5.8.2009 | 11:16
Hvenær er nóg, nóg?
Ég hef einhvern vegin á tilfinningunni að þó kosið yrði um Iceave og 99.95% þjóðarinnar yrði honum andsnúinn, að Samfylkingin myndi keyra hann í gegn með sama fyrirkomulagi og ESB umsóknina. Það er nefnilega þannig að ESB umsóknin og Icesave eru samtvinnuð, enginn Icesave, enginn ESB aðild. Það verður beitt hótunum og andlegu ofbeldi til að koma þessu í gegn þjóðinni til skaða. Ég skil hins vegar ekki VG að láta undan hótunum Samfylkingarinnar um stjórnarslit. Það er aðeins einn flokkur sem getur skaðast af því og það er Samfylkingin. Ef stjórninni yrði slitið í dag, þá er eini kosturinn í stöðunni að hinir flokkarnir á þingi myndi þverpólitíska samstjórn til að vinna á málefnum landsins. VG fengi aðild að henni, en Samfylkingin væri mjög líklega úti. Þannig að þó sætunum myndi fækka væri VG enn í stjórn. Hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit eru innantómar þar sem hún ein mun líða fyrir. Ég spyr eginlega, hvenær er nóg, nóg? Hvenær þorir þingheimur að stíga niður fæti og segja hingað og ekki lengra?
Það er kominn tími til að Íslendingar hætti að láta misnota sig og fari að rísa upp til þess að vinna þau verk sem þarf að vinna.
Það þarf að bjarga heimilunum og sjá til þess að frekari upptaka eigna hætti. Það þarf að byrja á því að færa vísitöluna aftur til febrúar mars 2008 til að leiðrétta verðbólguskotið sem kom vegna hrunsins og heimskra ákvarðana ríkistjórnarinnar við völd, en hækkun verðbóta á þessum tíma átti sér enga raunverulega innistæðu. Sú leiðrétting sem yrði við það að færa vísitöluna til baka mun ekki hafa í för með sér neitt raunverulegt tap, en mun á móti létta gífurlega á greiðslubyrði almennings og fyrirtækja.
Næsta skrefið væri að hreinsa til í bókhaldinu og sjá til þess að jafnvægi sé milli verðmæta í þjóðfélaginu og fjármagns í umferð. En í kjölfarið verður að taka upp nýja hugsun í sambandi við fjármálaumhverfið.
Hætta verður að láta bankana sjá um að framleiða peninga og koma þeim í umferð í formi lána, heldur verður ríkið að taka að sér að viðhalda jafnvægi milli fjármagns í umferð og þeirra verðmæta sem eru til í landinu. Eins og reyndar lög gera ráð fyrir. Það fjármagn sem vantar uppá verðmætaeign verður svo deilt jafnt á milli allra landsmanna. En þannig öðlast allir jafnan skerf af þeirri hagsæld sem samfélagið skapar.
Það er mikilvægt að allir átti sig á því að tilgangur "peninga" er að auðvelda skipti á þeim verðmætum sem þjóðfélagið skapar. Þeir eru í sjálfu sér ekki verðmæti og eiga því ekki að ganga kaupum og sölu, enda myndast þá huglægt verðmætamat sem ekki á sér neina raunverulega stoð. Eini tilgangur krónunnar er að auðvelda skipti á verðmætum sem framleidd eru á Íslandi og því skiptir engu "trú" útlendinga á henni. Krónan á ekki að vera söluvara fyrir útlendinga. Þegar fyrirtæki selja vörur til útlanda, á taka þeir fyrir greiðslur í mynt hinna erlendu kaupenda. Þannig myndast gjaldeyrisvaraforði sem svo er nýttur til að kaupa þær nauðsynjar sem við þurfum erlendis frá. Þessi varaforði væri hins vegar eign, en ekki skuld þar sem við öflum hans með skiptum á verðmætum, en ekki heimskulegum lánum IMF.
Ef ríkistjórnin vill, þá getur hún tekið á málum hér innanlands þannig að við verðum farin að sjá verulegar breytingar til batnaðar á aðeins nokkrum mánuðum.
Það eina sem vantar er fólk sem hefur hugrekki til að vinna verkin þjóðinni til hagsbóta.
![]() |
Meirihluti andvígur Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við eigum sem sagt að segja nei.... og neita að borga.... og svo hvað ??
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 11:42
Það er gott að sjá að einhverjir hafi patnetlausnirnar á hreinu... þó svo allir okkar helstu sérfræðingar hafi unnið að þessu í bráðum eitt ár og hafa ekki svör.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 11:43
Af hverju að borga það sem maður ekki á að borga, bara af því að manni er hótað? Ég við að við setjum Icesave á ís þangað til allt í kringum málið er komið á hreint. Það er einfaldlega þannig að þetta er allt mjög óljóst í dag. Reyndar virðist það þannig að því meira sem þetta er skoðað, því minni er skilda okkar til að borga. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að standa við skuldbindingar okkar. En þetta voru nú einu sinni einkabankar og aðeins örfáir einstaklingar sem stóðu að þessu sukki öllu. Ef við fórum eftir reglugerðum ESB og stofnuðum þennan tryggingasjóð og samkvæmt regluverki ESB sé tryggingasjóðurinn einn ábyrgur fyrir greiðslunum, þá er málið einfalt. Samkvæmt regluverki ESB ber okku ekki að borga. Ef þetta er eitthvað öðruvísi, þá verður það bara að koma skýrt fram. Þangað til eigum við ekki að borga.
Að sletta fram frasa eins og "patentlausnir" er náttúrulega bara léleg tilraun til að gera lítið úr viðmælanda og oftast notað af fólki sem hefur engin rök sjálf. Af því að "sérfræðingar" sjá ekki lausn, þá á hún bara ekki að vera til og allar hugmyndir "patentlausnir".
Vandamálið við sérfræðingana og skort þeirra á lausnum, er að þeirra vinna liggur öll til þess að vernda núverandi fjármálakerfi og leita leiða til að kröfuhafar, hvort sem þeir leggja fram réttmætar kröfur eða ekki, fái sitt. Það hefur einfaldlega ekki verið leitað leiða til að finna raunverulegar lausnir. Öll vinnan hefur legið til þess að laga afleiðingar, en ekki vinna á rót vandans. Rót vandans er það fjármálakerfi sem við búum við í dag og svo lengi sem við breytum því ekki, þá getum við ekki leyst okkar mál. Við getum "reddað" okkur í einhvern tíma, en það er bara svona eins og að fá sér snafs gegn þynnku, frestar þynnkunni, en lagar hana ekki.
Þú mátt lafa í pilsufaldi heimskunnar og gera lítið úr þeim sem eru tilbúnir til að standa keikir og leita leiða. Ég er bara ekki tilbúinn í slíkt hangs.
Jón Lárusson, 5.8.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.