2.8.2009 | 10:30
Þögnin ríkir guðdómleg
Það sem vekur áhuga minn við þessa grein, er sú fullyrðing blaðsins, að ESB líti betur út að utan, en innan. Þetta er í takt við það sem ég hef heyrt frá fólki sem býr í þessum löndum, sérstaklega þeim sem hafa gengið lengst í sameiningarferlinu. Þetta er nefnilega ekki bandalag fólksins, heldur stjórnmálamanna og bjúrókrata.
Það er reyndar ótrúlegt að þessu skuli ekki hafa verið haldið meira fram en gert hefur verið, en það er líklegast vegna þess að fjölmiðlar á Íslandi eru almennt ESB sinnaðir. Þögnin þar á bæ ríkir guðdómleg þegar vankostir ríkjasambandsins ber á góma.
Ég sakna þess mjög að sjá ekki meiri umfjöllun í fjölmiðlum um almennt ástand í ESB ríkjunum og raunverulegan hug almennings til sambandsins. Til dæmis mætti vera meira fjallað um ástandið á Írlandi og Spáni auk þess sem vert væri að athuga þróun verðlags í ESB frá því euro var tekið upp sem gjaldmiðill. Það mætti líka skoða áhrif euro á efnahag ESB ríkjanna, sérstaklega nú eftir að efnahagsástandið versnaði.
Ég persónlega hef ekkert á móti ESB sem ríkjasambandi, sé bara enga ástæðu til að ganga í það.
Vilja meiri samhug Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.