Hagsmunir hverra?

Hagsmuni hverra er verið að gæta á Alþingi? Að samþykkja samning sem vitað er að mun ekki verða neitt annað en steinn um ökklann, þjóðinni til örbyrgðar, er bara einfaldlega ekki hagsmunagæsla fyrir Íslendinga. Ef ekki er verið að gæta hagsmuna Íslendinga, hverra þá?

Það er heimska að halda það að það sé í lagi að semja af sér bara ef maður setur inn litla klausu sem segir að það megi endurskoða samninginn seinna ef einhverjar forsendur breytast. Sá sem gerir góðan samning vill ekki breyta neinu. Samþykki Alþingi þennan samning munu Íslendingar verða að aðhlátursefni og auðfúsugestir á allar samkomur alþjóðasamfélagsins, enda alltaf nauðsynlegt að hafa skemmtiatriði á milli mála.

Að halda það að Bretar og Hollendingar séu tilbúnir til að falla frá kröfum um aðgang að auðlindum er barnaskapur í besta falli, líklegast bara heimska. Bretar hafa aldrei verið sáttir við lyktir þorskastríðanna og nú eru þeir að fá hefndina sína. Það mun ekki líða langur tími þangað til Bretar fara að gera kröfur um aðgang að fiskimiðum, ásamt reyndar öðrum, í krafti umsóknar í ESB. Ef fólk heldur svo að við getum kosið okkur undan þessari umsókn komi hún ekki til með að vera okkur í hag, þá er það bull. Icesave sér til þess að það verður enginn kostur.

Að samþykkja örbyrgð til framtíðar er ömurlegur titill til að hengja á vitnisburð sögunnar um verk sín. Menn deyja en orðspor lifir. Ætli þingheimur hafi gleymt því.

Allar ráðleggingar IMF og annarra erlendra "sérfræðinga" eru ekki tilkomnar okkur til hagsbóta, heldur til þess eins að gæta hagsmuna þeirra.


mbl.is Segja samkomulag í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband