000 skildinga á þann hátt sem okkur hugnast best, en 50.000.000.000 skilingarnir sem eftir eru, fara í samneysluna".

Íbúarnir voru svolítið undrandi á þessu. Þarna var allt í einu verið að gefa þeim pening og þau voru komin með ríkissjóð, án þess að leggja á svo mikið sem prómill í skatt. Hvernig gat þetta gengið. Halli var að fara yfirum. "Þetta getur ekki verið, það er ekki hægt að gefa pening bara sí sona og við sköpum hann bara ekki úr engu". Gulli klappaði Halla á öxlina og sagði einfaldlega "Við erum ekki að gera neitt annað en það sem bankakerfið gerir hvort eð er. Bankarnir búa til pening úr engu og láta okkur fá. Munurinn er bara sá að núna erum við að láta okkur fá þennan pening sjálf og við rukkum okkur ekki um vexti, né krefjum við okkur um endurgreiðslu".

Ágæti lesandi, það er nefnilega þannig að peningar eru ekki eitthvað sem bara bankar geta búið til og einir skaffað okkur. Við getum auðveldlega búið þá til sjálf og komið þeim til okkar án þeirra tilstilli. Við stöndum frammi fyrir lausnum, sem ekki þarfnast þess að við ábyrgjumst áhættufjárfestingar útlendinga. Það er til lausn og hún er einföld og kemur til með að hjálpa almenningi, þvert á það sem ríkisstjórnin heldur fram. Við stöndum ekki frammi fyrir erfiðum valkostum sem er hver öðrum erfiðari. Við stöndum frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að vera þrælar núverandi kerfis, eða ætlum við að nýta okkur tækifærið með falli hins gamla og byggja upp nýtt kerfi sem er almenningi til hagsbóta á kostnað sérhagsmunaaðilanna.


mbl.is „Þetta mjakast áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta hljóma allt of vel og einfalt til að geta verið framkvæmanlegt..

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Jón Lárusson

Stundum eru það einföldu hlutirnir sem virka best. Auðvitað virkar þetta of einfalt, en það er aðeins vegna þess að okkur hefur verið sagt að þetta verði að vera öðruvísi. Afhverju er bara hægt að hafa peningaframleiðsluna í höndum banka sem lána okkur þá með vöxtum, en ekki í höndum ríkissins sem deilir þeim jafnt til allra án gjaldtöku?

Jón Lárusson, 25.10.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 21:58

4 identicon

"Afhverju er bara hægt að hafa peningaframleiðsluna í höndum banka sem lána okkur þá með vöxtum, en ekki í höndum ríkissins sem deilir þeim jafnt til allra án gjaldtöku?"

Góð spurning Jón! Seðlabankakerfi heimsins er hannað til þess að arðræna okkur í gegnum ríkin og því fyrr sem við hristum þetta óværusystem af okkur því betra.

"The issue which has swept down the centuries
and which will have to be fought sooner or later
is the people versus the banks."  ~Lord Acton~

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 02:04

5 Smámynd: Jón Lárusson

Lúðvík - Það er áhugavert að hugsa til þess, að í öllum nornaveiðunum á hendur "þeim" sem bera ábyrgð, þá hefur enginn bennt á t.d. Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Einnig veltir maður fyrir sér hrópunum "vanhæf ríkisstjórn" en svo er allt frábært þegar bara helmingur hennar fer frá. Það er bara einfaldlega þannig að það eru allir flokkar og flestir núverandi ráðamenn með skitinn á milli tánna. Eina lausnin undan sérhagsmununum er að koma með alveg nýtt fólk í stjórn landsins. Fólk sem ekki er brennimerkt hagsmunaaðilum. Þjóðstjórnarhugmyndin er að mörguleiti ágæt, en hefur samt þann vankannt að, annað hvort er hún skipuð öllum núverandi stjórnmálaflokkum eða "sérfræðingum" sem óhjákvæmilega væru tengdir sérhagsmunaaðilum. Við þurfum að að kjósa aftur og í þetta skiptið þurfa að vera í framboði einstaklingar sem ekki koma úr gamla kerfinu.

IB - Ég er alveg sammála þér með að orsökin liggur í kerfinu sem við búum við. Svo lengi sem kerfið heldur áfram, þá munum við ekki leysa nein mál. Allar "lausnir" sem miðast við núverandi kerfi þýða bara eitt. Eftir um 20 ár munum við standa aftur í sömu súpunni.

Við munum aldrei verða frjáls nema með byltingu hugarfarsins og þess kerfis sem við búum við.

Jón Lárusson, 26.10.2009 kl. 07:31

6 Smámynd: Offari

Hvenær fæ ég mína skildinga?

Offari, 26.10.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Jón Lárusson

Offari minn, í núverandi kerfi færðu þá ekki. Það þarf að koma á nýju fjármagnskerfi til þess að þetta geti gengið eftir. Ég veit ekki til þess að neinn sé að benda á þessar breytingar nema www.umbot.org

Jón Lárusson, 27.10.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband