8.8.2009 | 19:15
Að pissa í skóinn sinn
Við höfum ekkert við þessi lán að gera. Það er svipað og að pissa í skóinn sinn, að sækja lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforðann. Lántaka getur verið í lagi, ef verið er að fjárfesta í einhverju sem er arðbærara en kostnaðurinn við lánið. Við erum hins vegar að taka lán til að geyma peninginn inn á bankareikning með lægri vöxtum en þeir sem við borgum fyrir lánið.
Reynið bara að taka 100.000.000 krónu yfirdráttarlán með 20% vöxtum og leggið það inn á bankareikning með 10% vöxtum. Hvað haldið þið að það líði langur tími þangað til ekkert verður eftir þar sem vextirnir éta upp höfuðstólinn og eftir stendur ekkert nema skuldin og vaxtagreiðslurnar.
Að auka verðmæti peninga með því að setja undir aðra peninga er eitthvað sem ekki gengur upp, sérstaklega þegar verðmat peninganna er byggt á huglægu mati.
Það er til lausn sem byggir ekki á skuldsetningu, en til þess að taka hana upp, þá þarfnast hugrekkis, dugs og þors. Ég legg til að þið lesið færslu mína http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/926292/ þar sem ég kem með tillögu að nýju kerfi sem myndi bæta samfélagið og byggja upp hagsæld í stað örbirgðar.
Ef "vinaþjóðir" okkar virkilega vilja hjálpa, þá gefa þær okkur svigrúm til að byggja upp hagsælt samfélag sem gerir okkur mögulegt að standa undir þeim skuldbindingum sem okkur ber að standa undir.
Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stærstu og ríkustu menn/fyrirtæki, sem hafa stjórnvöld í vasanum, myndu aldrey leyfa svona fallegri hugmynd að dafna. Þeir vilja engu breyta þó svo augljós galli sé á kerfi og lögum. En það er alveg rétt hjá þér að nú þarf að sýna hugrekki og breyta varanlega kerfinu og sýna heiminum að það sé hægt og myndu allir virða okkurIslendinga að nýju nema nú í mun hærra caliberi.
Sjáðu einnig hvað það er augljós galli að kristin trúfélög eru í skattaskjóli en önnur ekki, lög sem að gilda yfir okkur eru samin af dóms og kirkjumálaráðuneyti.... af hverju eru bara 2 af boðorðunum 10 í lögum.Trúfélagið Krossinn er einnig í skattaskóli en hin ekki? Barn fæðist hérlendis og er sjálfkrafa skráður sem meðlimur þjóðkirku, þó svo að ekki sé búið að skíra barnið, ef móðirn er í þjóðkirkuni. Okkur er sagt að guð elskar alla og hann kenni okkur kærleik, heiðarleika, göfurlyndi, hugrekki og umburðarlyndi, EN síðan segir hann að trúir þú á aðra guði en mig ferðu til helvítis eða steina á karlmann( takið eftir, aðeins karmenn) leggist hann með öðrum karlmönnum........ Hvað varð af umburðarlyndinu? Eftir þessari bók eru okkur kennd lífsgildi og settur okkur sem leiðarvísir.
Rættast væri að banna trúarbrögð með lögum. Þú borgar skatt til þjóðkirkju og við útskráningu úr henni fer sama hlutfall til háskólans (sem er einnig með trúfræðideild sem er dýr í rekstri) þó svo þú lærir iðngrein og hefur ekki erindi í háskólann.
Breytingar er þörf því sífelt fleirri eru farnir að sjá í gegnum svikamillu AGS (sem er dótturfélag ameríska seðlabankans, eina einkarekna seðlabanka heims) sem prentar peninga sem ekkert er á bakvið(verðmæti eða gull) og starfa evrópskir seðlabankar eftir þeirra regluverki?????(reglum samdar af einkareknum ''alþjóðar.. gjaldeyrissjóð sem að búa til peninga úr loftinu einusaman) heilvita maður sér að þetta er glórulaust og meingallað kerfi sem hefur gengið einum of lengi.
Ég skora á stjórnvöld að ríða á vaðið og standa upp og sýna heiminum að búa í samfélagi sem þjónar öllum og það er ekki eins ómögulegt og okkur er kennt að halda og marka dýpstu spor í sögu mannkins.
P.s. Gaman fannst mér að sjá að menn eins og þú Jón, með sömu rökréttu sýn á alheims-kerfisvilluni séu til hérlendis því að ég er mest pirraður á því að aðrir eru ekki pirraðir.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 00:35
Sæll Jón,
Hvað gjaldeyrisvaraforðann varðar (ath. ekki Icesave!) þá er þetta mjög athyglisvert innlegg!
Einkum þetta sem fram kemur í fréttinni: "....Það vita allir sem fylgjast með gjaldeyrismörkuðum að gjaldeyrisvarasjóður sem vitað er að má ekki eyða hefur engan tilgang." Ef það er vitað að ekki megi eyða varasjóðnum, eins og haft er eftir Jóni Daníelssyni, þá náttúrulega er lántakan alveg total!
Þetta þarf maður að stúdera frekar fyrir sitt leyti og fá frekari upplýsingar um.
Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 00:36
Það liggur í orðarins eðli að varaforði sé eitthvað sem ekki á að nota nema í neyð og helst ekki. Þessi gjaldeyrisvaraforði er eitthvað sem ekki á að nota, heldur bara hafa. Það hefur margoft komið fram og þá sem "rök" fyrir því að setja hann upp. Ráðamenn eru bara alveg ráðalausir varðandi þetta ástand, enda ekki vanir að hugsa sjálfstætt að því er virðist.
