25.9.2009 | 09:46
Tími kominn til að fara vinna
Lausnin fyrir heimilin og þar með samfélagið í heild, er ekki flókin. Það þarf hins vegar hugrekki til þess að framkvæma hana. Eftirfarandi er að finna á vef Umbótahreyfingarinnar - Nýs samfélags, sem var stofnuð 11. september sl. En hún hefur það markmið að koma á bættu samfélagi hér á landi, þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi.
Eftirfarndi þarf að gera og það strax:
1. Vísitala lána verði að minnsta kosti færð aftur til þess hún var í febrúar/mars 2008. Hin gífurlega aukning sem hefur orðið á vísitölunni hefur gert það að verkum að lán almennings hafa hækkað slíkt að margir eru á mörkunum með að standa undir þeim. Einnig hefur óábirg hegðun ríkisstjórnarinnar, með hækkunum á gjöldum og tollum, leitt til þess að vísitalan hefur hækkað verulega, án þess að séð verði að ríkið auki tekjur sínar að ráði. Hækkunin sem orðið hefur er bókhaldslegs eðlis og allar leiðréttingar á henni væru það að sama skapi líka. Það er því ekki um að ræða raunverulegar tilfærslur á fjármunum og því væri aðgerð sem þessi algerlega kostnaðarlaus fyrir samfélagið. Aðgerð sem þessa tekur aðeins brot úr degi að framkvæma, en hún getur skipt sköpum fyrir almenning í landinu.
2. Allar afskriftir á skuldum einstaklinga milli nýju og gömlu bankanna skulu færast beint til skuldara. Einnig skulu allar afskriftir sem bankar og aðrar lánastofnanir hafa fengið hjá erlendum lánadrottnum, yfirfærast á þá einstaklinga sem skulda umræddum fyrirtækjum í sambærilegri mynt.
3. Hætt verður við að byggja upp þrjá stóra banka og áhersla lögð á að til staðar sé meðalstór banki sem þjónað geti hagsmunum Íslendinga. Vinnan og fjármagnið sem nota átti í þessa banka verði í staðin nýtt til hagsbóta fyrir almenning í formi bættari þjónustu.
4. Hætt verður við erlendar lántökur sem hugsaðar eru til að "styrkja" krónuna. Peningar sem teknir eru að láni og geymdir inn á bankareikningum sem bera lægri vexti en kostnaðurinn við lántökuna, skilar aldrei neinni eignaraukningu og styrkingu fyrir krónuna. Þegar svo þetta er notað til mótvægis við áhættufjárfesta á opnum markaði með gjaldeyri, þá hefur þetta enn minni styrkingu í för með sér. Engin ný lán hafa komið til síðan í febrúar 2009, en sá tími sem liðinn er síðan, ætti að sýna öllum að þörfin er ekki slík fyrir þessi lán. Lán skal aldrei taka, nema þá í þeim tilgangi að fjármagna arðbærar framkvæmdir sem skila meiri tekjum en kostnaðurinn við lántökuna. Krónan verði strax tekin af markaði þar sem vera hennar þar er aðeins til hagsbóta fyrir erlenda áhættufjárfesta.
5. Vextir seðlabankans verði lækkaðir niður í 2%. Vextir eru mannleg hugmyndafræði og því í mannlegu valdi að breyta þeim. Allar helstu lánastofnanir eru núna ríkisreknar og því einfallt mál að hafa stjórn á útflæði lána. Auk þess er hæpið að einstaklingar sæki í auknar lántökur næstu vikur eða mánuði. Lækkun vaxta mun aðeins hafa í för með sér hagsbót fyrir almenning.
Þetta er ekki erfit og alls ekki "utan mannlegs máttar að framkvæma". Þetta ástand er mannanna verk og því minnsta mál að lagfæra með mannanna verkum.
Við eigum að gera kröfu til þess að ríkistjórnin fari að sinna hagsmunum fólksins í landinu, ella segja af sér.
Holskefla uppboða verði frestur ekki framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábær færsla, verst að stjórnmálamenn skuli ekki fatta þetta.
Jon (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:14
Vandamálið er að stjórnmálamennirnir eru ekki að gæta hagsmuna almennings. Ef svo væri, þá væri ástandið mun betra hér á landi. Almenningur þarf að rísa upp og mótmæla þessari hagsmunagæslu sem ríkið er að gæta fyrir hönd erlendra áhættufjárfesta, allt á kostnað almennings.
Jón Lárusson, 27.9.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.