Hörfað í vörn

Skyldi Jóhanna vera að draga lið sitt saman í vörn svo hægt sé að sækja fram og fá samþykktan Icesave samninginn. Hún gerir sér nefnilega grein fyrir því að án hans er umsókn hennar í ESB tilgangslaus. Það verður því allt kapp sett á að fá þennan samning í gegn. Það skiptir ekki hagur lands eða þjóðar, heldur skal keyrt áfram af kappi en forsjá. Hins vegar er Icesave svo miklu stærra og meira en einhver ESB viðauki og má ekki samþykkja þennan samning sem nú er í umræðunni.

Afgreiðsla málsins hefur frestast og er hér aðeins um að ræða frest til að safna vopnum, ekki síst hjá þeim sem eru á móti. Nú er lag að þeir sem vilja aðrar lausnir láti í sér heyra og taki til máls. Við verðum að koma hugmyndum okkar á framfæri því þær eru til og margir með góðar hugmyndir en hafa ekki komið þeim út. Þetta er mál sem skiptir okkur öll máli og á ekki að bendla við neitt annað, hvorki flokka eða stjórnarsamstarf.

Hingað til höfum aðeins virkjað Ísland, nú er mál að virkja Íslendinga.


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband