Góðan samning???

Enn og aftur er talað um að ná góðum samning. Það verða engir samningar um hvað við tökum upp og hvað ekki, heldur verður þetta spurningin um það hvenær við tökum þetta allt upp. Þetta er ekki klúbbur þar sem men geta valið og hafnað. Þetta er klúbbur sem umsækendur verða að taka allan pakkan eða hverfa frá ella.

Þessi áróður um að hingað muni flykkjast erlent fjármagn í massavís, er bara barnalegur í besta lagi. Hingað kemur ekkert tsjunamiflóð fjármagns frekar en þegar við gengum inn í EES. Allur fjármagnsflutningur verður á höndum Íslendinga sjálfra. Ef það er svona gott að vera á leiðinni inn, þá hlýtur að vera enn betra á vera inni. Það hefur bara gleymst að segja Írum það. Fyrst þeir eru ekki að sjá tsjunamiflóð fjármagns á leið til sína núna, hvers vegna ætti það að þá að koma til okkar??? Þeir eru þegar inni.

Hagsmunaaðilar eru að ganga gegn fullveldi þjóðarinnar og það breytir engu hvað þeir segja, það er fullveldisafsal að ganga í þetta ríkjasamband, alveg eins og ef við myndum ganga inn í BNA.


mbl.is Skref í átt að auknu trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta er rétt sem þú segir Jón þá mun þjóðin og alþingi ekki samþykkja samninginn og er þá ekki allt í góðu?

Við spörum okkur kostnað við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björn (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Jón Lárusson

Ég velti fyrir mér hvort þjóðaratkvæðagreiðslan muni kosta okkur milljarð eða meira, umsóknin gerir það. Þessi aumingjaskapur aðildarsinna að halda því fram að þetta sé bara tilboð um snakk við ESB er náttúrulega bara ótrúlegur. Við eigum eftir að leggja mest af kröftum ríkiskerfisins í einhverja samninga sem ekkert gefa og kosta helling, þegar við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að byggja upp okkar eigin efnahag.

Við verðum að átta okkur á því að inngangan í bandalagið er innganga í ríkjasamband þar sem hvert land hefur ekki mikið vægi. Vitandi svo af þessari lýðræðisfælni þeirra sem þar stjórna, segja manni bara það að þetta er ekki eitthvað sem er þjóðinni til heilla.

Jón Lárusson, 16.7.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband