Er annar skellur framundan?

Síðustu mánuði hafa markaðir erlendis verið að taka örlítið við sér vegna væntinga um að efnhahagslífið sé að koma til eftir slæmt ástand undanfarna mánuði. Það er hins vegar ekkert sem hefur komið fram sem bendir til þess að þetta sé eitthvað að batna og þessi frétt styður það. Svipaða sögu mætti segja frá BNA, en þar hafa atvinnuleysistölur ekki staðið undir væntingum.

Heimurinn hefur sloppið vel hingað til, en þar sem menn hafa ekki tekið á raunverulegu meini þar frekar en hér, þá má búast við að þetta geti allt fallið saman og þá mun ástandið á Íslandi ekki verða talið neitt sérstakt, eða vekja neina athygli umfram aðrar þjóðir.

Ég óttast að jákvæð viðbrögð á mörkuðum erlendis sé svo kölluð "Bear-trap" en það er fyrirbæri sem kemur oft upp í niðursveiflum. Þá kemur jákvæðnisskot sem fær fólk til að hefja fjárfestingar. Svo þegar þetta er komið á ákveðinn skrið, er fótunum kippt undan væntingunum og annar skellur tekur við. Sé þetta rétt mat hjá mér, þá kemur ekki til neinnar aðstoðar að utan.

Besta lausn okkar liggur í því að vinna sjálf á rótum vandans hér heima og leita leiða sem munum byggja þjóðfélagið upp á forsendum eignar, en ekki skulda eins og óumflýjanlega mun verða ef við höldum okkur við sama fjármálakerfi.


mbl.is Enn eykst samdrátturinn í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ýmsar stórar þjóðir í heimsviðskiptum búa sig nú undir að fjarlægja sig frá notkun dollars sem viðskiptagjaldmiðils, meðal annars af áhyggjum yfir því að Bandarísk yfirvöld muni ekki ráða við þær skuldbindingar sem þau hafa tekið á sig vegna björgunaraðgerða fyrir efnahagslífið. Mörg ríki eiga gríðarlegar eignir bundnar í bandarískum ríkisskuldabréfum, og ef brunaútsala hefst á þeim mun það hafa í för með sér óðaverðbólgu í heimalandi gjaldmiðilsins. Hermann Guðmundsson skrifaði mjög athyglisverða grein um þetta á Pressunni í fyrradag.

"Dauði dollarans" er yfirvofandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Jón Lárusson

Bandaríkjastjórn var skuldug upp fyrir haus vegna stríðsins í Írak og Afganistan. Þegar þeir þurftu svo að bjarga bönkunum og öðrum fyrirtækjum, þá batnaði ekki ástandið. Þetta hagkerfi er á brauðfótum og verður rosalegur skellurinn þegar þeir fætur gefa sig.

Jón Lárusson, 24.7.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Undir þeim kringumstæðum gæti svokölluð "einangrunarstefna" hreinlega verið skynsamleg!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Jón Lárusson

Það er alltaf spurning hvernig maður skilgreinir einangrunarstefnu. Ef þetta er skilgreint þannig að við lokum okkur inni og eigum sem minnst samskipti við umheiminn, þá er það kannski ekki það besta. Hins vegar þarf að koma hagkerfinu okkar í gang án þess að vera blanda útlendingum inn í það ferli. Við eigum að einbeita okkur að heimamarkaðinum, en vera opin fyrir samskiptum við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli. Við eigum ekki að afsala okkur fjárræði eða stjórnun til útlendinga, því þá erum við alveg föst í heimssveiflum. Til dæmis væri forvitnilegt að skoða hvaða áhrif heimskreppan hefur haft á Sýrland, land sem hefur verið haldið í "einangrun" af Bandaríkjunum.

Við verðum að vera efnahagslega óháð öðrum þjóðum. Of mikil tengin leiðir til þess að við fylgjum skellunum hjá þeim. Núverandi ástand er sannanlega til komið vegna ofkeyrslu bankanna í lánamálum, en hins vegar er upphaf skellsins að rekja til fjárþurðar í BNA, en það kom af stað dominó áhrifum sem skullu svona illa á okkur þar sem okkar bankar stóðu mjög tæpt. Hins vegar skall þetta illa á öllum vesturlöndum og afleiðingarnar eru ekki komnar fram allstaðar.

Jón Lárusson, 24.7.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband