Sannleiksótti

Þessi viðbrögð Hrannars lykta af því að stjórninni sé ekki alveg sama um það sem sagt er við útlendinga, þ.e. ef það er ekki til að ýta undir þrælslund almennings og flýta ferlinu inn í ESB.

Það sem Eva er í raun að segja, er sannleikurinn, hversu illa sem það kann að koma við kauninn á ríkistjórninni. Núverandi ríkistjórn er í yfirgír að sleikja upp þá sem gætu hjálpað henni inn í ESB og þá skal allt selt. Sannleikurinn er því nokkuð sem ríkistjórnin hefur ekki mikinn áhuga á þessa stundina og því um að gera að gera sem minnst úr þeim sem vitna í hann. Það sem Hrannar hins vegar áttar sig ekki á, enda menn bent á að fólki er frjálst að tjá sig á Íslandi, er að frelsi getur leitt til skerðingar á frelsi. Það er þannig að við eigum óumdeilanlegan rétt til að tjá okkur. Hinsvegar höfum við líka frelsi til að velja okkur starf. Stundum veljum við okkur starf sem dregur úr réttindum okkar sem almennir einstaklingar og verðum við að sætta okkur við það, enda var okkur frjálst að velja starfið. Hrannar er aðstoðarmaður og pólitískur ráðgjafi forsætisráðherra og sem slíkur þá verður hann að gæta þess sem hann segir. Hans orð verða alltaf tengd forsætisráðherra óbeint meðan hann heldur þessu starfi. Vilji hann nýta sér frelsið til að tjá sig um allt og alla, þá þarf hann fyrst að nýta sér frelsið til að skipta um starf.

Eva er að benda heiminum á það sem ríkistjórnin átti að vera búin að gera fyrir löngu síðan. Það er verið að ráðast á okkur á ósanngjarnan hátt og níða af okkur skóinn án þess að okkar hlið á málunum komi fram. Þetta verður að heyrast og heyrast víða. Rót ástandsins hér liggur í gölluðum regluverkum sem við tókum upp frá ESB og verkum örfárra einstaklinga sem notfærðu sér ruglið í reglunum. Almenningur kom hér hvergi að máli og á því ekki að líða fyrir þetta. Það þarf að koma þessum upplýsingum á framfæri erlendis og Eva hefur vægið til þess að á sé hlustað og yfir höfuð birt það sem þarf að birta. Hún er þekkt í Frakklandi og ný kosin á ESB þingið. Við eigum að þakka henni fyrir, ekki hræta.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband