16.8.2009 | 23:59
Skýrir margt
Það að 90% treysti ekki íslensku fjármálaumhverfi skýrir það hvers vegna ekkert sem ríkistjórnin hefur sagt, hefur komið fram. Við áttum að sjá bætta gengisskráningu bara við það eitt að skila inn umsókn að ESB, en reyndin er sú að nú er gengið verra en það var þegar umsókninni var skilað inn. Svo er gífurleg skuldsetning til þess að byggja gjaldeyrisvaraforða, eins heimskt eins og það er, ekki til að auka traustið.
Það er augljóst á þessari könnun að við erum ekki á réttri leið með þessari undanlátssemi. Það er ekki spurning að við eigum núna að hætta að reyna að þýðast einhverja útlendinga sem hvort eð er kunna ekki að meta þann aumingjaskap sem slíkri hegðun fylgir.
Það er aðeins ein leið til að auka traust á íslensku efnahagslífi og það er með því að byggja það upp á eigin forsendum. Það er því kominn tími til að við hættum þessu bulli og byrjum að vinna verkið sem hefur beðið allt of lengi. Við þurfum að losa okkur undan núverandi kerfi sem heldur okkur í skuldafeni og taka upp nýtt kerfi sem byggir á eignamyndun.
Djúpt vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tja, að byggja upp traust, snýst um trúverðugleika.
Sennilega, kaupir enginn, sem raunverulega hefur vit í kollinum, að efnahagstefna stjórnvalda komi til með að virka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 01:43
Efnahagsstefnan var andvanafædd. Strax frá fyrsta degi var "eignastaða" gjaldeyrisvaraforðans komin í mínus vegna óhagstæðs vaxtamunar. Það sjá það allir fjárfestar að hér er ekki verið að byggja upp efnhagsumhverfi, eldur er hér um að ræða kapphlaup erlendra áhættufjárfesta til þess að ná sem flestum verðmætum úr þjóðfélaginu. Það er nefnilega þannig með áhættufjárfesta, að á meðan þeir eru æstir í hagnaðinn, þá eiga þeir erfitt með að taka á sig áhættuna.
Núverandi stjórn er, að fororði IMF, á fullu að vinna að því að bjarga fjárfestingum erlendra áhættufjárfesta. Til hvers á að byggja upp gjaldeyrisvaraforða, jú það er verið að sækja hingað gjaldeyri svo áhættufjárfestarnir geti tekið til sín það sem eftir er af fjárfestingum þeirra. Síðan eru, í gegnum IMF, áhættufjárfestarnir látnir fá alskonar eignir til að bæta þeim tapið s.s. bankar, en þetta er allt sagt vera gert í nafni aukins traust erlendra fjárfesta á landinu, þegar í raun er hlegið að okkur vegna aumingjaskaparins. Minnimáttakenndin sem hrjárir ráðamenn og suma Íslendinga er nýtt út í ystu æsar.
Almenningur verður að átta sig á því að ráðamenn eru viljalaust verkfæri í höndum IMF sem stjórnar eignaupptöku í slíkum stærðarflokki að ekki hefur áður sést í íslenskri sögu. Almenningur verður að krefjast þess af þingmönnum að þeir sýni í verki fyrir hverja þeir vinni. Að öðrum kosti verða þeir að segja af sér. Það er til leið til að koma hjólum samfélagsins á stað aftur og við verðum að hefjast strax handa við að vinna að henni.
Jón Lárusson, 17.8.2009 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.