Höfnum þá Icesave

Gott að heyra að Icesave muni ekki skipta máli varðandi umsóknina. Þá er ekki spurning að Alþingi getur hafnað samningnum. Annars er alltaf gaman að heyra þegar við erum kynnt inn sem góður kostur þar sem við erum norrænt lýðræðisríki. Hingað til hafa Norðurlöndin ekki stutt okkur nema það sé þeim til hagsbóta og svo spyr maður sig um þetta með lýðræðið. Hvers vegna er það kostur þegar verið er að ganga inn í samband sem hefur slíkan lýðræðishalla að slagar hátt í einræðisríki.

Haldi menn í barnaskap sínum að okkur verði tekið fagnandi og fáum allt upp í hendurnar, þá er voðinn vís. Framundan eru þungir og erfiðir tímar þar sem okkur verður gert að sæta alskonar vitleysu og spurningin verður ekki hvort við eigum að taka þetta upp, heldur hvenær. Með vísan til flýtivilja ríkistjórnarinnar, þá er ég hræddur um að ESB aðild muni verða frágengin með Icesave vinnubrögðum.


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband