24.7.2009 | 09:50
Er hagvöxtur mögulegur?
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg að sjá hvernig þessi hagvöxtur á að koma til, þegar litið er til aðgerða ríkistjórnarinnar. Til þess að hagvöxtur komi til, þá þarf að vera hvati til þess í samfélaginu. Hagvöxtur er aukin framleiðsla á verðmætum og til þess að það geti komið til, þá þarf að vera til fjármagn til að skiptast á þessum verðmætum. Nái ríkistjórnin sínu fram, þá er hæpið að til verði fjármagn innanlands til að ýta undir hagvöxt. Allt fjármagn og öll orkan fer erlendis í formi skuldagreiðslna, fjármagn fer úr landi án þess að nokkuð annað komi í staðinn. Umhverfið hér innanlands mun ekki vera heillandi fyrir ungt fólk, sem mun í meira mæli halda erlendis til gæfuleitar. Þannig dregur enn frekar úr líkum á hagvexti og gerir spá bankans enn ólíklegri.
Hins vegar er áhugavert að heyra þá segja krónuna hafa dregið úr skellinum, ólíkt því sem gerist hjá Írum. Er þetta enn frekar ástæða þess að við eigum ekki að sækja til ESB, heldur vinna úr okkar málum sjálf.
Það að ég telji þessa spá bankans ekki muni ganga eftir, byggir á því að ríkistjórnin haldi áfram á sömu braut aðgerðarleysis í málefnum lands og þjóðar, með afglöpum í því litla sem hún þó gerir. Hins vegar tel ég mögulegt að spá Seðlabankans geti gengið eftir, en þá þarf að bretta upp ermarnar og taka rækilega til hendi.
Lausn vandans liggur ekki í þeim afleiðingum sem við höfum einblínt á, heldur rótinni. Rót vandans er það fjármálakerfi sem við höfum búið við nú í nokkur hundruðir ára. Núverandi fjármálakerfi er í eðli sínum gallað, þannig að það leitar til aukinnar skuldsetningar í stað eignar. Kaldhæðni kerfisins liggur í því að eftir því sem við framleiðum meira og aukum verðmæti samfélagsins, þá aukum við skuldsetninguna. Það er nefnilega þannig í núverandi kerfi að aukin hagsæld leiðir af sér aukna skuldsetningu. Það er í þessari áráttu kerfisins til skuldsetningar sem vandinn liggur, hvergi annarsstaðar. Það er því okkur lífsnauðsynlegt að skifta út núverandi kerfi skuldsetningar og taka upp kerfi sem leiðir til eignar með aukinni hagsæld.
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.