Það er eins og ráðamönnum sé fyrirmunað að sjá nokkuð annað en gamlar tuggur og svör sem bara grafa okkur dýpra og dýpra í fenið.
Jón Lárusson, 9.8.2009 kl. 21:43
Það er auðvitað þannig Gunnar, að þeir aðilar sem hafa fjárhagslegan hag af því að viðhalda núverandi kerfi og sjá til þess að við tökum sem flest lán, eru þeir sömu og notfæra sér IMF. Þessi sjóður fór mjög illa með Argentínu, en þar var sama boðorð á borði eins og nú, að taka sem mest af lánum. Eftir því sem Argentína varð skuldugri, því "betri" varð árangurinn af vinnu IMF. En við hverju er að búast í kerfi sem hagvöxtur samfélaga leitast við að skuldsetja einstaklinga og ríki. Það ætti að vera öfugt, aukinn hagvöxtur auki eignamyndun.
Jón Lárusson, 9.8.2009 kl. 21:46
Sæll Jón,
Varasjóður er vissulega til vara. En það hefur að minnsta kosti tvennan tilgang samt:
1) Vera öryggissjóður til stuðnings bankastarfsemi í landinu og auka þar með trúverðugleika bankakerfisins út á við,
2) styðja við gjaldmiðilinn, krónuna.
Eins og þú bendir á þá er vissulega eðlilegast að slíkur varasjóður byggist upp innanfrá, það er af viðskiptum við útlönd. En þegar ekkert er í hlöðunum þá er hallærið verra (og ábyrgð þeirra sem hér "stjórnuðu" enn meiri!). Hvað er þá best að gera, það er spurningin. Og umræðan nú, um það hvort gjaldeyrisvarasjóðurinn, og þar með lánið frá AGS, sé í raun óþarfi eða a.m.k. tilgangslítill, er merkileg.
Þetta sem þú segir við Gunnar þarna að ofan er líka athyglisvert. Hvernig má það vera að fyrirtæki sé sagt vel rekið þegar í rauninni er allt byggt á lánastarfsemi og skuldum? Hvað með sjávarútveginn t.d.? Hann er sagður (af Sjálfstæðismönnum) búa að hagræðingu. En í raun er sjávarútvegurinn skuldum vafinn. Og ekki er minnst á "hagræðinguna" fyrir þá sem flytja þurftu á mölina og byrja upp á nýtt vegna hvarfs kvótans úr byggðarlögunum úti á landi! Maður skilur náttúrulega ekki þessa hagfræði.
Maður stendur ekki vel nema maður sé skuldlaus! Það hlýtur að vera hin náttúrulega og eðlilega hagfræði. Og að nýta hlutina er líka, í mínum huga, hin eðlilega og náttúrulega hagfræði, en ekki þessi gengdarlausa neysla.
Þetta snertir reyndar eðli kapítalismans sem virðist ganga út á lánastarfsemi og neyslu! Hversu afvegaleidd er þá sú hugmyndafræði!
Eiríkur Sjóberg, 10.8.2009 kl. 10:19
Blessaður Eiríkur,
Fyrst atriði tvö, en gjaldmiðill getur í raun aldrei orðið stuðningur við annan gjaldmiðil. Það er þannig að gjalmiðill, peningar, eru verðlausir og hafa alla sína verðmætatengingu við eitthvað annað, annað hvort góðmálm eða framleiðslu þess samfélags sem gefur út peninginn. Ríki sem tekur lán til að kaupa gjaldeyri á ekki neitt, eignir og skuldir koma út á núll. Þó við tækjum þúsundir milljarða dollara í lán, þá væri eignastaðan núll og því ekki mikill styrkur fyrir myntina okkar. Styrkur krónunnar kemur við eignarmyndun ekki skuldasöfnun. Trúboð IMF um skuldsetningu þjóða, eins og kom sterklega fram í meðhöndlun þeirra á Argentínu, er gjaldþrota hugmyndafræði og við eigum að henda henni út í hafsauga, ásamt landstjóra IMF.
Atriði eitt, varðandi það að vera öryggisvarasjóður til að byggja upp trúverðuleika bankakerfisins er líka eitt bullið sem okkur er talið trú um. Trúverðuleiki banka, eða hvaða þjónustufyrirtækis annars sem er, felst í þjónustunni og heiðarleika viðskiptanna. Ekki í einhverjum "varasjóð" sem byggir á skuldsetningu. Hver dagur sem þessi sjóður situr þarna engun til gangs, kostar okkur milljónir. Við eigum að losa okkur við hann. Það hefur aldrei aukið trúverðugleika að skuldsetja sig upp í rjáfur, aldrei.
Við eigum að benda "vinum" okkar á hið augljósa. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að taka allta kerfið til gagngerra endurskupulagningar. Sé raunverulegur vilji hjá þeim til að hjálpa okkur til að komast aftur á lappirnar, þá veita þeir okkur tækifæri til þess. Sé hins vegar vilji þeirra einhver annar, eins og manni rennur grun til, þá munu þeir sýna það og reyndar hafa sýnt það.
Bretar og Hollendingar hafa krafist þess að fá eignir ríkisins komi til þess að við getum ekki borgað, en þeir hafa um leið sagt " ekki hafa áhyggjur, við viljum ekki auðlindirnar ykkar, þetta er bara formsatriði". Þetta er svona svipað og þegar banakmaður segir við viðskiptavin, "ekki hafa áhyggir, við höfum ekki áhuga á húsinu þínu, veðið er bara svona formsatriði", enda hefur enginn banki látið bjóða upp húsnæði og þeir hafa aldrei verið óbilgjarnir í slíkri meðferð.
Jón Lárusson, 12.8.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.