30.6.2009 | 12:02
Lán er engin lausn
Það er engin lausn að taka lán í því árferði sem er núna. Við tókum þessi lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Einhversstaðar las ég að við værum með þennan gjaldeyrir liggjandi á bankabók í BNA á skítavöxtum á meðan við borgum umfram meðalvexti fyrir lánin. Í mínum huga eigum við að borga þessi lán til baka. Gjaldeyrisvaraforðann eigum við svo að byggja upp á eðlilegan hátt, með útfluttningi.
Við verðum að átta okkur á því að peningar hafa ekki verðgildi, það er undirliggjandi framleiðsla sem er verðmætið sem fjármagnið byggir á. Að ætla að gera fjármagn verðmætt með því að nota fjármagn til þess þ.e. annan gjaldmiðil, er ekki rétt leið, er hreinlega bara bull.
Í fáránleika tilverunnar í dag eru stjórnmálamenn all of uppteknir af gamla kerfinu, kerfinu sem hefur verið að éta okkur lifandi undanfarnar aldir. Nú er kominn tími til að hætta að hugsa í gamla þrælakerfinu og taka upp nýtt kerfi sem byggir á raunverulegum verðmætum og ekki lánaþrælkun fjármálakerfinsins.
Hefur fólk almennt pælt í því hversu vitlaust það er að láta bankana sjá um að dæla út fjármagni í formi lána? Ef bankarnir láta okkur fá fjármagn t.d. 100.000.000 á 6% vöxtum, þá vantar fjármagn fyrir 6.000.000 þannig getur það gerst að einn og einn aðili geti borgað upp allar skuldir sínar, en þjóðfélagið í heild getur aldrei borgað upp allar skuldir. Við erum föst í neti fjármálageirans.
Bankarnir eru ekki eitthvað sem er okkur lífsnauðsyn, við getum vel verið án þeirra í þeirri mynd sem þeir hafa starfað í dag. Við þurfum bara að sýna þor og breyta kerfinu og taka upp kerfi þar sem einstaklingurinn nýtur góðs af framleiðslu samfélagsins.
Við eigum að hætta að hugsa í þessum skuldum og fara að lifa lífinu á þann hátt að við séum frjálsir einstaklingar.
![]() |
200 milljarðar á gjalddaga 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.