Okkar lán liggur ekki hjá IMF/AGS

Kalt hagsmunamat segir mér að við eigum ekki annarra kosta völ en að gera upp Icesave reikningana 

Ég verð að segja að ég er ekki sammála Jóhönnu varðandi þá þætti sem hún nefnir. Lausn Icesave er að hennar mati grundvöllurinn fyrir lánveitingum IMF/AGS og annarra þjóða. Þetta er nauðsynlegt til þess að byggja upp gjaldeyrisforðann, en ég hef nefnt það áður að gjaldeyrisforðinn verður ekki byggður upp með lántökum, milljarður í lán til að kaupa gjaldeyrir, þýðir ekki styrkingu upp á milljarð. Með neikvæðri ávöxtun eins og þessi lán eru, þá þýðir þetta veikari eignarstöðu og þar af leiðandi veikari gjaldmiðil.

Gjaldeyrishöftin munu ekki heldur vera háð því að taka lán. Auðvitað getum við betur borgað út gjaldeyri ef við ætlum að nota lánin til að senda pening úr landi. Við það mun hins vegar eignarstaða ríkisins versna enn frekar þar sem við munu ekki einu sinni eiga gjaldeyri upp í skuldirnar sem við tókum. Slík staða gerir ekkert annað en að veikja gengið enn frekar, ekki styrkja.

Svo er það vaxtalækkunarmöugleikinn. Jóhanna þarf að átta sig á því að það tekur ekki nema fimm mínútur að lækka vextina, þ.e. þann tíma sem tekur að hringja í Seðlabankann og fá samband við seðlabankastjórann. Það þarf ekki lán til að lækka vexti, það þarf bara hugrekki.

Hvernig dettur henni í hug að lánshæfismat landsins muni batna við það að hella landinu í gífurlegar skuldir, sem ekki eru nýttar í arðbærar framkvæmdir, heldur bara eyðslu. Hvernig myndi maður verða meðhöndlaður ef maður færi í bankann og segði, "jæja nú vil ég fá lán á bestu kjörum. Ég hef hins vegar skuldsett mig alveg upp í rót, svo að ég líklegast næ ekki að borga þær skuldir til baka". Að sjálfsögðu mun bankinn lána mér allan þann pening sem ég þarf, á bestu mögulegu kjörum. Er ekki í lagi með þetta fólk sem vill auka lánshæfið með auknum skuldum.

Ég verð að segja, að ég er ekki svo viss um að við munum einangrast á alþjóðavísu ef við lúffum ekki fyrir Bretum og Hollendingum. Auðvitað eigum við að borga það sem okkur ber að borga, en við eigum að fara yfir Icesave málið í því samhengi sem það á heima, með vísan til hryðjuverkalagana bresku. Við eigum að skoða nákvæmlega hvað okkur ber að borga af Icesave, draga frá kostnaðinn sem við höfum orðið fyrir vegna aðgerða breskra stjórnvalda og þá sjáum við hvað verður gert við muninn. Auðvitað má búast við að Bretar og Hollendingar verði okkur fúlir, meira að segja ESB gæti orðið erfitt, jafnvel ásamt BNA. En við verðum að átta okkur á því að þetta er ekki öll heimsbyggðin. Þetta er reyndar bara lítill hluti hennar og við eigum að horfa á það frá þeim sjónarhóli.

Ég er sammála að við eigum mest sameiginlegt með Evrópu, út frá menningarlegu sjónarmiði. En ég er ekki tilbúinn að hanga þar undir hótunum og ofbeldi, bara til að hanga þar.

Nú er tími til að rísa upp úr aumingjaskapnum og fara að vinna þá vinnu sem þarf að vinna. Við þurfum að vinna að því að byggja hér upp samfélag sem byggir á okkar forsendum og til hagsbóta fyrir okkur sjálf. Við eigum að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn í samfélaginu hagnast með aukinni hagsæld, þar sem hann getur horft til framtíðar með von í brjósti. Nú er tækifærið, það væri óafsakanlegt að nýta það ekki.

Ísland á framtíð fyrir sér, en sú framtíð á að byggja á okkar eigin forsendum, okkur til hagsbóta.


mbl.is Vill óráðsíu og græðgi burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr látum ekki kúga okkur þar er ég sammála. Auðvitað eigum við ekki að borga þó það væri ekki nema að það að láta kúga sig væri ástæðan til þess að gera það ekki.

Sigurður Haraldsson, 5.10.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband